Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar 6. mars 2025 15:32 Það er mikilvægt fyrir framtíðina að háskólar skili út í samfélagið vel menntuðu fólki sem getur tekist á við helstu vandamálin sem nú eru yfirvonandi. Þar á meðal eru hverfandi líffræðilegur fjölbreytileiki, loftslagsvá, aukin skautun og bakslag í jafnréttisbaráttu. Til þess að metnaðarfullt nám og kennsla geti farið fram þarf að tryggja að starfsaðstæður bæði stúdenta og starfsfólks séu eins góðar og kostur er. Í störfum mínum við Háskóla Íslands hef ég lagt áherslu á kennsluþróun og starfendarannsóknir samhliða kennslu. Ég er meðlimur í Kennsluakademíu opinberu háskólanna og hef hlotið viðurkenningu fyrir lofsvert framlag til kennslu. Þessi áhersla sprettur af einlægum áhuga mínum á því að efla nám og kennslu. Með birtingu niðurstaðna starfendarannsókna og virkri aðild að Kennsluakademíunni tek ég þátt í að miðla nútímalegum kennsluháttum til samstarfsfólks míns. Meðal þess sem ég hef tekið upp er svokölluð vendikennsla, þar sem fyrirlestrar eru aðgengilegir rafrænt fyrir tíma. Þeir nýtast þá stúdentum til að undirbúa sig og rifja upp, á meðan í skólastofunni er hægt að fara dýpra í flóknari hugtök eða vinna verkefni sem nýta hugtök og þekkingu sem þeir hafa verið að kynna sér. Það eru hagsmunir stúdenta að í kennslu sé verið að nýta nýjustu þekkingu, ekki bara í faginu sem þeir stunda nám í, heldur einnig í kennslufræðinni sem er beitt. Þá þarf að tryggja að nemendur fái breiðan grunn til að vinna með þau verkefni sem mæta þeim þegar þau ljúka námi, t.d. með því að taka námskeið utan síns sviðs sem tengist samfélagslegum áskorunum eða nýsköpun. Það hefur verið rauður þráður í minni tíð sem kennari að koma til móts við nemendur þar sem þau standa. Það er eitt af því sem ég mun leggja áherslu á sem rektor, til dæmis með auknum stuðningi við nemendur og kennara og aukinni áherslu á að koma til móts við kröfur samtímans um sveigjanleika í námi. En til þess að stúdentar geti helgað sig námi þarf að breyta aðstæðum þeirra. Það er ekki hægt að ætlast til þess að stúdentar dragi fram lífið á námslánum sem eru undir lágmarksframfærslu. Það kallar á að þeir vinni langt um fram það sem eðlilegt getur talist samhliða námi og dregur úr helgun þeirra, sem aftur dregur úr gæðum námsumhverfisins. Fullt nám er full vinna, við sem berum ábyrgð á þeim vinnustað, í þessu tilfelli Háskóla Íslands, verðum að tryggja að starfsaðstæður nemenda séu ávallt þær bestu sem kostur er. Því mun ég sem rektor styðja stúdenta í hagsmunabaráttu þeirra til að auka gæði náms- og starfsumhverfis allra sem nema og starfa við Háskóla Íslands. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og frambjóðandi til embættis rektors. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Hagsmunir stúdenta Háskólar Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt fyrir framtíðina að háskólar skili út í samfélagið vel menntuðu fólki sem getur tekist á við helstu vandamálin sem nú eru yfirvonandi. Þar á meðal eru hverfandi líffræðilegur fjölbreytileiki, loftslagsvá, aukin skautun og bakslag í jafnréttisbaráttu. Til þess að metnaðarfullt nám og kennsla geti farið fram þarf að tryggja að starfsaðstæður bæði stúdenta og starfsfólks séu eins góðar og kostur er. Í störfum mínum við Háskóla Íslands hef ég lagt áherslu á kennsluþróun og starfendarannsóknir samhliða kennslu. Ég er meðlimur í Kennsluakademíu opinberu háskólanna og hef hlotið viðurkenningu fyrir lofsvert framlag til kennslu. Þessi áhersla sprettur af einlægum áhuga mínum á því að efla nám og kennslu. Með birtingu niðurstaðna starfendarannsókna og virkri aðild að Kennsluakademíunni tek ég þátt í að miðla nútímalegum kennsluháttum til samstarfsfólks míns. Meðal þess sem ég hef tekið upp er svokölluð vendikennsla, þar sem fyrirlestrar eru aðgengilegir rafrænt fyrir tíma. Þeir nýtast þá stúdentum til að undirbúa sig og rifja upp, á meðan í skólastofunni er hægt að fara dýpra í flóknari hugtök eða vinna verkefni sem nýta hugtök og þekkingu sem þeir hafa verið að kynna sér. Það eru hagsmunir stúdenta að í kennslu sé verið að nýta nýjustu þekkingu, ekki bara í faginu sem þeir stunda nám í, heldur einnig í kennslufræðinni sem er beitt. Þá þarf að tryggja að nemendur fái breiðan grunn til að vinna með þau verkefni sem mæta þeim þegar þau ljúka námi, t.d. með því að taka námskeið utan síns sviðs sem tengist samfélagslegum áskorunum eða nýsköpun. Það hefur verið rauður þráður í minni tíð sem kennari að koma til móts við nemendur þar sem þau standa. Það er eitt af því sem ég mun leggja áherslu á sem rektor, til dæmis með auknum stuðningi við nemendur og kennara og aukinni áherslu á að koma til móts við kröfur samtímans um sveigjanleika í námi. En til þess að stúdentar geti helgað sig námi þarf að breyta aðstæðum þeirra. Það er ekki hægt að ætlast til þess að stúdentar dragi fram lífið á námslánum sem eru undir lágmarksframfærslu. Það kallar á að þeir vinni langt um fram það sem eðlilegt getur talist samhliða námi og dregur úr helgun þeirra, sem aftur dregur úr gæðum námsumhverfisins. Fullt nám er full vinna, við sem berum ábyrgð á þeim vinnustað, í þessu tilfelli Háskóla Íslands, verðum að tryggja að starfsaðstæður nemenda séu ávallt þær bestu sem kostur er. Því mun ég sem rektor styðja stúdenta í hagsmunabaráttu þeirra til að auka gæði náms- og starfsumhverfis allra sem nema og starfa við Háskóla Íslands. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og frambjóðandi til embættis rektors.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar