COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar 28. febrúar 2025 17:02 Í dag var fróðlegt málþing á vegum Háskóla Íslands og Landspítala um margar hliðar baráttunnar við COVID-19 á Íslandi. Nú þegar fimm ár eru frá fyrsta smiti er tilefni til að staldra við. COVID-19 var ekki aðeins veirufaraldur – það var samfélagsleg, efnahagsleg og pólitísk áskorun sem snerti líf allra Íslendinga. Nú þegar við lítum til um öxl á tímamótum er mikilvægt að við metum hvernig við brugðumst við, hvaða lærdóm við drögum af þessum fordæmalausu aðstæðum og hvernig við beitum þeim lærdómi í framtíðinni. Sem fyrrverandi heilbrigðisráðherra upplifði ég þessi tímamót í stjórnsýslunni frá fyrstu hendi. Brýnt er að varpa ljósi á það hvernig ákvarðanir voru teknar, hvernig óvissan mótaði stjórnsýsluna, hvaða áskorunum við stóðum frammi fyrir – og síðast en ekki síst, af hverju við stóðum okkur vel í alþjóðlegum samanburði. Upphaf faraldursins – augnablikið þegar allt breyttist Í byrjun árs 2020 var íslenska heilbrigðiskerfið að takast á við fjölmörg verkefni, meðal annars mikið álag á bráðamóttökunni, skort á hjúkrunarrýmum og vaxandi áskoranir í geðheilbrigðismálum. Einnig var mikil eftirvænting í kringum uppbyggingu nýs meðferðarkjarna Landspítala við Hringbraut. Það var því nóg að gera í ráðuneytinu. Í janúar 2020 var ég á venjulegum fundi með tveimur öðrum ráðherrum þegar sóttvarnalæknir bað um að fá að tala við mig í stutta stund í lok fundar. Hann vildi gera mér grein fyrir veiru í Kína sem væri að smitast hratt milli manna og gæti orðið skæð. Ég spurði hann: „Mun hún ná hingað?“ Hann svaraði: „Það er ekki spurning hvort, heldur hvenær.“ Þetta var augnablikið þegar ég áttaði mig á því að við vorum á barmi einhverrar stærstu áskorunar sem samfélagið hafði staðið frammi fyrir í áratugi. Í kjölfarið fóru fyrstu minnisblöðin að berast til mín. Við áttum þegar áætlun um almannavarnarviðbrögð vegna inflúensu og byrjuðum strax að skoða hvaða úrræði væru tiltæk. Þann 28. febrúar 2020, fyrir fimm árum í dag, fékk ég svo skilaboðin um fyrsta staðfesta COVID-19 smitið á Íslandi. Þarna breyttist allt. Við fórum beint í blaðamannafundi, sóttvarnaráðstafanir og samráð innan ríkisstjórnarinnar og heilbrigðiskerfisins. Við stóðum frammi fyrir því að þurfa að taka ákvarðanir sem hefðu áhrif á allt samfélagið – á hverjum degi, undir stöðugri pressu. Að taka ákvarðanir í óvissu Þegar faraldur skellur á snýst hann ekki eingöngu um heilbrigðismál – hann snertir alla þætti samfélagsins: efnahagslíf, skólastarf, geðheilsu, atvinnulíf og daglegt líf fólks. Við þurftum að byggja ákvarðanir á bestu mögulegu gögnum á hverjum tíma. En við vissum líka að gögnin gætu breyst – jafnvel á nokkrum dögum. Þetta var stöðugur dans á milli þess að herða og létta aðgerðir. Ein af stærstu áskorununum var að tryggja að sóttvarnaraðgerðir væru í réttu hlutfalli við samfélagsleg áhrif þeirra. Við lögðum sérstaka áherslu á að vernda viðkvæma hópa, fletja kúrfuna og verja heilbrigðiskerfið frá of miklu álagi. En við vildum líka halda samfélaginu eins virku og mögulegt var – sérstaklega þegar kom að skólastarfi og börnum. Við stóðum frammi fyrir erfiðum spurningum: • Hversu langt átti að ganga í sóttvarnaraðgerðum? • Hvernig tryggðum við að samfélagið væri í gangi án þess að smitin breiddust út of hratt? • Hvenær átti að draga úr aðgerðum, og hvernig átti að framkvæma það þannig að samfélagið gæti jafnað sig hratt og vel? Þessar ákvarðanir voru ekki teknar í tómarúmi. Það var gríðarlega mikilvægt að tryggja gott samstarf við sóttvarnaryfirvöld, vísindasamfélagið, Alþingi og almenning. Hvað skilaði árangri á Íslandi? Ísland kom vel út úr faraldrinum í alþjóðlegum samanburði. En hvað skilaði okkur góðum árangri? ✔ Fámenni og sterkt heilbrigðiskerfi – Við gátum brugðist hratt við. Heilbrigðisstarfsfólkið okkar sýndi ótrúlegan dugnað og sveigjanleika. ✔ Upplýst samfélag og traust – Upplýsingagjöf var skýr og regluleg. Traust milli almennings, stjórnvalda og vísindasamfélagsins var lykilatriði. ✔ Íslenska leiðin í sóttvörnum – Við lögðum áherslu á: • Fjölbreytta sýnatöku og raðgreiningu • Skipulega smitrakningu • Skilvirkar sóttvarnaraðgerðir • Að fletja kúrfuna og forgangsraða vernd viðkvæmra hópa ✔ Samstarf við Íslenska erfðagreiningu – Þeirra aðkoma að sýnatökum og greiningu veirunnar var gríðarlega mikilvæg í gegnum allan faraldurinn. ✔ Framúrskarandi skipulag bólusetninga – Heilsugæslan og heilbrigðisyfirvöld sáu um umfangsmikla bólusetningaáætlun sem skilaði skjótum árangri. Hvað lærðum við og hvaða spurningum eru enn ósvarað? Þrátt fyrir góðan árangur eru enn spurningar sem við þurfum að svara: • Hver eru langtímaáhrif COVID-19 á heilsu fólks, sérstaklega long-COVID? • Hvernig tryggjum við að samfélagið sé betur undirbúið fyrir framtíðarfarsóttir? • Hvernig tökum við upplýstar ákvarðanir í óvissu? Við höfum nú betri yfirsýn en við höfðum á þeim tíma. Það sem gerði viðbrögð Íslands einstök var samvinna – milli vísinda, stjórnmála og samfélagsins alls. Og það er sú samvinna sem mun halda áfram að vera okkar styrkur í framtíðinni. Með því að horfa bæði til gagna, vísinda og reynslu þeirra sem tóku þátt í viðbrögðunum getum við átt samtal sem hjálpar okkur að vera betur undirbúin fyrir næstu áskoranir. Því samtali er ekki lokið. Höfundur er fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Í dag var fróðlegt málþing á vegum Háskóla Íslands og Landspítala um margar hliðar baráttunnar við COVID-19 á Íslandi. Nú þegar fimm ár eru frá fyrsta smiti er tilefni til að staldra við. COVID-19 var ekki aðeins veirufaraldur – það var samfélagsleg, efnahagsleg og pólitísk áskorun sem snerti líf allra Íslendinga. Nú þegar við lítum til um öxl á tímamótum er mikilvægt að við metum hvernig við brugðumst við, hvaða lærdóm við drögum af þessum fordæmalausu aðstæðum og hvernig við beitum þeim lærdómi í framtíðinni. Sem fyrrverandi heilbrigðisráðherra upplifði ég þessi tímamót í stjórnsýslunni frá fyrstu hendi. Brýnt er að varpa ljósi á það hvernig ákvarðanir voru teknar, hvernig óvissan mótaði stjórnsýsluna, hvaða áskorunum við stóðum frammi fyrir – og síðast en ekki síst, af hverju við stóðum okkur vel í alþjóðlegum samanburði. Upphaf faraldursins – augnablikið þegar allt breyttist Í byrjun árs 2020 var íslenska heilbrigðiskerfið að takast á við fjölmörg verkefni, meðal annars mikið álag á bráðamóttökunni, skort á hjúkrunarrýmum og vaxandi áskoranir í geðheilbrigðismálum. Einnig var mikil eftirvænting í kringum uppbyggingu nýs meðferðarkjarna Landspítala við Hringbraut. Það var því nóg að gera í ráðuneytinu. Í janúar 2020 var ég á venjulegum fundi með tveimur öðrum ráðherrum þegar sóttvarnalæknir bað um að fá að tala við mig í stutta stund í lok fundar. Hann vildi gera mér grein fyrir veiru í Kína sem væri að smitast hratt milli manna og gæti orðið skæð. Ég spurði hann: „Mun hún ná hingað?“ Hann svaraði: „Það er ekki spurning hvort, heldur hvenær.“ Þetta var augnablikið þegar ég áttaði mig á því að við vorum á barmi einhverrar stærstu áskorunar sem samfélagið hafði staðið frammi fyrir í áratugi. Í kjölfarið fóru fyrstu minnisblöðin að berast til mín. Við áttum þegar áætlun um almannavarnarviðbrögð vegna inflúensu og byrjuðum strax að skoða hvaða úrræði væru tiltæk. Þann 28. febrúar 2020, fyrir fimm árum í dag, fékk ég svo skilaboðin um fyrsta staðfesta COVID-19 smitið á Íslandi. Þarna breyttist allt. Við fórum beint í blaðamannafundi, sóttvarnaráðstafanir og samráð innan ríkisstjórnarinnar og heilbrigðiskerfisins. Við stóðum frammi fyrir því að þurfa að taka ákvarðanir sem hefðu áhrif á allt samfélagið – á hverjum degi, undir stöðugri pressu. Að taka ákvarðanir í óvissu Þegar faraldur skellur á snýst hann ekki eingöngu um heilbrigðismál – hann snertir alla þætti samfélagsins: efnahagslíf, skólastarf, geðheilsu, atvinnulíf og daglegt líf fólks. Við þurftum að byggja ákvarðanir á bestu mögulegu gögnum á hverjum tíma. En við vissum líka að gögnin gætu breyst – jafnvel á nokkrum dögum. Þetta var stöðugur dans á milli þess að herða og létta aðgerðir. Ein af stærstu áskorununum var að tryggja að sóttvarnaraðgerðir væru í réttu hlutfalli við samfélagsleg áhrif þeirra. Við lögðum sérstaka áherslu á að vernda viðkvæma hópa, fletja kúrfuna og verja heilbrigðiskerfið frá of miklu álagi. En við vildum líka halda samfélaginu eins virku og mögulegt var – sérstaklega þegar kom að skólastarfi og börnum. Við stóðum frammi fyrir erfiðum spurningum: • Hversu langt átti að ganga í sóttvarnaraðgerðum? • Hvernig tryggðum við að samfélagið væri í gangi án þess að smitin breiddust út of hratt? • Hvenær átti að draga úr aðgerðum, og hvernig átti að framkvæma það þannig að samfélagið gæti jafnað sig hratt og vel? Þessar ákvarðanir voru ekki teknar í tómarúmi. Það var gríðarlega mikilvægt að tryggja gott samstarf við sóttvarnaryfirvöld, vísindasamfélagið, Alþingi og almenning. Hvað skilaði árangri á Íslandi? Ísland kom vel út úr faraldrinum í alþjóðlegum samanburði. En hvað skilaði okkur góðum árangri? ✔ Fámenni og sterkt heilbrigðiskerfi – Við gátum brugðist hratt við. Heilbrigðisstarfsfólkið okkar sýndi ótrúlegan dugnað og sveigjanleika. ✔ Upplýst samfélag og traust – Upplýsingagjöf var skýr og regluleg. Traust milli almennings, stjórnvalda og vísindasamfélagsins var lykilatriði. ✔ Íslenska leiðin í sóttvörnum – Við lögðum áherslu á: • Fjölbreytta sýnatöku og raðgreiningu • Skipulega smitrakningu • Skilvirkar sóttvarnaraðgerðir • Að fletja kúrfuna og forgangsraða vernd viðkvæmra hópa ✔ Samstarf við Íslenska erfðagreiningu – Þeirra aðkoma að sýnatökum og greiningu veirunnar var gríðarlega mikilvæg í gegnum allan faraldurinn. ✔ Framúrskarandi skipulag bólusetninga – Heilsugæslan og heilbrigðisyfirvöld sáu um umfangsmikla bólusetningaáætlun sem skilaði skjótum árangri. Hvað lærðum við og hvaða spurningum eru enn ósvarað? Þrátt fyrir góðan árangur eru enn spurningar sem við þurfum að svara: • Hver eru langtímaáhrif COVID-19 á heilsu fólks, sérstaklega long-COVID? • Hvernig tryggjum við að samfélagið sé betur undirbúið fyrir framtíðarfarsóttir? • Hvernig tökum við upplýstar ákvarðanir í óvissu? Við höfum nú betri yfirsýn en við höfðum á þeim tíma. Það sem gerði viðbrögð Íslands einstök var samvinna – milli vísinda, stjórnmála og samfélagsins alls. Og það er sú samvinna sem mun halda áfram að vera okkar styrkur í framtíðinni. Með því að horfa bæði til gagna, vísinda og reynslu þeirra sem tóku þátt í viðbrögðunum getum við átt samtal sem hjálpar okkur að vera betur undirbúin fyrir næstu áskoranir. Því samtali er ekki lokið. Höfundur er fyrrverandi heilbrigðisráðherra.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun