Lin Jian, talsmaður utanríkisráðuneytisins, sagði í vikunni að stjórnvöld í Kína ráðlegðu Bandaríkjamönnum að hætta að setja sig í hlutverk „bullunar“ og velja þess í stað samtal og samvinnu.
Ummælum talsmannsins um tollastríð „eða annað stríð“ var deilt á samfélagsmiðlum af sendiráði Kína í Bandaríkjunum.
If the U.S. truly wants to solve the #fentanyl issue, then the right thing to do is to consult with China by treating each other as equals.
— Chinese Embassy in US (@ChineseEmbinUS) March 5, 2025
If war is what the U.S. wants, be it a tariff war, a trade war or any other type of war, we’re ready to fight till the end. https://t.co/crPhO02fFE
Lin var spurður út í það í gær hvað hann hefði átt við þegar hann talaði um mögulegt „annað stríð“ og svaraði þá að ef Bandaríkjamenn hefðu annað í huga en samvinnu og væru staðráðnir í að ganga gegn hagsmunum Kína, þá myndu Kínverjar berjast til hins síðasta.
Talsmaðurinn sagði allt tal um tolla sem refsiaðgerðir fyrir innflutning fentanyls til Bandaríkjanna fyrirslátt. Kínverjar hafa brugðist við tollum Bandaríkjastjórnar með því að leggja allt að fimmtán prósent toll á ýmsar landbúnaðarvörur frá Bandaríkjunum.