„Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. febrúar 2025 20:00 Bylgja Hrönn Baldursdóttir er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfðuborgarsvæðinu. Vísir/Bjarni Þeim málum fer fjölgandi hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem gervigreind kemur við sögu. Nær ómögulegt getur verið að greina á milli hvað er raunverulegt og hvað ekki að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns. Einn var handtekinn hér á landi í vikunni í tengslum við alþjóðlega aðgerð sem varðar barnaníðsefni búið til með gervigreind. Meintur höfuðpaur í málinu er 29 ára gamall Dani, sem hlaut dóm í janúar fyrir framleiðslu og dreifingu barnaníðsefnis. Hann hafi nýtt gervigreind til að búa til efnið og síðan selt aðgang að því á netinu. Samkvæmt dönskum fjölmiðlum hefur maðurinn áfrýað dómnum en hann hlaut eins árs og þriggja mánaða fangelsisdóm vegna hátt í 40 þúsund barnaníðsmynda. Í framhaldi af málinu hafa dönsk lögregluyfirvöld verið leiðandi í rannsókn Europol sem nær til 19 landa og hafa verið borin kennsl á 273 sakborninga, farið í 33 húsleitir og 173 munir haldlagðir. 25 hafa verið handteknir, þar af einn á Íslandi. „Í þessu tiltekna tilfelli þá er það þannig að viðkomandi er að kaupa efni,“ segir Bylgja Hrönn Baldursdóttir hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfðuborgarsvæðinu. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald en unnið er að því að fara yfir tölvugögn sem voru haldlögð. Aðspurð segist Bylgja ekki geta tjáð sig um það hvort viðkomandi hafi áður komið til kasta lögreglunnar í tengslum við sambærileg mál. Efnið virðist afar raunverulegt Til þessa hefur ekki verið algengt að gervigreind komi við sögu að sögn Bylgju. „Inn í myndskoðun hjá okkur hafa dottið inn myndir sem að við teljum vera gervigreindarmyndir. En það er tiltölulega nýtilkomið þannig séð, en þeim fer fjölgandi þeim tilfellum,“ segir Bylgja. Rannsókn mála af þessum toga getur reynst flókin. „Það getur verið erfitt að greina á milli, hvort um er að ræða gervigreind eða raunverulega mynd. Þróunin er svo hröð og við sjáum það núna að sumar af þessum myndum sem við teljum vera gervigreindarmyndir, að fyrir óæft auga þá myndi fólk bara halda að þetta væri eitthvað venjulegt barn í þessu tilfelli,“ segir Bylgja. Erfitt geti verið að halda í við hraða þróun gervigreindartækninnar. „Það sem er nýtt í dag er orðið gamalt á morgun. En ég held að það væri rosalega mikilvægt fyrir foreldra bara almennt að fylgjast með snjallsímanotkun barnanna sinna, hverju þau eru að deila og hverjum þau eru að deila því með. Það er bara lykilatriði,“ segir Bylgja. Símanotkun barna Gervigreind Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Sjá meira
Meintur höfuðpaur í málinu er 29 ára gamall Dani, sem hlaut dóm í janúar fyrir framleiðslu og dreifingu barnaníðsefnis. Hann hafi nýtt gervigreind til að búa til efnið og síðan selt aðgang að því á netinu. Samkvæmt dönskum fjölmiðlum hefur maðurinn áfrýað dómnum en hann hlaut eins árs og þriggja mánaða fangelsisdóm vegna hátt í 40 þúsund barnaníðsmynda. Í framhaldi af málinu hafa dönsk lögregluyfirvöld verið leiðandi í rannsókn Europol sem nær til 19 landa og hafa verið borin kennsl á 273 sakborninga, farið í 33 húsleitir og 173 munir haldlagðir. 25 hafa verið handteknir, þar af einn á Íslandi. „Í þessu tiltekna tilfelli þá er það þannig að viðkomandi er að kaupa efni,“ segir Bylgja Hrönn Baldursdóttir hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfðuborgarsvæðinu. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald en unnið er að því að fara yfir tölvugögn sem voru haldlögð. Aðspurð segist Bylgja ekki geta tjáð sig um það hvort viðkomandi hafi áður komið til kasta lögreglunnar í tengslum við sambærileg mál. Efnið virðist afar raunverulegt Til þessa hefur ekki verið algengt að gervigreind komi við sögu að sögn Bylgju. „Inn í myndskoðun hjá okkur hafa dottið inn myndir sem að við teljum vera gervigreindarmyndir. En það er tiltölulega nýtilkomið þannig séð, en þeim fer fjölgandi þeim tilfellum,“ segir Bylgja. Rannsókn mála af þessum toga getur reynst flókin. „Það getur verið erfitt að greina á milli, hvort um er að ræða gervigreind eða raunverulega mynd. Þróunin er svo hröð og við sjáum það núna að sumar af þessum myndum sem við teljum vera gervigreindarmyndir, að fyrir óæft auga þá myndi fólk bara halda að þetta væri eitthvað venjulegt barn í þessu tilfelli,“ segir Bylgja. Erfitt geti verið að halda í við hraða þróun gervigreindartækninnar. „Það sem er nýtt í dag er orðið gamalt á morgun. En ég held að það væri rosalega mikilvægt fyrir foreldra bara almennt að fylgjast með snjallsímanotkun barnanna sinna, hverju þau eru að deila og hverjum þau eru að deila því með. Það er bara lykilatriði,“ segir Bylgja.
Símanotkun barna Gervigreind Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Sjá meira