Eldrauður dagur í Kauphöllinni Árni Sæberg skrifar 4. mars 2025 16:53 Staðan var verri í lok dags en þegar kauphallarbjöllunni frægu var hringt í morgun. Vísir/Vilhelm Gengi hlutabréfa allra félaga á aðalmarkaði Kauphallarinnar lækkaði í dag og úrvalsvísitalan lækkaði um tæp fjögur prósent. Tvískráðu félögin og flugfélögin fóru verst út úr deginum. Fjármálamarkaðir um allan heim hafa titrað í dag í kjölfar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um hækkaða tolla gagnvart Kína, Mexíkó og Kanada. Markaðurinn hér heima fór ekki varhluta af tíðindunum en sjaldséður alrauður dagur var í Kauphöllinni. Ekkert félag slapp við lækkun hlutabréfaverðs en fiskeldisfélagið Kaldvík slapp billegast með lækkun upp á 0,39 krónur í örviðskiptum upp á þrjár milljónir króna. Úrvalsvísitalan ekki lægri í þrjá mánuði Úrvalsvísitalan, sem lækkaði um 3,95 prósent í dag og stendur í 2.747,71 stigi, hefur ekki verið lægri síðan í byrjun desember í fyrra. Gengi hlutabréfa í Oculis, sem hefur hækkað verulega síðan félagið var skráð á markað í apríl í fyrra, lækkaði mest allra félaga í dag eða um 7,3 prósent. Félagið er bæði skráð á markað hér á landi og í Bandaríkjunum. Annað slíkt félag er Alvotech en gengi þess lækkaði næstmest eða um 6,31 prósent. Gengi bréfa í þriðja tvískráða félaginu, JBT Marel, lækkaði heldur minna en þó um 4,89 prósent og það í viðskiptum upp á aðeins tíu milljónir króna. Velta með bréf hinna tveggja var talsvert meiri. Lítið hreyfing með bréf Play en talsverð lækkun Icelandair lækkaði þriðja mest allra félaga, um 6,3 prósent í ríflega 100 milljóna króna viðskiptum. Hitt flugfélagið, Play, lækkaði litlu minna, um 6,08 prósent en það í nánast engum viðskiptum. Þá má nefna að gengi bréfa námafélagsins Amaroq á Grænlandi lækkaði um 5,65 prósent í dag. Kauphöllin Bandaríkin Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Fjármálamarkaðir um allan heim hafa titrað í dag í kjölfar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um hækkaða tolla gagnvart Kína, Mexíkó og Kanada. Markaðurinn hér heima fór ekki varhluta af tíðindunum en sjaldséður alrauður dagur var í Kauphöllinni. Ekkert félag slapp við lækkun hlutabréfaverðs en fiskeldisfélagið Kaldvík slapp billegast með lækkun upp á 0,39 krónur í örviðskiptum upp á þrjár milljónir króna. Úrvalsvísitalan ekki lægri í þrjá mánuði Úrvalsvísitalan, sem lækkaði um 3,95 prósent í dag og stendur í 2.747,71 stigi, hefur ekki verið lægri síðan í byrjun desember í fyrra. Gengi hlutabréfa í Oculis, sem hefur hækkað verulega síðan félagið var skráð á markað í apríl í fyrra, lækkaði mest allra félaga í dag eða um 7,3 prósent. Félagið er bæði skráð á markað hér á landi og í Bandaríkjunum. Annað slíkt félag er Alvotech en gengi þess lækkaði næstmest eða um 6,31 prósent. Gengi bréfa í þriðja tvískráða félaginu, JBT Marel, lækkaði heldur minna en þó um 4,89 prósent og það í viðskiptum upp á aðeins tíu milljónir króna. Velta með bréf hinna tveggja var talsvert meiri. Lítið hreyfing með bréf Play en talsverð lækkun Icelandair lækkaði þriðja mest allra félaga, um 6,3 prósent í ríflega 100 milljóna króna viðskiptum. Hitt flugfélagið, Play, lækkaði litlu minna, um 6,08 prósent en það í nánast engum viðskiptum. Þá má nefna að gengi bréfa námafélagsins Amaroq á Grænlandi lækkaði um 5,65 prósent í dag.
Kauphöllin Bandaríkin Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira