Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar 4. mars 2025 22:31 „Maður einfaldlega skilur allt betur sem Magnús Karl kennir,“ sagði læknanemi þegar kennsla hans í lyfjafræði barst í tal. Magnús Karl er einn þeirra kennara sem kenna efnið á mjög áhugaverðan og eftirminnilegan máta. Strax á fyrstu glæru spurði hann okkur nemendurna opinna spurninga um námsefnið, spurninga sem smám saman urðu hnitmiðaðri. Með samtalið að vopni höfðum við spannað efni fyrirlestursins áður en fyrstu glæru sleppti. Skilningur hans á námsefninu var slíkur að hann þurfti hvorki blað né glærur sér til stuðnings. Magnús Karl hefur botnlausa ástríðu fyrir námsefninu sem smitast til nemenda hans. Með jákvæðni, trú og einstakri kennsluhæfni nær hann því besta úr öllum þeim sem þreytt hafa námskeið hjá honum. Það er því engin furða að hann hafi fengið bæði kennsluverðlaun frá félagi læknanema og síðar heiðursverðlaun félagsins. Á þeirri löngu vegferð sem læknanám er höfum við nemendur kynnst góðum kennurum sem eru jafnframt stórir persónuleikar. Á slíku ferðalagi safnar maður þeim eiginleikum í sarpinn sem eru eftirsóknarverðir og reynir að tileinka sér þá. Þannig geta góðir kennarar haft mótandi áhrif á nemendur, langt út fyrir námskrá. Magnús Karl er einn þessara kennara, ekki aðeins vegna yfirburðaþekkingar og ástríðu fyrir námsefninu heldur einnig vegna þess hvernig hann nálgast nemendur af virðingu. Hann er eldhugi með einstaka samskiptahæfni og góða nærveru. Með þekkingu, ástríðu og góðri samskiptahæfni er ekki nokkur vafi í mínum huga að Magnús Karl verður frábær rektor. Hann hefur skilning á gildi menntunar fyrir íslenskt samfélag og að Háskóli Íslands gegni þar veigamiklu hlutverki. Menntun er lykill að framþróun, velferð og þroskuðu menningarsamfélagi sem komandi kynslóðir geta notið sín í. Það má aldrei gleymast. Magnús Karl hefur alla burði til þess að tala fyrir þessum gildum. Hann gerir sér jafnframt grein fyrir því að til þess að auka gæði menntunar þarf að skapa nemendum aðstæður til þess að geta helgað sig náminu sem best. Af þessum ástæðum mun ég styðja Magnús Karl Magnússon heilshugar í komandi rektorskjöri. Höfundur er 5. árs læknanemi við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Sjá meira
„Maður einfaldlega skilur allt betur sem Magnús Karl kennir,“ sagði læknanemi þegar kennsla hans í lyfjafræði barst í tal. Magnús Karl er einn þeirra kennara sem kenna efnið á mjög áhugaverðan og eftirminnilegan máta. Strax á fyrstu glæru spurði hann okkur nemendurna opinna spurninga um námsefnið, spurninga sem smám saman urðu hnitmiðaðri. Með samtalið að vopni höfðum við spannað efni fyrirlestursins áður en fyrstu glæru sleppti. Skilningur hans á námsefninu var slíkur að hann þurfti hvorki blað né glærur sér til stuðnings. Magnús Karl hefur botnlausa ástríðu fyrir námsefninu sem smitast til nemenda hans. Með jákvæðni, trú og einstakri kennsluhæfni nær hann því besta úr öllum þeim sem þreytt hafa námskeið hjá honum. Það er því engin furða að hann hafi fengið bæði kennsluverðlaun frá félagi læknanema og síðar heiðursverðlaun félagsins. Á þeirri löngu vegferð sem læknanám er höfum við nemendur kynnst góðum kennurum sem eru jafnframt stórir persónuleikar. Á slíku ferðalagi safnar maður þeim eiginleikum í sarpinn sem eru eftirsóknarverðir og reynir að tileinka sér þá. Þannig geta góðir kennarar haft mótandi áhrif á nemendur, langt út fyrir námskrá. Magnús Karl er einn þessara kennara, ekki aðeins vegna yfirburðaþekkingar og ástríðu fyrir námsefninu heldur einnig vegna þess hvernig hann nálgast nemendur af virðingu. Hann er eldhugi með einstaka samskiptahæfni og góða nærveru. Með þekkingu, ástríðu og góðri samskiptahæfni er ekki nokkur vafi í mínum huga að Magnús Karl verður frábær rektor. Hann hefur skilning á gildi menntunar fyrir íslenskt samfélag og að Háskóli Íslands gegni þar veigamiklu hlutverki. Menntun er lykill að framþróun, velferð og þroskuðu menningarsamfélagi sem komandi kynslóðir geta notið sín í. Það má aldrei gleymast. Magnús Karl hefur alla burði til þess að tala fyrir þessum gildum. Hann gerir sér jafnframt grein fyrir því að til þess að auka gæði menntunar þarf að skapa nemendum aðstæður til þess að geta helgað sig náminu sem best. Af þessum ástæðum mun ég styðja Magnús Karl Magnússon heilshugar í komandi rektorskjöri. Höfundur er 5. árs læknanemi við Háskóla Íslands
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun