„Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. mars 2025 20:07 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir gjörbreytt alþjóðakerfi blasa við. Vísir/Arnar Prófessor í stjórnmálafræði segir gjörbreytt alþjóðakerfi blasa við. Evrópa sé að taka varnarmálin álfunnar í eigin hendur og stíga inn í tómarúmið sem Bandaríki Trumps hafa skilið eftir sig. Eiríkur Bergmann prófessor segir forystu Bandaríkjanna í alþjóðamálum hafa runnið sitt skeið. „Við erum að fylgja með flekaskilum sögunnar eiga sér stað þessa dagana. Átökin urðu augljósust í fundinum í Hvíta húsinu á föstudaginn þegar skarst í brýnu og Vólódímír Selenskí var nánast bara fleygt út úr Hvíta húsinu og síðan hafa Evrópuríkin verið að reyna að grípa frumkvæðið,“ segir hann. Evrópa vilji leggja grunninn að friðarviðræðum Evrópuríkin vilji stíga inn í tómarúmið sem Bandaríkin skilja eftir sig. „Þessi fundur í Lundúnum í dag sýnir það að Evrópuríkin ætla sér að ná forystu í þessu máli um Úkraínu. Þau ætla sér, þessi ríki sem þarna komu saman, að koma með tillögur að friðarsamninga sem þau sjá fyrir sér að geti orðið grunnur að viðræðum sem færu af stað í framhaldinu og það er allt annað en það sem við erum vön,“ segir hann. Nítján evrópskir leiðtogar funduðu í rúmar tvær klukkustundir síðdegis í dag í Lundúnum. Í kjölfarið hélt Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, blaðamannafund þar sem hann tilkynnti aukin stuðning til Úkraínu ásamt því að tilkynna myndun bandalags fúsra þjóða til að standa beint að því að tryggja skilmála vopnahlés „með stígvélum á jörðu niðri og flugvélum í lofti.“ „Þetta er tímaspursmál“ Getur evrópa tryggt sitt öryggi án bandaríkjanna? „Hún hefur ekki gert það að undanförnu, hún hefur reitt sig á Bandaríkin sem hafa verið forystuaflið í NATÓ og vestrænni samvinnu en Evrópuríki hafa verið að auka hernaðarmátt sinn mjög mikið að undanförnu. Hergagnaframleiðsla er farin á fullt. Þessi ríki eru að eyða miklu meira fé í hervarnir heldur en áður var. Þetta er tímaspursmál, manni virðist að varnarmál Evrópu komi nú í hendur Evrópuríkja,“ segir Eiríkur. „Þetta er algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu sem við höfum búið við frá seinni heimsstyrjöld,“ segir hann. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði Bandaríkin á rangri leið í ræðu sinni á landsfundi flokksins. Hún lagði mikla áherslu á frelsi, þrátt fyrir fórnir sem þarf að færa, ásamt samstöðu með vinaþjóðum Íslendinga. 1. mars 2025 13:02 Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sendiherra Danmerkur í Bandaríkjunum átti í snörpum orðaskiptum við bandaríska öldungadeildarþingmanninn Lindsey Graham á samfélagsmiðlum. 1. mars 2025 20:39 Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Prófessor í stjórnmálafræði segir fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í gær vera hörmung fyrir Úkraínu og Evrópu í heild sinni. Óbrúanleg gjá sé að myndast þar sem ráðamenn Evrópu keppast um að lýsa yfir stuðningi við Úkraínu á meðan bandarísk stjórnvöld sýna fram á áður óséða hegðun gagnvart bandamönnum sínum. 1. mars 2025 11:31 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira
Eiríkur Bergmann prófessor segir forystu Bandaríkjanna í alþjóðamálum hafa runnið sitt skeið. „Við erum að fylgja með flekaskilum sögunnar eiga sér stað þessa dagana. Átökin urðu augljósust í fundinum í Hvíta húsinu á föstudaginn þegar skarst í brýnu og Vólódímír Selenskí var nánast bara fleygt út úr Hvíta húsinu og síðan hafa Evrópuríkin verið að reyna að grípa frumkvæðið,“ segir hann. Evrópa vilji leggja grunninn að friðarviðræðum Evrópuríkin vilji stíga inn í tómarúmið sem Bandaríkin skilja eftir sig. „Þessi fundur í Lundúnum í dag sýnir það að Evrópuríkin ætla sér að ná forystu í þessu máli um Úkraínu. Þau ætla sér, þessi ríki sem þarna komu saman, að koma með tillögur að friðarsamninga sem þau sjá fyrir sér að geti orðið grunnur að viðræðum sem færu af stað í framhaldinu og það er allt annað en það sem við erum vön,“ segir hann. Nítján evrópskir leiðtogar funduðu í rúmar tvær klukkustundir síðdegis í dag í Lundúnum. Í kjölfarið hélt Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, blaðamannafund þar sem hann tilkynnti aukin stuðning til Úkraínu ásamt því að tilkynna myndun bandalags fúsra þjóða til að standa beint að því að tryggja skilmála vopnahlés „með stígvélum á jörðu niðri og flugvélum í lofti.“ „Þetta er tímaspursmál“ Getur evrópa tryggt sitt öryggi án bandaríkjanna? „Hún hefur ekki gert það að undanförnu, hún hefur reitt sig á Bandaríkin sem hafa verið forystuaflið í NATÓ og vestrænni samvinnu en Evrópuríki hafa verið að auka hernaðarmátt sinn mjög mikið að undanförnu. Hergagnaframleiðsla er farin á fullt. Þessi ríki eru að eyða miklu meira fé í hervarnir heldur en áður var. Þetta er tímaspursmál, manni virðist að varnarmál Evrópu komi nú í hendur Evrópuríkja,“ segir Eiríkur. „Þetta er algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu sem við höfum búið við frá seinni heimsstyrjöld,“ segir hann.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði Bandaríkin á rangri leið í ræðu sinni á landsfundi flokksins. Hún lagði mikla áherslu á frelsi, þrátt fyrir fórnir sem þarf að færa, ásamt samstöðu með vinaþjóðum Íslendinga. 1. mars 2025 13:02 Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sendiherra Danmerkur í Bandaríkjunum átti í snörpum orðaskiptum við bandaríska öldungadeildarþingmanninn Lindsey Graham á samfélagsmiðlum. 1. mars 2025 20:39 Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Prófessor í stjórnmálafræði segir fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í gær vera hörmung fyrir Úkraínu og Evrópu í heild sinni. Óbrúanleg gjá sé að myndast þar sem ráðamenn Evrópu keppast um að lýsa yfir stuðningi við Úkraínu á meðan bandarísk stjórnvöld sýna fram á áður óséða hegðun gagnvart bandamönnum sínum. 1. mars 2025 11:31 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira
Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði Bandaríkin á rangri leið í ræðu sinni á landsfundi flokksins. Hún lagði mikla áherslu á frelsi, þrátt fyrir fórnir sem þarf að færa, ásamt samstöðu með vinaþjóðum Íslendinga. 1. mars 2025 13:02
Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sendiherra Danmerkur í Bandaríkjunum átti í snörpum orðaskiptum við bandaríska öldungadeildarþingmanninn Lindsey Graham á samfélagsmiðlum. 1. mars 2025 20:39
Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Prófessor í stjórnmálafræði segir fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í gær vera hörmung fyrir Úkraínu og Evrópu í heild sinni. Óbrúanleg gjá sé að myndast þar sem ráðamenn Evrópu keppast um að lýsa yfir stuðningi við Úkraínu á meðan bandarísk stjórnvöld sýna fram á áður óséða hegðun gagnvart bandamönnum sínum. 1. mars 2025 11:31