Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar 6. mars 2025 13:32 Háskóli Íslands (HÍ) er vanfjármagnaður. Fjárframlagið til hans er um þriðjungi minna en meðaltal háskóla á Norðurlöndunum, þar sem starfsemi og verðlag er svipað. Fyrri ríkisstjórnir hafa haft þetta viðmið sem langtímamarkmið en eins og staðan er náum við ekki einu sinni meðaltali OECD. Fjármögnun háskóla bar ekki á góma í umræðu í aðdraganda síðustu kosninga og er ekki að finna í sáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Skilningur hennar á vanda HÍ og metnaður í málefnum hans mun koma í ljós þegar hulunni verður svipt af fjármálaáætlun næstu fimm ára. Fjárhagsvandi HÍ er ekki eins áberandi og langir biðlistar í heilbrigðiskerfinu eða holur í vegakerfinu. Reisuleg og traustvekjandi Aðalbygging HÍ blasir við og skólinn heldur snurðulaust áfram að brautskrá nemendur. Þar er sannarlega unnt að gleðjast yfir ýmsu, bæði á vettvangi kennslu og rannsókna. Fjárskorturinn er samt raunverulegur og hefur mikil áhrif á starfsemina. Stöðug krafa um hagræðingu og sparnað skerðir þjónustu við nemendur og rýrir gæði námsins. Vanmönnun eykur álag og dregur úr starfsánægju starfsfólks. Nýtum dýrmæta þekkingu og sköpunarkraft Á sama tíma og grunnfjárveiting HÍ er skorin við nögl hefur verið dregið úr framlagi til opinberra rannsóknasjóða, en rannsóknastyrkir eru forsenda öflugra rannsókna innan HÍ. Slíkir styrkir greiða laun framhaldsnema og nýdoktora sem koma að rannsóknum. Úthlutunarhlutfallið hjá Rannsóknasjóði er komið niður í 17% og við þær aðstæður er verkefnum með hæstu einkunn hafnað. Það er þyngra en tárum taki að sjá unga fólkinu, sem er að hefja sinn feril sem sjálfstæðir rannsakendur, neitað um styrki þrátt fyrir háa einkunn. Enn eitt ár að baki og óvissa um áframhaldið. Þetta fólk hefur yfirleitt lagt í langtímanám erlendis og starfað sem nýdoktorar, oft í virtustu háskólunum. Það hefur verið styrkur okkar að margir af okkar bestu nemendum sækja nám erlendis, kynnast nýjustu rannsóknasviðunum og koma síðan heim með þessa dýrmætu þekkingu. Það er sannarlega dapurlegt þegar slíkir sprotar finna ekki frjóan jarðveg. Af mikilli framsýni og dugnaði er búið að fjárfesta í húsnæði, innviðum og mannauði HÍ. Þetta er fastakostnaður. Aftur á móti er sköpunarkrafturinn sem þar býr vannýttur á meðan fjármagn til rannsókna er af skornum skammti. Það er eins og að nota einungis fyrstu tvo gírana á mótorhjólinu. Að skerða framlög til HÍ og opinberra samkeppnissjóða í sparnaðarskyni er að spara aurinn og kasta krónunni. Magnús Karl skarar fram úr Á tímum sem þessum er einkar mikilvægt fyrir HÍ að eiga sér öflugan leiðtoga. Nú stöndum við frammi fyrir rektorskjöri og að öðrum frambjóðendum ólöstuðum tel ég Magnús Karl Magnússon skara fram úr. Hann brennur fyrir málefnum HÍ og hefur um árabil haldið merki kennslu og vísinda á lofti í fjölmiðlum. HÍ þarf einmitt sterkan málsvara. Ekki einungis til að biðla til stjórnmálamanna, heldur einnig að eiga hreinskiptið og uppbyggilegt samtal við almenning, eins og Magnús Karl hefur sjálfur bent á. Það er þjóðin sem ákveður hvernig háskóla hún vill eiga. Magnús Karl hefur víðtæka reynslu í meginþáttum starfsemi HÍ, kennslu, rannsóknum og stjórnun. Hann hefur fengið lof fyrir kennslu í grunnámi og hefur leiðbeint doktorsnemum. Magnús Karl er öflugur vísindamaður og hefur sinnt ýmsum stjórnunarstörfum, m.a. sem deildarforseti læknadeildar. Það hefur verið ánægjulegt að sjá Magnús Karl sitja fyrir svörum á framboðsfundum því reynsla hans og skilningur á starfsemi og áskorunum HÍ hefur leitt til skjótra og skýrra svara. Svörin eru ekki alltaf þau sem fólk vonast eftir, því Magnús Karl hefur sterka réttlætiskennd og ber hag allra fyrir brjósti. Sýn hans er skýr og grundvallast á þeim göfugu gildum sem hann hefur að leiðarljósi. Ég er sannfærður um að Magnús Karl mun leggja allt sitt af mörkum til að efla HÍ enn frekar að gæðum, vegsauka og virðingu. Ég styð framboð hans af heilum hug. Höfundur er prófessor í efnafræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands (HÍ) er vanfjármagnaður. Fjárframlagið til hans er um þriðjungi minna en meðaltal háskóla á Norðurlöndunum, þar sem starfsemi og verðlag er svipað. Fyrri ríkisstjórnir hafa haft þetta viðmið sem langtímamarkmið en eins og staðan er náum við ekki einu sinni meðaltali OECD. Fjármögnun háskóla bar ekki á góma í umræðu í aðdraganda síðustu kosninga og er ekki að finna í sáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Skilningur hennar á vanda HÍ og metnaður í málefnum hans mun koma í ljós þegar hulunni verður svipt af fjármálaáætlun næstu fimm ára. Fjárhagsvandi HÍ er ekki eins áberandi og langir biðlistar í heilbrigðiskerfinu eða holur í vegakerfinu. Reisuleg og traustvekjandi Aðalbygging HÍ blasir við og skólinn heldur snurðulaust áfram að brautskrá nemendur. Þar er sannarlega unnt að gleðjast yfir ýmsu, bæði á vettvangi kennslu og rannsókna. Fjárskorturinn er samt raunverulegur og hefur mikil áhrif á starfsemina. Stöðug krafa um hagræðingu og sparnað skerðir þjónustu við nemendur og rýrir gæði námsins. Vanmönnun eykur álag og dregur úr starfsánægju starfsfólks. Nýtum dýrmæta þekkingu og sköpunarkraft Á sama tíma og grunnfjárveiting HÍ er skorin við nögl hefur verið dregið úr framlagi til opinberra rannsóknasjóða, en rannsóknastyrkir eru forsenda öflugra rannsókna innan HÍ. Slíkir styrkir greiða laun framhaldsnema og nýdoktora sem koma að rannsóknum. Úthlutunarhlutfallið hjá Rannsóknasjóði er komið niður í 17% og við þær aðstæður er verkefnum með hæstu einkunn hafnað. Það er þyngra en tárum taki að sjá unga fólkinu, sem er að hefja sinn feril sem sjálfstæðir rannsakendur, neitað um styrki þrátt fyrir háa einkunn. Enn eitt ár að baki og óvissa um áframhaldið. Þetta fólk hefur yfirleitt lagt í langtímanám erlendis og starfað sem nýdoktorar, oft í virtustu háskólunum. Það hefur verið styrkur okkar að margir af okkar bestu nemendum sækja nám erlendis, kynnast nýjustu rannsóknasviðunum og koma síðan heim með þessa dýrmætu þekkingu. Það er sannarlega dapurlegt þegar slíkir sprotar finna ekki frjóan jarðveg. Af mikilli framsýni og dugnaði er búið að fjárfesta í húsnæði, innviðum og mannauði HÍ. Þetta er fastakostnaður. Aftur á móti er sköpunarkrafturinn sem þar býr vannýttur á meðan fjármagn til rannsókna er af skornum skammti. Það er eins og að nota einungis fyrstu tvo gírana á mótorhjólinu. Að skerða framlög til HÍ og opinberra samkeppnissjóða í sparnaðarskyni er að spara aurinn og kasta krónunni. Magnús Karl skarar fram úr Á tímum sem þessum er einkar mikilvægt fyrir HÍ að eiga sér öflugan leiðtoga. Nú stöndum við frammi fyrir rektorskjöri og að öðrum frambjóðendum ólöstuðum tel ég Magnús Karl Magnússon skara fram úr. Hann brennur fyrir málefnum HÍ og hefur um árabil haldið merki kennslu og vísinda á lofti í fjölmiðlum. HÍ þarf einmitt sterkan málsvara. Ekki einungis til að biðla til stjórnmálamanna, heldur einnig að eiga hreinskiptið og uppbyggilegt samtal við almenning, eins og Magnús Karl hefur sjálfur bent á. Það er þjóðin sem ákveður hvernig háskóla hún vill eiga. Magnús Karl hefur víðtæka reynslu í meginþáttum starfsemi HÍ, kennslu, rannsóknum og stjórnun. Hann hefur fengið lof fyrir kennslu í grunnámi og hefur leiðbeint doktorsnemum. Magnús Karl er öflugur vísindamaður og hefur sinnt ýmsum stjórnunarstörfum, m.a. sem deildarforseti læknadeildar. Það hefur verið ánægjulegt að sjá Magnús Karl sitja fyrir svörum á framboðsfundum því reynsla hans og skilningur á starfsemi og áskorunum HÍ hefur leitt til skjótra og skýrra svara. Svörin eru ekki alltaf þau sem fólk vonast eftir, því Magnús Karl hefur sterka réttlætiskennd og ber hag allra fyrir brjósti. Sýn hans er skýr og grundvallast á þeim göfugu gildum sem hann hefur að leiðarljósi. Ég er sannfærður um að Magnús Karl mun leggja allt sitt af mörkum til að efla HÍ enn frekar að gæðum, vegsauka og virðingu. Ég styð framboð hans af heilum hug. Höfundur er prófessor í efnafræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar