Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. mars 2025 19:56 Hrafn Splidt Þorvaldsson og félagar hans í SUF hafa hrint af stað söfnun fyrir Ragnar Þór Ingólfsson. Tiktok/Vísir/Vilhelm Samband ungra Framsóknarmanna (SUF) hefur hrint af stað söfnun til að stækka neyðarsjóð Ragnars Þórs Ingólfssonar, þingmanns Flokks fólksins og fyrrverandi formanns VR. Í síðustu viku var greint frá því að Ragnar Þór hefði fengið greidd sex mánaða biðlaun og uppsafnað orlof frá VR í formi 10,2 milljóna króna eingreiðslu eftir að hann lét af störfum hjá verkalýðsfélaginu. Sjá einnig: Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hann sagði framlínufólk verkalýðsbaráttunnar oft eiga erfitt á vinnumarkaði eftir að það hættir að starfa fyrir verkalýðsfélögin og að milljónirnar færu í neyðarsjóð fjölskyldunnar. Ákvörðun Ragnars var gagnrýnd af fólki úr ýmsum áttum, þar á meðal af öllum fjórum frambjóðendum til formanns VR og hluta af núverandi stjórn verkalýðsfélagsins. Einn hópur sem fagnar ákvörðun Ragnars eru ungir Framsóknarmenn sem birta ansi háðskt myndband um málið á TikTok. @ungframsokn Hjálpum Ragnari 😭 ♬ original sound - UngFramsókn Kjörnir fulltrúar eigi að njóta forgangs Hrafn Splidt Þorvaldsson, stjórnarmaður í SUF, rekur í myndbandinu stuttlega biðlaunagreiðsluna sem Ragnar fékk og segir Unga Framsóknarmenn spyrja sig hvort milljónirnar tíu sé nóg. „Síðan Ragnar Þór varð formaður VR árið 2017 hefur hann þurft að lifa á aðeins 1,3 milljónum á mánuði. Næstu fjögur árin má búast við 1,6 milljónum á mánuði sem þingmaður en hvað svo?“ segir Hrafn í myndbandinu. Hrafn rifjar upp í myndbandinu þegar Ragnar gagnrýndi að Gunnar Páll Pálsson skyldi fá sjö milljón króna starfslokasamning frá VR árið 2009 og sagði stéttarfélagið þurfa að fara í alvarlega naflaskoðun vegna þess. „En þetta er bara þvæla og ætti Ragnar Þór algjörlega að hunsa það sem Ragnar Þór sagði 2009. Enda eigi kjörnar fulltrúar að njóta forgangs,“ segir Hrafn. Stjórnunarstéttin eigi erfitt Ungir Framsóknarmenn hafi í anda þess og í anda þverpólitískrar samstöðu ákveðið að stofna GoFundMe-söfnun fyrir neyðarsjóð Ragnars „svo hann muni aldrei þurfa að taka þá áhættu að þurfa að lifa eins og við hin,“ segir Hrafn í myndbandinu. „Fyrir aðeins tvö þúsund krónur getur þú hjálpað Ragnari að öðlast ennþá meiri pening því það gleymist oft í umræðunni að það er stjórnunarstéttin sem hefur það erfiðast á þessum tíma,“ segir hann loks. SUF hafa sett markið hátt og ætla sér að safna 13 þúsund Bandaríkjadölum, um 1,7 milljón króna, fyrir Ragnar. Enn sem komið er hafa einungis safnast rúmlega átta þúsund krónur. Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Í síðustu viku var greint frá því að Ragnar Þór hefði fengið greidd sex mánaða biðlaun og uppsafnað orlof frá VR í formi 10,2 milljóna króna eingreiðslu eftir að hann lét af störfum hjá verkalýðsfélaginu. Sjá einnig: Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hann sagði framlínufólk verkalýðsbaráttunnar oft eiga erfitt á vinnumarkaði eftir að það hættir að starfa fyrir verkalýðsfélögin og að milljónirnar færu í neyðarsjóð fjölskyldunnar. Ákvörðun Ragnars var gagnrýnd af fólki úr ýmsum áttum, þar á meðal af öllum fjórum frambjóðendum til formanns VR og hluta af núverandi stjórn verkalýðsfélagsins. Einn hópur sem fagnar ákvörðun Ragnars eru ungir Framsóknarmenn sem birta ansi háðskt myndband um málið á TikTok. @ungframsokn Hjálpum Ragnari 😭 ♬ original sound - UngFramsókn Kjörnir fulltrúar eigi að njóta forgangs Hrafn Splidt Þorvaldsson, stjórnarmaður í SUF, rekur í myndbandinu stuttlega biðlaunagreiðsluna sem Ragnar fékk og segir Unga Framsóknarmenn spyrja sig hvort milljónirnar tíu sé nóg. „Síðan Ragnar Þór varð formaður VR árið 2017 hefur hann þurft að lifa á aðeins 1,3 milljónum á mánuði. Næstu fjögur árin má búast við 1,6 milljónum á mánuði sem þingmaður en hvað svo?“ segir Hrafn í myndbandinu. Hrafn rifjar upp í myndbandinu þegar Ragnar gagnrýndi að Gunnar Páll Pálsson skyldi fá sjö milljón króna starfslokasamning frá VR árið 2009 og sagði stéttarfélagið þurfa að fara í alvarlega naflaskoðun vegna þess. „En þetta er bara þvæla og ætti Ragnar Þór algjörlega að hunsa það sem Ragnar Þór sagði 2009. Enda eigi kjörnar fulltrúar að njóta forgangs,“ segir Hrafn. Stjórnunarstéttin eigi erfitt Ungir Framsóknarmenn hafi í anda þess og í anda þverpólitískrar samstöðu ákveðið að stofna GoFundMe-söfnun fyrir neyðarsjóð Ragnars „svo hann muni aldrei þurfa að taka þá áhættu að þurfa að lifa eins og við hin,“ segir Hrafn í myndbandinu. „Fyrir aðeins tvö þúsund krónur getur þú hjálpað Ragnari að öðlast ennþá meiri pening því það gleymist oft í umræðunni að það er stjórnunarstéttin sem hefur það erfiðast á þessum tíma,“ segir hann loks. SUF hafa sett markið hátt og ætla sér að safna 13 þúsund Bandaríkjadölum, um 1,7 milljón króna, fyrir Ragnar. Enn sem komið er hafa einungis safnast rúmlega átta þúsund krónur.
Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira