30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. mars 2025 10:15 Logi Einarsson háskólaráðherra vissi ekki af þrjátíu milljörðum, sem safnast hafa upp á reikningum Menntasjóðs námsmanna, þegar fréttastofa innti hann eftir upplýsingum í síðustu viku. Fjallað er um fjármagnið í hagræðingartillögum starfshóps ríkisstjórnarinnar. Vísir/Vilhelm Fjörutíu milljarðar af endurgreiddu lánsfé Lánasjóðs námsmanna, sem lagður var niður árið 2020, hafa farið í útlán Menntasjóðs námsmanna, sem tók við af LÍN. Á sama tíma hafa þrjátíu milljarðar safnast upp á reikningum MSNM. Háskólaráðherra kannaðist ekki við það þegar fréttastofa spurði hann út í málið föstudaginn 28. febrúar. Vorið 2019 samþykkti Alþingi frumvarp menntamálaráðherra um nýjan Menntasjóð námsmanna, MSNM, sem tók við af Lánasjóði íslenskra námsmanna. Lánasjóðurinn hætti þá að veita lán en er enn til, þar sem mikill fjöldi fólks sem fékk lán hjá LÍN á sínum tíma er enn að greiða þau til baka. Samkvæmt lögum er Menntasjóði eingöngu heimilt að fjármagna útlán sjóðsins í gegnum endurgreiðslur námslána, ríkisframlag og lánsfé, en komið hefur í ljós að útlánin hafi meðal annars verið fjármögnuð af eigin fé LÍN. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fjörutíu milljarðar króna, endurgreiðslur lána, farið af reikningum LÍN í útlán MSNM. Á sama tíma hafa framlög úr ríkissjóði safnast upp á reikningum MSNM, þar sem nú má finna um þrjátíu milljarða króna samkvæmt heimildum fréttastofu. Eftirspurn eftir námslánum minnkað Fjallað er um það í Morgunblaðinu í morgun að þrjátíu milljarðar króna, í eigu ríkisins, liggi á bankabókum MSNM hjá viðskiptabönkunum og á sama tíma nemi óhagstæð lán ríkisins í formi útistandandi ríkisvíxla um 200 milljörðum. Fjallað er um málið í hagræðingartillögum starfshóps ríkisstjórnarinnar, sem kynntar voru á þriðjudag. Þar eru lagðar til breytingar á lausafjárstýringu hjá ríkinu. „Ríkissjóður á töluvert mikið af inneignum í viðskiptabönkum á sama tíma og hann fjármagnar sig á lánum. Fjármála- og efnahagsráðuneytið getur náð fram mikilli hagræðingu með breyttu verklagi í samvinnu Fjársýslu ríkisins og Seðlabanka Íslands. Sérstaklega þarf að skoða lausafé Menntasjóðs námsmanna,“ segir í glærupakka starfshópsins. Haft er eftir Birni Inga Victorssyni í umfjöllun Morgunblaðsins að innistæðurnar séu tilkomnar vegna offjármögnunar Lánasjóðs íslenskra námsmanna en eftirspurn eftir námslánum hafi minnkað töluvert síðustu ár. „Ríkið notar þá væntanlega til góðra verka,“ Fréttastofu hafði borist málið til eyrna í síðustu viku og að loknum ríkisstjórnarfundi, sem fram fór í Reykjanesbæ, var Logi Einarsson, háskólaráðherra, inntur eftir svörum um málið. Logi hefur lagt fram frumvarp í samráðsgátt, um breytingar á lögum um Menntasjóðinn og kemur fram í umsögn um breytingarnar: „...frá gildistöku laganna hafa útlán sjóðsins meðal annars verið fjármögnuð af eigin fé eldra lánasafns sjóðsins, þ.e. Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN).“ „Það er skýrt í lögum að það á að fjármagna nýja sjóðinn, sem var settur á stofn fyrir nokkrum árum, með endurláni úr ríkissjóði. Síðan hafa verið að safnast upp peningar því fólk hefur verið að greiða til baka inn í gamla sjóðinn, gömul námslán. Sá aur á með réttu að fara til ríkissjóðs, þetta eru um 30 milljarðar króna og svo kannski fimm milljarðar á næstu árum,“ sagði Logi í samtali við fréttastofu og skýrði að lán til þeirra sem fái lán hjá MSNM eigi þannig að vera fjármögnuð beint úr ríkissjóði. Hafa þá fjármunir verið að safnast upp hjá sjóðnum, sem hefðu átt að fara í útlán? „Nei, öfugt. Það eru í raun endurgreiðslur í gamla kerfið, sem hefðu átt að fara í ríkissjóð og munu fara þangað og nýi menntasjóðurinn á að fjármagna sig með framlögum úr ríkissjóði. Þetta er tæknilegt atriði.“ Fjármunir eru þá ekki að safnast einhvers staðar upp? „Nei, nei ríkið notar þá væntanlega til góðra verka,“ sagði Logi. Eins og ég heyrði þetta var verið að fjármagna útlán hjá Menntasjóðnum með endurgreiðslunum en á sama tíma hefði verið að koma fjármagn frá ríkissjóði sem hefði verið að safnast upp inni á reikningum Menntasjóðsins. „Ég held ekki.“ Vissi af fjármagninu og svörin byggð á misskilningi Uppfært klukkan 11:00: Tómas Guðjónsson aðstoðarmaður Loga hafði samband við fréttastofu og útskýrði að svör Loga hafi verið byggð á misskilningi. Hann hafi vitað af fjármunum sem safnast hafa upp á reikningum MSNM. Fram kemur í pósti frá Tómasi að breytingar hafi verið gerðar á lögum um Menntasjóðinn á vorþingi 2024 þar sem lögfest var að Menntasjóði væri eingöngu heimilt að fjármagna útlán sjóðsins í gengum Endurlán ríkissjóðs. „Hjá sjóðnum hafa safnast upp rúmlega 30 milljarðar króna í handbæru fé vegna endurgreiðslu eldri lána sem jafnframt er hluti af fjármögnun sjóðsins. Þessir fjármunir eiga með réttu að færast inn í ríkissjóð. Auk þess safnast um 5-6 milljarðar króna árlega vegna endurgreiðslu eldri lána sem eiga að færast í ríkissjóð þar til eldri lán eru greidd upp,“ segir í póstinum. Þar kemur jafnframt fram að 27. janúar síðastliðinn hafi verið gefin út reglugerð nr. 67/2025 um fjármögnun MSNM þar sem fjármögnun sjóðsins er nánar útfærð. Fyrirsögn fréttarinnar var uppfærð eftir útskýringar Tómasar. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Vorið 2019 samþykkti Alþingi frumvarp menntamálaráðherra um nýjan Menntasjóð námsmanna, MSNM, sem tók við af Lánasjóði íslenskra námsmanna. Lánasjóðurinn hætti þá að veita lán en er enn til, þar sem mikill fjöldi fólks sem fékk lán hjá LÍN á sínum tíma er enn að greiða þau til baka. Samkvæmt lögum er Menntasjóði eingöngu heimilt að fjármagna útlán sjóðsins í gegnum endurgreiðslur námslána, ríkisframlag og lánsfé, en komið hefur í ljós að útlánin hafi meðal annars verið fjármögnuð af eigin fé LÍN. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fjörutíu milljarðar króna, endurgreiðslur lána, farið af reikningum LÍN í útlán MSNM. Á sama tíma hafa framlög úr ríkissjóði safnast upp á reikningum MSNM, þar sem nú má finna um þrjátíu milljarða króna samkvæmt heimildum fréttastofu. Eftirspurn eftir námslánum minnkað Fjallað er um það í Morgunblaðinu í morgun að þrjátíu milljarðar króna, í eigu ríkisins, liggi á bankabókum MSNM hjá viðskiptabönkunum og á sama tíma nemi óhagstæð lán ríkisins í formi útistandandi ríkisvíxla um 200 milljörðum. Fjallað er um málið í hagræðingartillögum starfshóps ríkisstjórnarinnar, sem kynntar voru á þriðjudag. Þar eru lagðar til breytingar á lausafjárstýringu hjá ríkinu. „Ríkissjóður á töluvert mikið af inneignum í viðskiptabönkum á sama tíma og hann fjármagnar sig á lánum. Fjármála- og efnahagsráðuneytið getur náð fram mikilli hagræðingu með breyttu verklagi í samvinnu Fjársýslu ríkisins og Seðlabanka Íslands. Sérstaklega þarf að skoða lausafé Menntasjóðs námsmanna,“ segir í glærupakka starfshópsins. Haft er eftir Birni Inga Victorssyni í umfjöllun Morgunblaðsins að innistæðurnar séu tilkomnar vegna offjármögnunar Lánasjóðs íslenskra námsmanna en eftirspurn eftir námslánum hafi minnkað töluvert síðustu ár. „Ríkið notar þá væntanlega til góðra verka,“ Fréttastofu hafði borist málið til eyrna í síðustu viku og að loknum ríkisstjórnarfundi, sem fram fór í Reykjanesbæ, var Logi Einarsson, háskólaráðherra, inntur eftir svörum um málið. Logi hefur lagt fram frumvarp í samráðsgátt, um breytingar á lögum um Menntasjóðinn og kemur fram í umsögn um breytingarnar: „...frá gildistöku laganna hafa útlán sjóðsins meðal annars verið fjármögnuð af eigin fé eldra lánasafns sjóðsins, þ.e. Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN).“ „Það er skýrt í lögum að það á að fjármagna nýja sjóðinn, sem var settur á stofn fyrir nokkrum árum, með endurláni úr ríkissjóði. Síðan hafa verið að safnast upp peningar því fólk hefur verið að greiða til baka inn í gamla sjóðinn, gömul námslán. Sá aur á með réttu að fara til ríkissjóðs, þetta eru um 30 milljarðar króna og svo kannski fimm milljarðar á næstu árum,“ sagði Logi í samtali við fréttastofu og skýrði að lán til þeirra sem fái lán hjá MSNM eigi þannig að vera fjármögnuð beint úr ríkissjóði. Hafa þá fjármunir verið að safnast upp hjá sjóðnum, sem hefðu átt að fara í útlán? „Nei, öfugt. Það eru í raun endurgreiðslur í gamla kerfið, sem hefðu átt að fara í ríkissjóð og munu fara þangað og nýi menntasjóðurinn á að fjármagna sig með framlögum úr ríkissjóði. Þetta er tæknilegt atriði.“ Fjármunir eru þá ekki að safnast einhvers staðar upp? „Nei, nei ríkið notar þá væntanlega til góðra verka,“ sagði Logi. Eins og ég heyrði þetta var verið að fjármagna útlán hjá Menntasjóðnum með endurgreiðslunum en á sama tíma hefði verið að koma fjármagn frá ríkissjóði sem hefði verið að safnast upp inni á reikningum Menntasjóðsins. „Ég held ekki.“ Vissi af fjármagninu og svörin byggð á misskilningi Uppfært klukkan 11:00: Tómas Guðjónsson aðstoðarmaður Loga hafði samband við fréttastofu og útskýrði að svör Loga hafi verið byggð á misskilningi. Hann hafi vitað af fjármunum sem safnast hafa upp á reikningum MSNM. Fram kemur í pósti frá Tómasi að breytingar hafi verið gerðar á lögum um Menntasjóðinn á vorþingi 2024 þar sem lögfest var að Menntasjóði væri eingöngu heimilt að fjármagna útlán sjóðsins í gengum Endurlán ríkissjóðs. „Hjá sjóðnum hafa safnast upp rúmlega 30 milljarðar króna í handbæru fé vegna endurgreiðslu eldri lána sem jafnframt er hluti af fjármögnun sjóðsins. Þessir fjármunir eiga með réttu að færast inn í ríkissjóð. Auk þess safnast um 5-6 milljarðar króna árlega vegna endurgreiðslu eldri lána sem eiga að færast í ríkissjóð þar til eldri lán eru greidd upp,“ segir í póstinum. Þar kemur jafnframt fram að 27. janúar síðastliðinn hafi verið gefin út reglugerð nr. 67/2025 um fjármögnun MSNM þar sem fjármögnun sjóðsins er nánar útfærð. Fyrirsögn fréttarinnar var uppfærð eftir útskýringar Tómasar.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira