Dominique Pelicot var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir að hafa byrlað og nauðgað Gisèle konunni sinni yfir tíu ára skeið. Ásamt því leyfði hann að minnsta kosti 83 öðrum mönnum að nauðga henni á meðan hún var meðvitundarlaus. Dominique tók verknaðinn upp á myndband.
Réttarhöldin vöktu mikla athygli í Frakklandi og um heim allan þar sem að Gisèle fór fram á að réttarhöldin yrði opin.
Caroline hefur áður sagst sannfærð að faðir hennar hafi beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Við rannsókn málsins fundust ljósmyndir af henni fáklæddri og meðvitundarlausri í tölvu Dominique.
„Ég veit að hann byrlaði mér, líklega fyrir kynferðislega misnotkun. En ég hef engar sannanir fyrir því,“ sagði hún í viðtali við BBC.
Þá hefur Caroline lýst sér sem gleymda fórnarlambi réttarhaldanna og segir kæruna vera táknræna samkvæmt umfjöllun BBC.
Dominique hefur alltaf neitað því að hafa beitt dóttur sína kynferðislegu ofbeldi.