Eldrauður dagur í Kauphöllinni Árni Sæberg skrifar 4. mars 2025 16:53 Staðan var verri í lok dags en þegar kauphallarbjöllunni frægu var hringt í morgun. Vísir/Vilhelm Gengi hlutabréfa allra félaga á aðalmarkaði Kauphallarinnar lækkaði í dag og úrvalsvísitalan lækkaði um tæp fjögur prósent. Tvískráðu félögin og flugfélögin fóru verst út úr deginum. Fjármálamarkaðir um allan heim hafa titrað í dag í kjölfar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um hækkaða tolla gagnvart Kína, Mexíkó og Kanada. Markaðurinn hér heima fór ekki varhluta af tíðindunum en sjaldséður alrauður dagur var í Kauphöllinni. Ekkert félag slapp við lækkun hlutabréfaverðs en fiskeldisfélagið Kaldvík slapp billegast með lækkun upp á 0,39 krónur í örviðskiptum upp á þrjár milljónir króna. Úrvalsvísitalan ekki lægri í þrjá mánuði Úrvalsvísitalan, sem lækkaði um 3,95 prósent í dag og stendur í 2.747,71 stigi, hefur ekki verið lægri síðan í byrjun desember í fyrra. Gengi hlutabréfa í Oculis, sem hefur hækkað verulega síðan félagið var skráð á markað í apríl í fyrra, lækkaði mest allra félaga í dag eða um 7,3 prósent. Félagið er bæði skráð á markað hér á landi og í Bandaríkjunum. Annað slíkt félag er Alvotech en gengi þess lækkaði næstmest eða um 6,31 prósent. Gengi bréfa í þriðja tvískráða félaginu, JBT Marel, lækkaði heldur minna en þó um 4,89 prósent og það í viðskiptum upp á aðeins tíu milljónir króna. Velta með bréf hinna tveggja var talsvert meiri. Lítið hreyfing með bréf Play en talsverð lækkun Icelandair lækkaði þriðja mest allra félaga, um 6,3 prósent í ríflega 100 milljóna króna viðskiptum. Hitt flugfélagið, Play, lækkaði litlu minna, um 6,08 prósent en það í nánast engum viðskiptum. Þá má nefna að gengi bréfa námafélagsins Amaroq á Grænlandi lækkaði um 5,65 prósent í dag. Kauphöllin Bandaríkin Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Fjármálamarkaðir um allan heim hafa titrað í dag í kjölfar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um hækkaða tolla gagnvart Kína, Mexíkó og Kanada. Markaðurinn hér heima fór ekki varhluta af tíðindunum en sjaldséður alrauður dagur var í Kauphöllinni. Ekkert félag slapp við lækkun hlutabréfaverðs en fiskeldisfélagið Kaldvík slapp billegast með lækkun upp á 0,39 krónur í örviðskiptum upp á þrjár milljónir króna. Úrvalsvísitalan ekki lægri í þrjá mánuði Úrvalsvísitalan, sem lækkaði um 3,95 prósent í dag og stendur í 2.747,71 stigi, hefur ekki verið lægri síðan í byrjun desember í fyrra. Gengi hlutabréfa í Oculis, sem hefur hækkað verulega síðan félagið var skráð á markað í apríl í fyrra, lækkaði mest allra félaga í dag eða um 7,3 prósent. Félagið er bæði skráð á markað hér á landi og í Bandaríkjunum. Annað slíkt félag er Alvotech en gengi þess lækkaði næstmest eða um 6,31 prósent. Gengi bréfa í þriðja tvískráða félaginu, JBT Marel, lækkaði heldur minna en þó um 4,89 prósent og það í viðskiptum upp á aðeins tíu milljónir króna. Velta með bréf hinna tveggja var talsvert meiri. Lítið hreyfing með bréf Play en talsverð lækkun Icelandair lækkaði þriðja mest allra félaga, um 6,3 prósent í ríflega 100 milljóna króna viðskiptum. Hitt flugfélagið, Play, lækkaði litlu minna, um 6,08 prósent en það í nánast engum viðskiptum. Þá má nefna að gengi bréfa námafélagsins Amaroq á Grænlandi lækkaði um 5,65 prósent í dag.
Kauphöllin Bandaríkin Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira