Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 4. mars 2025 21:32 Þegar tengdadóttir mín flutti vestur á Ísafjörð úr Garðabæ, fannst henni áberandi hvað fólk var upptekið af fluginu, hvort væri flugveður, yrði flogið eða það fellt niður. Jafnvel þótt fólk væri ekki að fara nýta sér þessa þjónustu í það skipti. Á Ísafirði er þetta umræðuefni ágæt opnun á samskipti manna á milli í Nettó, flestir eru meðvitaðir og eru tilbúnir í samtalið. Flugsamgöngur við Vestfirði eru íbúum mjög mikilvægar, líka þótt samgöngur landleiðis hafi farið batnandi síðustu áratug. Þetta er einu almenningssamgöngurnar á norðanverðum Vestfjörðum við aðra landshluta. Samgöngubætur á láði hafa stórbatnað undanfarin áratug þótt eitthvað sé í land þá sjáum við, sem búum á norðanverðum Vestfjörðum fram á að i allra nánustu framtíð að hafa um tvær leiðir að velja þegar við viljum aka uppbyggðan nútímaveg út úr fjórðungnum. Þegar uppbygging leiðarinnar frá Ísafirði yfir Dynjandisheiðina, suður í gegnum Gufudalssveit verður lokið á eru 400 kílómetrar frá Ísafirði niður í Vatnsmýrina í Reykjavík. Það er framför en samt sem áður þurfum við tryggt flug sem almenningssamgöngurvið svæðið. Auk þess er nauðsynlegt að tryggja rekstur flugvallarins á Ísafirði vegna sjúkraflugs, sá kostnaður leggst ekki niður þar sem sjúkraflugi hefur fjölgað verulega síðustu árin og má búast við að þeim fjölgi enn frekar. Alltaf eru einhverjir sem eiga ekki kost á að aka þessa leið. Börn á leið til forsjáraðila, fólk að sækja sér heilbrigðisþjónustu o.s.frv. Þá eru einhverjir dagar á ári sem aðstæður eru þannig að allir leiðar eru ófærar vegna snjóa en hægt að fljúga. Flugvöllurinn á Ísafirði Þeir sem hafa flogið til og frá Ísafirði þekkja vel að aðstæður til lendingar eru viðkvæmar og í raun er flugvöllurinn á Ísafirði á undanþágu vegna öryggis og hvað ef sú undanþága fæst ekki lengur? Guðjón Brjánsson fyrrverandi þingmaður NV kjördæmis lagði fram þingsályktun á Alþingi árið 2018 sem ég studdi um að ráðist yrði í staðarvalskönnun fyrir nýjan flugvöll fyrir Vestfjarðafjórðung, sú tillaga náði því miður ekki í gegn. Með bættum samgöngum innan fjórðungsins er fyrir löngu komin tími til að ráðast í slíka framkvæmd. Það er staðreynd að til að finna öruggasta flugvallarstæðið þarf að fara út úr þröngum fjörðum Vestfjarða til að tryggja bestu lendingaaðstæður. Fólki er tíðrætt um Þingeyrarflugvöll en staðreyndin er að þar eru ekki nægjanlega góð skilyrði fremur en á Ísafirði. Flugvöllurinn á Þingeyri er sjónflugsvöllurinn og ekki hægt að fljúga blindaðflug vegna fjalla í grennd. Enn fremur er brautin í vestanverðum Dýrafirði, nærri hæsta og krappasta fjallgarði á Vestfjörðum. Höldum fluginu á lofti Það er ekkert heilagt að Icelandair fljúgi hingað vestur heldur er það mikilvægt að flugið sé tryggt. Náði seinni vélin að lenda? Þegar spurt er að þessu ertu orðin Ísfirðingur, tengdadóttir mín er nú í fæðingarorlofi á Seljalandsveginum á Ísafirði með gott útsýni yfir flugvöllinn og þegar ég renni við þá er það fastur liður að fara yfir hvernig flugið hafi gengið þann daginn. Jú hún á orðið lögheimili þar ásamt logninu á Ísafirði. Höfundur er Vestfirðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Ísafjarðarbær Samgöngur Halla Signý Kristjánsdóttir Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Þegar tengdadóttir mín flutti vestur á Ísafjörð úr Garðabæ, fannst henni áberandi hvað fólk var upptekið af fluginu, hvort væri flugveður, yrði flogið eða það fellt niður. Jafnvel þótt fólk væri ekki að fara nýta sér þessa þjónustu í það skipti. Á Ísafirði er þetta umræðuefni ágæt opnun á samskipti manna á milli í Nettó, flestir eru meðvitaðir og eru tilbúnir í samtalið. Flugsamgöngur við Vestfirði eru íbúum mjög mikilvægar, líka þótt samgöngur landleiðis hafi farið batnandi síðustu áratug. Þetta er einu almenningssamgöngurnar á norðanverðum Vestfjörðum við aðra landshluta. Samgöngubætur á láði hafa stórbatnað undanfarin áratug þótt eitthvað sé í land þá sjáum við, sem búum á norðanverðum Vestfjörðum fram á að i allra nánustu framtíð að hafa um tvær leiðir að velja þegar við viljum aka uppbyggðan nútímaveg út úr fjórðungnum. Þegar uppbygging leiðarinnar frá Ísafirði yfir Dynjandisheiðina, suður í gegnum Gufudalssveit verður lokið á eru 400 kílómetrar frá Ísafirði niður í Vatnsmýrina í Reykjavík. Það er framför en samt sem áður þurfum við tryggt flug sem almenningssamgöngurvið svæðið. Auk þess er nauðsynlegt að tryggja rekstur flugvallarins á Ísafirði vegna sjúkraflugs, sá kostnaður leggst ekki niður þar sem sjúkraflugi hefur fjölgað verulega síðustu árin og má búast við að þeim fjölgi enn frekar. Alltaf eru einhverjir sem eiga ekki kost á að aka þessa leið. Börn á leið til forsjáraðila, fólk að sækja sér heilbrigðisþjónustu o.s.frv. Þá eru einhverjir dagar á ári sem aðstæður eru þannig að allir leiðar eru ófærar vegna snjóa en hægt að fljúga. Flugvöllurinn á Ísafirði Þeir sem hafa flogið til og frá Ísafirði þekkja vel að aðstæður til lendingar eru viðkvæmar og í raun er flugvöllurinn á Ísafirði á undanþágu vegna öryggis og hvað ef sú undanþága fæst ekki lengur? Guðjón Brjánsson fyrrverandi þingmaður NV kjördæmis lagði fram þingsályktun á Alþingi árið 2018 sem ég studdi um að ráðist yrði í staðarvalskönnun fyrir nýjan flugvöll fyrir Vestfjarðafjórðung, sú tillaga náði því miður ekki í gegn. Með bættum samgöngum innan fjórðungsins er fyrir löngu komin tími til að ráðast í slíka framkvæmd. Það er staðreynd að til að finna öruggasta flugvallarstæðið þarf að fara út úr þröngum fjörðum Vestfjarða til að tryggja bestu lendingaaðstæður. Fólki er tíðrætt um Þingeyrarflugvöll en staðreyndin er að þar eru ekki nægjanlega góð skilyrði fremur en á Ísafirði. Flugvöllurinn á Þingeyri er sjónflugsvöllurinn og ekki hægt að fljúga blindaðflug vegna fjalla í grennd. Enn fremur er brautin í vestanverðum Dýrafirði, nærri hæsta og krappasta fjallgarði á Vestfjörðum. Höldum fluginu á lofti Það er ekkert heilagt að Icelandair fljúgi hingað vestur heldur er það mikilvægt að flugið sé tryggt. Náði seinni vélin að lenda? Þegar spurt er að þessu ertu orðin Ísfirðingur, tengdadóttir mín er nú í fæðingarorlofi á Seljalandsveginum á Ísafirði með gott útsýni yfir flugvöllinn og þegar ég renni við þá er það fastur liður að fara yfir hvernig flugið hafi gengið þann daginn. Jú hún á orðið lögheimili þar ásamt logninu á Ísafirði. Höfundur er Vestfirðingur
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun