Hetja Liverpool átti mjög hreinskilið spjall við Slot Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2025 06:32 Hetjurnar Harvey Elliott og Alisson faðmast eftir 1-0 sigur Liverpool á Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið. AFP/Anne-Christine POUJOULAT Harvey Elliott var hetja Liverpool í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið en þessi ungi leikmaður hefur ekki fengið mikið að spila hjá Arne Slot á þessu tímabili. Elliott kom inn á fyrir Mohamed Salah á lokakafla leiksins og skoraði sigurmarkið með sinni fyrstu snertingu mínútu síðar. Harvey Elliott með Arne Slot eftir leikinn.AFP/FRANCK FIFE Liverpool átti undir högg að sækja allan leikinn á móti Paris Saint-Germain en fór heim með 1-0 sigur þökk sé sigurmarki Elliott. Elliott er 21 árs gamall og hefur komið við sögu í átján leikjum á tímabilinu en hann hefur aðeins byrjað fjóra þeirra. „Já við höfum átt samtöl,“ sagði Harvey Elliott aðspurður um hvort hann hafi rætt hlutverk sitt við hollenska knattspyrnustjórann. “Someone had to repay Alisson for all those saves today.” 😅Harvey Elliott was happy to step up with the winner after his keeper’s big performance 💪 pic.twitter.com/OqobzjR0MO— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) March 6, 2025 Við ræddum allt „Mjög hreinskilin samtöl það sem við ræddum allt. Það er undir mér komið að leggja á mig vinnuna og sýna honum það sem hann vill sjá frá mér. Ég er að reyna að vinna í þessum málum og að reyna að bæta mig til að komast í liðið,“ sagði Elliott. „Á sama tíma þá get ég ekki orðið eitthvað reiður eða pirraður því liðið er að standa sig stórkostlega. Þetta er liðsleikur og snýst því ekki um mig. Ég verð bara að passa upp á það að ég sé tilbúinn þegar kallið kemur eins og í þessum leik. Ég verð að vera með rétta hugarfarið til að koma inn á völlinn og reyna að hafa áhrif á leikina,“ sagði Elliott. Hefur enn hungrið „Það koma upp stundir þar sem ég vil spila en það er ekki að gerast. Svo koma líka svona kvöld og það heldur mér á tánum og ég hef enn hungrið til að fara út á völl og sýna að ég get haft áhrif á leikina,“ sagði Elliott. „Það er ekki bara ég heldur allir fótboltamenn vilja spila alla leiki. Það er bara ekki mannlega mögulegt og þú þarft því að bíða eftir þínum tækifærum. Svo koma svona kvöld eins og í París og þá er bara að njóta þess og grípa tækifærið,“ sagði Elliott. "Open your body up and whip it round the corner" 😅 Steve McManaman told Harvey Elliott exactly what he needed to do at half-time 😉📺 @tntsports & @discoveryplusUK pic.twitter.com/fB2k36Amdo— Football on TNT Sports (@footballontnt) March 5, 2025 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sjá meira
Elliott kom inn á fyrir Mohamed Salah á lokakafla leiksins og skoraði sigurmarkið með sinni fyrstu snertingu mínútu síðar. Harvey Elliott með Arne Slot eftir leikinn.AFP/FRANCK FIFE Liverpool átti undir högg að sækja allan leikinn á móti Paris Saint-Germain en fór heim með 1-0 sigur þökk sé sigurmarki Elliott. Elliott er 21 árs gamall og hefur komið við sögu í átján leikjum á tímabilinu en hann hefur aðeins byrjað fjóra þeirra. „Já við höfum átt samtöl,“ sagði Harvey Elliott aðspurður um hvort hann hafi rætt hlutverk sitt við hollenska knattspyrnustjórann. “Someone had to repay Alisson for all those saves today.” 😅Harvey Elliott was happy to step up with the winner after his keeper’s big performance 💪 pic.twitter.com/OqobzjR0MO— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) March 6, 2025 Við ræddum allt „Mjög hreinskilin samtöl það sem við ræddum allt. Það er undir mér komið að leggja á mig vinnuna og sýna honum það sem hann vill sjá frá mér. Ég er að reyna að vinna í þessum málum og að reyna að bæta mig til að komast í liðið,“ sagði Elliott. „Á sama tíma þá get ég ekki orðið eitthvað reiður eða pirraður því liðið er að standa sig stórkostlega. Þetta er liðsleikur og snýst því ekki um mig. Ég verð bara að passa upp á það að ég sé tilbúinn þegar kallið kemur eins og í þessum leik. Ég verð að vera með rétta hugarfarið til að koma inn á völlinn og reyna að hafa áhrif á leikina,“ sagði Elliott. Hefur enn hungrið „Það koma upp stundir þar sem ég vil spila en það er ekki að gerast. Svo koma líka svona kvöld og það heldur mér á tánum og ég hef enn hungrið til að fara út á völl og sýna að ég get haft áhrif á leikina,“ sagði Elliott. „Það er ekki bara ég heldur allir fótboltamenn vilja spila alla leiki. Það er bara ekki mannlega mögulegt og þú þarft því að bíða eftir þínum tækifærum. Svo koma svona kvöld eins og í París og þá er bara að njóta þess og grípa tækifærið,“ sagði Elliott. "Open your body up and whip it round the corner" 😅 Steve McManaman told Harvey Elliott exactly what he needed to do at half-time 😉📺 @tntsports & @discoveryplusUK pic.twitter.com/fB2k36Amdo— Football on TNT Sports (@footballontnt) March 5, 2025
Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sjá meira