LeBron skoraði 34 stig þegar Los Angeles Lakers sigraði New Orleans Pelicans í nótt, 136-115. Hann rauf fimmtíu þúsund stiga múrinn snemma í 1. leikhluta þegar hann setti niður þriggja stiga skot eftir sendingu frá Luka Doncic. Það var fyrsta skot LeBrons í leiknum.
LeBron James' historic night led the Lakers to their 7th straight win!
— NBA (@NBA) March 5, 2025
👑 34 PTS
👑 8 REB
👑 6 AST
👑 2 BLK
👑 5 3PM
The FIRST member of the 50,000 (combined reg. season & playoffs) PTS club: @KingJames! pic.twitter.com/HIlqtnN8LG
„Ég ætla ekkert að tala í kringum þetta. Þetta eru helvíti mörg stig. Ég er mjög lánsamur að hafa náð að skora svona mörg stig í bestu deild í heimi og gegn bestu leikmönnum í heimi. Þetta er frekar einstakt,“ sagði hinn LeBron.
Þessi fertugi leikmaður, sem hefur leikið í NBA frá 2003, hefur nú skorað 41.871 stig í deildarkeppni NBA auk 8.162 stiga í úrslitakeppninni. Samanlagt gera þetta 50.033 stig.
50K CAREER POINTS for the #ScoringKing in the regular season and playoffs combined!
— NBA (@NBA) March 5, 2025
Congrats, LeBron 👑 pic.twitter.com/jseDpQwucc
Síðan LeBron varð fertugur 30. desember í fyrra er hann með 26,4 stig að meðaltali í leik, 8,2 fráköst og 8,1 stoðsendingu. Skotnýtingin er 54,1 prósent og 42,3 prósent í þriggja stiga skotum.
Lakers hefur verið á góðu skriði að undanförnu, unnið sjö leiki í röð, sautján af síðustu tuttugu leikjum og er komið upp í 2. sæti Vesturdeildarinnar.