„Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Jón Þór Stefánsson skrifar 4. mars 2025 21:21 Óskar hefur starfað sem veitingamaður síðan 1990. Krabbameinsfélagið. Óskar Finnsson, veitingamaður, greindist með heilakrabbamein í byrjun árs 2019. Hann tók þá ákvörðun snemma í ferlinu að hann skyldi gera allt í sínu valdi til að vera lengur með fjölskyldu sinni. Hann segir sögu sína í myndbandi Krabbameinsfélagsins sem er gefið út í tilefni Mottumars. „Þegar læknirinn var að útskýra þetta fyrir okkur hjónunum hversu alvarlegt þetta væri spurði konan mín: „Á hann bara tíu ár eftir?“ Læknirinn sagði: „Nei, nei, nei“,“ lýsir hann. Óskar segir eiginkonu sína þá hafa spurt: „Já, þá fimm?“ og læknirinn svaraði: „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum.“ Líkt og áður segir ákvað Óskar að gera allt svo hann gæti verið lengur með fjölskyldunni. „Þannig þegar kallið kæmi þá gæti ég sagt: Ég gerði mitt besta og meira gat ég ekki gert.“ Í kjölfarið lagaði hann mataræðið. Hann tók sykurinn út sem og ýmist sem hann hafði leyft sér dagsdaglega. „Ég þurfti að synja mér um allt sem mér þótti gott. Í raun og veru í tæp tvö ár borðaði ég næstum því bara eitthvað sem mig langaði ekki í.“ Þar að auki fór Óskar alltaf í ræktina. „Auðvitað var ég ekki að lyfta stóru lóðunum sem strákarnir mínir voru að lyfta. Ég var bara með mín tvö til þrjú kíló, en ég fór og hreyfði mig,“ segir Óskar. „Maður vill alltaf einhverja töfraformúlu. Maður vill að læknirinn rétti manni eina töflu eða tvær og segi: „Svo verður þú bara fínn á morgun.“ En það er ekki þannig. Þetta er mataræðið, hugarfarið og hreyfingin.“ Gefur honum styrk að hjálpa fjölskyldunni Óskar segir síðan að þau hjónin hafi farið saman til sálfræðingsins. „Það var algjör bylting fyrir okkur. Ég var veiki maðurinn. Ég var sá sem átti bágt. Það var ekkert að konunni minni. Hún sat hins vegar uppi með veika manninn.“ Að sögn Óskars hefur veitingarekstur fjölskyldunnar gefið honum rosalega mikið í baráttunni. „Þar hef ég fengið að vera flest hádegi í vikunni, að hjálpa þeim, fylla á vatnsflöskur, hreinsa borðin, gera gagn, vera til staðar. Ég þarf ekkert að fara í allar þessar utanlandsferðir. Að fá að vera með fjölskyldunni sinni að gera það sem ég er búinn að vera að gera alla ævi, að vera innan um fólk og þjónusta fólk, það er það sem gefur mér kraft og styrk.“ Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Eru geimverur meðal okkar? Lífið samstarf Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fleiri fréttir Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Sjá meira
Hann segir sögu sína í myndbandi Krabbameinsfélagsins sem er gefið út í tilefni Mottumars. „Þegar læknirinn var að útskýra þetta fyrir okkur hjónunum hversu alvarlegt þetta væri spurði konan mín: „Á hann bara tíu ár eftir?“ Læknirinn sagði: „Nei, nei, nei“,“ lýsir hann. Óskar segir eiginkonu sína þá hafa spurt: „Já, þá fimm?“ og læknirinn svaraði: „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum.“ Líkt og áður segir ákvað Óskar að gera allt svo hann gæti verið lengur með fjölskyldunni. „Þannig þegar kallið kæmi þá gæti ég sagt: Ég gerði mitt besta og meira gat ég ekki gert.“ Í kjölfarið lagaði hann mataræðið. Hann tók sykurinn út sem og ýmist sem hann hafði leyft sér dagsdaglega. „Ég þurfti að synja mér um allt sem mér þótti gott. Í raun og veru í tæp tvö ár borðaði ég næstum því bara eitthvað sem mig langaði ekki í.“ Þar að auki fór Óskar alltaf í ræktina. „Auðvitað var ég ekki að lyfta stóru lóðunum sem strákarnir mínir voru að lyfta. Ég var bara með mín tvö til þrjú kíló, en ég fór og hreyfði mig,“ segir Óskar. „Maður vill alltaf einhverja töfraformúlu. Maður vill að læknirinn rétti manni eina töflu eða tvær og segi: „Svo verður þú bara fínn á morgun.“ En það er ekki þannig. Þetta er mataræðið, hugarfarið og hreyfingin.“ Gefur honum styrk að hjálpa fjölskyldunni Óskar segir síðan að þau hjónin hafi farið saman til sálfræðingsins. „Það var algjör bylting fyrir okkur. Ég var veiki maðurinn. Ég var sá sem átti bágt. Það var ekkert að konunni minni. Hún sat hins vegar uppi með veika manninn.“ Að sögn Óskars hefur veitingarekstur fjölskyldunnar gefið honum rosalega mikið í baráttunni. „Þar hef ég fengið að vera flest hádegi í vikunni, að hjálpa þeim, fylla á vatnsflöskur, hreinsa borðin, gera gagn, vera til staðar. Ég þarf ekkert að fara í allar þessar utanlandsferðir. Að fá að vera með fjölskyldunni sinni að gera það sem ég er búinn að vera að gera alla ævi, að vera innan um fólk og þjónusta fólk, það er það sem gefur mér kraft og styrk.“
Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Eru geimverur meðal okkar? Lífið samstarf Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fleiri fréttir Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Sjá meira