Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. mars 2025 10:52 Stjórnvöld í Úkraínu og víðar hljóta nú að bíða eftir næsta útspili Trump en hann mun ávarpa Bandaríkjaþing í kvöld og boðar tíðindi. AP/Ben Curtis Ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að stöðva vopnasendingar til Úkraínu hefur vakið hörð viðbrögð í Evrópu. Ákvörðun var tekin án nokkurs samráðs. Stjórnvöld vestanhafs hafa meðal annars rökstutt ákvörðunina með því að vísa til þess að ætlunin sé að leggja mat á það hvort áframhaldandi hernaðarstuðningur sé líklegri til að stuðla að friði eða áframhaldandi átökum. Benjamin Haddad, ráðherra Evrópumála í Frakklandi, segir svarið hins vegar liggja ljóst fyrir; stöðvun vopnasendinga muni aðeins gera frið að fjarlægari draum, þar sem hún styrki stöðu Rússlands. Stjórnvöld í Bretlandi brugðust við fregnunum í morgun með því að senda frá sér yfirlýsingu þar sem stuðningur Breta við Úkraínu er ítrekaður. Bretar séu staðráðnir í því að koma á varanlegum friði í landinu og eigi í samstarfi við bandamenn hvað það varðar. Oleksandr Merezhko, formaður utanríkismálanefndar Úkraínuþings, líkti ákvörðun Trump við ákvörðun bandamanna árið 1938 að sjá í gegnum fingur sér þegar Hitler hernam Súdetaland. „Að stöðva aðstoðina núna er aðstoð við Pútín. Á yfirborðinu þá lítur þetta verulega illa út. Það lítur út fyrir að [Donald Trump] sé að neyða okkur til að ganga að kröfum Rússa. Aðalatriðið er að þetta er sálrænt áfall, stjórnmálalegt áfall, fyrir Úkraínu. Þetta hjálpar ekki baráttuandanum,“ sagði Merezhko. Petr Fiala, forsætisráðherra Tékklands, segir ákvörðun Trump kalla á stefnubreytingu hjá Evrópuríkjunum. Þau þurfi að auka efnahagslegt- og hernaðarlegt sjálfstæði sitt og getu og taka öryggismálin í eigin hendur. Ursula von der Leyen segir áætlanir um að auka útgjöld til varnarmála munu kosta 800 milljarða evra. Evrópusambandið muni leggja fram tillögur um að veita aðildarríkjunum aukið fjárhagslegt rými og lána 150 milljarða evra til fjárfestinga í varnarmálum, auk þess að fá einkafjárfesta að borðinu. Stjórnvöld í Rússlandi og Ungverjalandi eru þau einu sem hafa fagnað ákvörðun Trump. Talsmaður Victor Orbán sagði stjórnvöld sammála ráðamönnum vestanhafs um að vopnasendingar þyrftu að víkja fyrir friðarviðræðum. Þá sagði Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, að um væri að ræða besta framlagið til friðar; ákvörðun sem gæti raunverulega komið Úkraínumönnum að samningaborðinu. Bandaríkin Evrópusambandið Rússland Ungverjaland Bretland Frakkland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Stjórnvöld vestanhafs hafa meðal annars rökstutt ákvörðunina með því að vísa til þess að ætlunin sé að leggja mat á það hvort áframhaldandi hernaðarstuðningur sé líklegri til að stuðla að friði eða áframhaldandi átökum. Benjamin Haddad, ráðherra Evrópumála í Frakklandi, segir svarið hins vegar liggja ljóst fyrir; stöðvun vopnasendinga muni aðeins gera frið að fjarlægari draum, þar sem hún styrki stöðu Rússlands. Stjórnvöld í Bretlandi brugðust við fregnunum í morgun með því að senda frá sér yfirlýsingu þar sem stuðningur Breta við Úkraínu er ítrekaður. Bretar séu staðráðnir í því að koma á varanlegum friði í landinu og eigi í samstarfi við bandamenn hvað það varðar. Oleksandr Merezhko, formaður utanríkismálanefndar Úkraínuþings, líkti ákvörðun Trump við ákvörðun bandamanna árið 1938 að sjá í gegnum fingur sér þegar Hitler hernam Súdetaland. „Að stöðva aðstoðina núna er aðstoð við Pútín. Á yfirborðinu þá lítur þetta verulega illa út. Það lítur út fyrir að [Donald Trump] sé að neyða okkur til að ganga að kröfum Rússa. Aðalatriðið er að þetta er sálrænt áfall, stjórnmálalegt áfall, fyrir Úkraínu. Þetta hjálpar ekki baráttuandanum,“ sagði Merezhko. Petr Fiala, forsætisráðherra Tékklands, segir ákvörðun Trump kalla á stefnubreytingu hjá Evrópuríkjunum. Þau þurfi að auka efnahagslegt- og hernaðarlegt sjálfstæði sitt og getu og taka öryggismálin í eigin hendur. Ursula von der Leyen segir áætlanir um að auka útgjöld til varnarmála munu kosta 800 milljarða evra. Evrópusambandið muni leggja fram tillögur um að veita aðildarríkjunum aukið fjárhagslegt rými og lána 150 milljarða evra til fjárfestinga í varnarmálum, auk þess að fá einkafjárfesta að borðinu. Stjórnvöld í Rússlandi og Ungverjalandi eru þau einu sem hafa fagnað ákvörðun Trump. Talsmaður Victor Orbán sagði stjórnvöld sammála ráðamönnum vestanhafs um að vopnasendingar þyrftu að víkja fyrir friðarviðræðum. Þá sagði Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, að um væri að ræða besta framlagið til friðar; ákvörðun sem gæti raunverulega komið Úkraínumönnum að samningaborðinu.
Bandaríkin Evrópusambandið Rússland Ungverjaland Bretland Frakkland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira