Fundurinn er annar í röðinni af fundum um vindorkumál sem KPMG skipuleggur en haustið 2023 hélt KPMG morgunfund sem bar yfirskriftina „Með vindinn í fangið“ og einblíndi á hvernig hægt væri að ná sátt allra hagsmunaaðila um nýtingu vindorku og framtíðarmöguleika slíkrar nýtingar á Íslandi.
„Á síðustu misserum hefur verið mikill framgangur í þróun nýtingar vindorku á Íslandi og nú hillir undir uppbyggingu á fyrsta vindorkugarði á Íslandi. Því er tilvalið að fara yfir stöðu mála og hvað hefur áunnist á undanförnum misserum,“ segir í tilkynningu.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
Jóhann Páll Jóhannsson, ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála ávarpar fundinn.
Vindorkuvegferð Landsvirkjunar
Bjarni Pálsson, framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun
Möguleikar til orkugeymslu og afmörkun svæða til einföldunar leyfisveitinga
Anna-Bryndís Zingsheim Rúnudóttir, verkefnastjóri hjá KPMG
Er hægt að ná sátt með því að tekjur skili sér í ríkari mæli til nærsamfélaga?
Sylvía Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri hjá KPMG
Framtíðarsýn vindorku á Íslandi
Hilmar Gunnlaugsson, formaður starfshóps um nýtingu vindorku
Pallborðsumræður
Þátttakendur í pallborðsumræðum verða: Katrín Helga Hallgrímsdóttir, lögfræðingur Samorku, Magnús G. Erlendsson, meðeigandi hjá KPMG, Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra og Þorsteinn Arnalds, verkefnastjóri hjá HMS. Róbert Ragnarsson, meðeigandi hjá KPMG stýrir pallborðsumræðum.