„Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. mars 2025 20:07 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir gjörbreytt alþjóðakerfi blasa við. Vísir/Arnar Prófessor í stjórnmálafræði segir gjörbreytt alþjóðakerfi blasa við. Evrópa sé að taka varnarmálin álfunnar í eigin hendur og stíga inn í tómarúmið sem Bandaríki Trumps hafa skilið eftir sig. Eiríkur Bergmann prófessor segir forystu Bandaríkjanna í alþjóðamálum hafa runnið sitt skeið. „Við erum að fylgja með flekaskilum sögunnar eiga sér stað þessa dagana. Átökin urðu augljósust í fundinum í Hvíta húsinu á föstudaginn þegar skarst í brýnu og Vólódímír Selenskí var nánast bara fleygt út úr Hvíta húsinu og síðan hafa Evrópuríkin verið að reyna að grípa frumkvæðið,“ segir hann. Evrópa vilji leggja grunninn að friðarviðræðum Evrópuríkin vilji stíga inn í tómarúmið sem Bandaríkin skilja eftir sig. „Þessi fundur í Lundúnum í dag sýnir það að Evrópuríkin ætla sér að ná forystu í þessu máli um Úkraínu. Þau ætla sér, þessi ríki sem þarna komu saman, að koma með tillögur að friðarsamninga sem þau sjá fyrir sér að geti orðið grunnur að viðræðum sem færu af stað í framhaldinu og það er allt annað en það sem við erum vön,“ segir hann. Nítján evrópskir leiðtogar funduðu í rúmar tvær klukkustundir síðdegis í dag í Lundúnum. Í kjölfarið hélt Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, blaðamannafund þar sem hann tilkynnti aukin stuðning til Úkraínu ásamt því að tilkynna myndun bandalags fúsra þjóða til að standa beint að því að tryggja skilmála vopnahlés „með stígvélum á jörðu niðri og flugvélum í lofti.“ „Þetta er tímaspursmál“ Getur evrópa tryggt sitt öryggi án bandaríkjanna? „Hún hefur ekki gert það að undanförnu, hún hefur reitt sig á Bandaríkin sem hafa verið forystuaflið í NATÓ og vestrænni samvinnu en Evrópuríki hafa verið að auka hernaðarmátt sinn mjög mikið að undanförnu. Hergagnaframleiðsla er farin á fullt. Þessi ríki eru að eyða miklu meira fé í hervarnir heldur en áður var. Þetta er tímaspursmál, manni virðist að varnarmál Evrópu komi nú í hendur Evrópuríkja,“ segir Eiríkur. „Þetta er algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu sem við höfum búið við frá seinni heimsstyrjöld,“ segir hann. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði Bandaríkin á rangri leið í ræðu sinni á landsfundi flokksins. Hún lagði mikla áherslu á frelsi, þrátt fyrir fórnir sem þarf að færa, ásamt samstöðu með vinaþjóðum Íslendinga. 1. mars 2025 13:02 Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sendiherra Danmerkur í Bandaríkjunum átti í snörpum orðaskiptum við bandaríska öldungadeildarþingmanninn Lindsey Graham á samfélagsmiðlum. 1. mars 2025 20:39 Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Prófessor í stjórnmálafræði segir fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í gær vera hörmung fyrir Úkraínu og Evrópu í heild sinni. Óbrúanleg gjá sé að myndast þar sem ráðamenn Evrópu keppast um að lýsa yfir stuðningi við Úkraínu á meðan bandarísk stjórnvöld sýna fram á áður óséða hegðun gagnvart bandamönnum sínum. 1. mars 2025 11:31 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Eiríkur Bergmann prófessor segir forystu Bandaríkjanna í alþjóðamálum hafa runnið sitt skeið. „Við erum að fylgja með flekaskilum sögunnar eiga sér stað þessa dagana. Átökin urðu augljósust í fundinum í Hvíta húsinu á föstudaginn þegar skarst í brýnu og Vólódímír Selenskí var nánast bara fleygt út úr Hvíta húsinu og síðan hafa Evrópuríkin verið að reyna að grípa frumkvæðið,“ segir hann. Evrópa vilji leggja grunninn að friðarviðræðum Evrópuríkin vilji stíga inn í tómarúmið sem Bandaríkin skilja eftir sig. „Þessi fundur í Lundúnum í dag sýnir það að Evrópuríkin ætla sér að ná forystu í þessu máli um Úkraínu. Þau ætla sér, þessi ríki sem þarna komu saman, að koma með tillögur að friðarsamninga sem þau sjá fyrir sér að geti orðið grunnur að viðræðum sem færu af stað í framhaldinu og það er allt annað en það sem við erum vön,“ segir hann. Nítján evrópskir leiðtogar funduðu í rúmar tvær klukkustundir síðdegis í dag í Lundúnum. Í kjölfarið hélt Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, blaðamannafund þar sem hann tilkynnti aukin stuðning til Úkraínu ásamt því að tilkynna myndun bandalags fúsra þjóða til að standa beint að því að tryggja skilmála vopnahlés „með stígvélum á jörðu niðri og flugvélum í lofti.“ „Þetta er tímaspursmál“ Getur evrópa tryggt sitt öryggi án bandaríkjanna? „Hún hefur ekki gert það að undanförnu, hún hefur reitt sig á Bandaríkin sem hafa verið forystuaflið í NATÓ og vestrænni samvinnu en Evrópuríki hafa verið að auka hernaðarmátt sinn mjög mikið að undanförnu. Hergagnaframleiðsla er farin á fullt. Þessi ríki eru að eyða miklu meira fé í hervarnir heldur en áður var. Þetta er tímaspursmál, manni virðist að varnarmál Evrópu komi nú í hendur Evrópuríkja,“ segir Eiríkur. „Þetta er algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu sem við höfum búið við frá seinni heimsstyrjöld,“ segir hann.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði Bandaríkin á rangri leið í ræðu sinni á landsfundi flokksins. Hún lagði mikla áherslu á frelsi, þrátt fyrir fórnir sem þarf að færa, ásamt samstöðu með vinaþjóðum Íslendinga. 1. mars 2025 13:02 Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sendiherra Danmerkur í Bandaríkjunum átti í snörpum orðaskiptum við bandaríska öldungadeildarþingmanninn Lindsey Graham á samfélagsmiðlum. 1. mars 2025 20:39 Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Prófessor í stjórnmálafræði segir fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í gær vera hörmung fyrir Úkraínu og Evrópu í heild sinni. Óbrúanleg gjá sé að myndast þar sem ráðamenn Evrópu keppast um að lýsa yfir stuðningi við Úkraínu á meðan bandarísk stjórnvöld sýna fram á áður óséða hegðun gagnvart bandamönnum sínum. 1. mars 2025 11:31 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði Bandaríkin á rangri leið í ræðu sinni á landsfundi flokksins. Hún lagði mikla áherslu á frelsi, þrátt fyrir fórnir sem þarf að færa, ásamt samstöðu með vinaþjóðum Íslendinga. 1. mars 2025 13:02
Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sendiherra Danmerkur í Bandaríkjunum átti í snörpum orðaskiptum við bandaríska öldungadeildarþingmanninn Lindsey Graham á samfélagsmiðlum. 1. mars 2025 20:39
Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Prófessor í stjórnmálafræði segir fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í gær vera hörmung fyrir Úkraínu og Evrópu í heild sinni. Óbrúanleg gjá sé að myndast þar sem ráðamenn Evrópu keppast um að lýsa yfir stuðningi við Úkraínu á meðan bandarísk stjórnvöld sýna fram á áður óséða hegðun gagnvart bandamönnum sínum. 1. mars 2025 11:31