„Ég get alltaf stólað á Collin“ Siggeir Ævarsson skrifar 6. mars 2025 21:59 Borche Ilievski, þjálfari ÍR, fagnar sætum sigri í leikslok. Í bakgrunni má sjá Collin Pryor, sem skoraði sigurkörfu kvöldsins Vísir/Hulda Margrét ÍR lagði KR í háspennuleik í Bónus-deild karla í kvöld, 97-96, en sigurinn þýðir að ÍR jafnar KR að stigum og á enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Borche Ilievski, þjálfari ÍR, var í sjöunda himni með sigurinn í kvöld og að heppnin hafi loks verið með hans mönnum. „Þeir voru að síga fram úr og ég hélt að við værum að fara að kasta þessu frá okkur tók ég eina ákvörðun og það var að setja Collin inn á. Ég hugsaði þessa skiptingu fyrst og fremst varnarlega en svo endaði hann á að skora mikilvægustu körfu leiksins! Ég er virkilega ánægður með þennan sigur.“ Alltaf hægt að treysta á Collin Pryor Collin Pryor byrjaði leikinn fyrir ÍR en sat svo á bekknum allt þar til í lokin. Hann var klár þegar kallið kom og skilaði heldur betur sínu. „Ég get alltaf stólað á Collin“. Maðurinn sem er jafn hokinn af reynslu og hann getur fært okkur sigur eins og í kvöld. En Linards var að valda okkur miklum vandræðum og Collin átti í vandræðum með að dekka hann. Þar sem Linards spilaði nánast allan leikinn hélt hann Collin í raun á bekknum. En þegar á reyndi vildi ég hafa hann inn á. Ég vildi hafa hann inn á til að sinna varnarhlutverki því þeir voru að ráðast á Oscar og þess vegna setti ég Collin aftur inn á og þegar upp var staðið var það hárrétt ákvörðun af minni hálfu.“ Leikurinn í kvöld var nokkuð fast leikinn en Borche var þó ekkert sérstaklega ánægður með varnarleikinn en tveir leikmenn KR gerðu ÍR-ingum lífið leitt í kvöld sóknarlega. „Linards var óstöðvandi í fyrri hálfleik og skoraði 20 af 44 stigum KR. Þegar Nim (Nimrod Hilliard) byrjaði að skora fór ég að hafa áhyggjur því Nim er ótrúlegur leikmaður og hefði getað klárað leikinn fyrir þá. En við höfðum trú og gáfumst aldrei upp. Við vorum heppnir í lokin sérstaklega með vörnina því við tókum sénsa og Nim var sennilega mjög hissa hversu opinn hann var. Í þetta skiptið var heppnin með okkur, öfugt við það sem gerðist á móti Val og Njarðvík.“ ÍR-ingar eru nú með örlögin í sínum höndum en liðið á eftir tvo leiki gegn föllnum liðum Hattar og Hauka. En þeir leikur eru sannarlega sýnd veiði en ekki gefin. „Við megum ekki vanmeta Hött og Hauka og við höfum þegar átt slæman leik gegn Haukum. Þetta eru góð lið með unga leikmenn sem leggja sig alla fram. Við þurfum að fara þangað og leggja allt í sölurnar. Næstu tveir leikir verða sennilega efiðustu leikir tímabilsins, jafnvel erfiðari en þessi.“ Stuðningsmenn ÍR, Ghetto Hooligans, fögnuðu ógurlega í leikslok en Borche og stuðningsmannasveitin virðast eiga í mjög innilegu sambandi þar sem Borche fagnar alltaf með þeim í leikslok. „Þeir nutu leiksins í botn en ég held að þeir séu orðnir svolítið þreyttir á að upplifa svona spennuleiki trekk í trekk. Þetta var eins og úrslitakeppnisleikur í kvöld og síðustu tveir eiginlega líka.“ Ghetto Hooligans standa þétt við bakið á BorcheVísir/Hulda Margrét Bónus-deild karla Körfubolti ÍR Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira
Borche Ilievski, þjálfari ÍR, var í sjöunda himni með sigurinn í kvöld og að heppnin hafi loks verið með hans mönnum. „Þeir voru að síga fram úr og ég hélt að við værum að fara að kasta þessu frá okkur tók ég eina ákvörðun og það var að setja Collin inn á. Ég hugsaði þessa skiptingu fyrst og fremst varnarlega en svo endaði hann á að skora mikilvægustu körfu leiksins! Ég er virkilega ánægður með þennan sigur.“ Alltaf hægt að treysta á Collin Pryor Collin Pryor byrjaði leikinn fyrir ÍR en sat svo á bekknum allt þar til í lokin. Hann var klár þegar kallið kom og skilaði heldur betur sínu. „Ég get alltaf stólað á Collin“. Maðurinn sem er jafn hokinn af reynslu og hann getur fært okkur sigur eins og í kvöld. En Linards var að valda okkur miklum vandræðum og Collin átti í vandræðum með að dekka hann. Þar sem Linards spilaði nánast allan leikinn hélt hann Collin í raun á bekknum. En þegar á reyndi vildi ég hafa hann inn á. Ég vildi hafa hann inn á til að sinna varnarhlutverki því þeir voru að ráðast á Oscar og þess vegna setti ég Collin aftur inn á og þegar upp var staðið var það hárrétt ákvörðun af minni hálfu.“ Leikurinn í kvöld var nokkuð fast leikinn en Borche var þó ekkert sérstaklega ánægður með varnarleikinn en tveir leikmenn KR gerðu ÍR-ingum lífið leitt í kvöld sóknarlega. „Linards var óstöðvandi í fyrri hálfleik og skoraði 20 af 44 stigum KR. Þegar Nim (Nimrod Hilliard) byrjaði að skora fór ég að hafa áhyggjur því Nim er ótrúlegur leikmaður og hefði getað klárað leikinn fyrir þá. En við höfðum trú og gáfumst aldrei upp. Við vorum heppnir í lokin sérstaklega með vörnina því við tókum sénsa og Nim var sennilega mjög hissa hversu opinn hann var. Í þetta skiptið var heppnin með okkur, öfugt við það sem gerðist á móti Val og Njarðvík.“ ÍR-ingar eru nú með örlögin í sínum höndum en liðið á eftir tvo leiki gegn föllnum liðum Hattar og Hauka. En þeir leikur eru sannarlega sýnd veiði en ekki gefin. „Við megum ekki vanmeta Hött og Hauka og við höfum þegar átt slæman leik gegn Haukum. Þetta eru góð lið með unga leikmenn sem leggja sig alla fram. Við þurfum að fara þangað og leggja allt í sölurnar. Næstu tveir leikir verða sennilega efiðustu leikir tímabilsins, jafnvel erfiðari en þessi.“ Stuðningsmenn ÍR, Ghetto Hooligans, fögnuðu ógurlega í leikslok en Borche og stuðningsmannasveitin virðast eiga í mjög innilegu sambandi þar sem Borche fagnar alltaf með þeim í leikslok. „Þeir nutu leiksins í botn en ég held að þeir séu orðnir svolítið þreyttir á að upplifa svona spennuleiki trekk í trekk. Þetta var eins og úrslitakeppnisleikur í kvöld og síðustu tveir eiginlega líka.“ Ghetto Hooligans standa þétt við bakið á BorcheVísir/Hulda Margrét
Bónus-deild karla Körfubolti ÍR Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti