Hagræðingartillögur í yfirlestri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2025 10:10 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra kallaði eftir sparnaðartillögum úr samfélaginu. Vísir/vilhelm Til stendur að kynna hagræðingartillögur starfshóps forsætisráðherra úr tillögum almennings á ríkisstjórnarfundi á þriðjudaginn. Þetta staðfestir formaður starfshópsins í samtali við fréttastofu. Til stóð að hópurinn lyki vinnu sinni í lok febrúar. Alls bárust 3.985 umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda um hagræðingu í ríkisrekstri eftir ákall Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra. Áætlað er að um tíu þúsund tillögur hafi verið í umsögnunum tæplega fjögur þúsund. Gervigreind var nýtt til að skipta tillögunum í megin þemu. Þau voru sameining stofnana og bætt nýting fasteigna hins opinbera, Alþingi og stjórnarráðið, stafrænar lausnir, sjálfvirknivæðing og endurskoðun opinberrar þjónustu, sala á eignum og breytingar á rekstri fyrirtækja í eigu ríkisins, skattar, endurgreiðslur frá ríkinu og tilfærslukerfi, opinber innkaup, samgöngumál, heilbrigðisþjónusta og lyf, orku- og umhverfismál, utanríkismál og erlent samstarf og ýmsar kerfisbreytingar og hagræðingartillögur. Björn Ingi Victorsson, formaður starfshópsins, segir skýrslu starfshópsins í yfirlestri í dag. Til standi að kynna hagræðingartillögurnar á ríkisstjórnarfundi á þriðjudaginn í næstu viku. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um nokkra tugi tillagna að ræða frá starfshópnum. Fækka Alþingismönnum? Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins þann 30. janúar var að finna fyrstu samantekt um umsagnirnar. Í samantektinni kom til dæmis fram að í tillögunum hafi verið lagt til að aðstoðarmönnum og upplýsingafulltrúum yrði fækkað og að hagrætt yrði í tengslum við akstur og bifreiðar ráðherra. Þá var lagt til að alþingismönnum yrði fækkað og sparað yrði í greiðslum til þeirra vegna aksturs og ferðalaga. Þá fjölluðu einhverjar tillögur einnig um styrki til stjórnmálaflokka og biðlaun kjörinna fulltrúa. Í nokkrum fjölda tillagna var fjallað um að nýta stafrænar lausnir betur og að einfalda regluverk. Meðal þess sem var nefnt var notkun gervigreindar við skjölun og gagnagreiningu, innleiðing sjálfvirkra lausna fyrir samskipti við almenning og breytingar í átt að sjálfvirkni eða aukinni skilvirkni í bókunarkerfum og fjárhagskerfum. Þá kom fram í samantektinni að í mörgum umsögnum hafi verið fjallað um sölu fyrirtækja í eigu ríkisins. Ríkisútvarpið, ÁTVR og hlutur ríkisins í Íslandsbanka voru nefnd í því samhengi. Þá fjölluðu einhverjir um breytingar á skattkerfinu og fyrirkomulag endurgreiðslna úr ríkissjóði vegna til dæmis kvikmyndagerðar og nýsköpunar og þróunar. Þá var einnig fjallað um hagræðingu í innkaupum og fjallað um til dæmis flug og hugbúnaðarleyfi. Draga úr framlögum til loftslagsmála? Ýmis samgöngumál voru samkvæmt tilkynningunni áberandi í innsendum umsögnum. Borgarlínuverkefnið var nefnt oft og bárust meðal annars margar tillögur um að draga úr umfangi verkefnisins eða hætta við það. Einnig var bent á hagræði sem verkefnið gæti skilað. Hagræðing við smíði brúa og annarra samgöngumannvirkja var einnig nefnd í mörgum tillögum, m.a. vegna Ölfusárbrúar og Sundabrautar. Nokkur fjöldi tillagna sneri að bættu aðgengi að almenningssamgöngum og hagkvæmni í rekstri þeirra auk þess sem gjaldtaka fyrir notkun samgöngumannvirkja var oft nefnd sem leið til tekjuöflunar og fjármögnunar innviðaframkvæmda. Margar tillögur af fjölbreyttum toga snertu á heilbrigðisþjónustu, eins og lyfjainnkaupum, rekstri heilbrigðisstofnana, stafrænum lausnum í heilbrigðisþjónustu, fjarheilbrigðisþjónustu og forvörnum og lýðheilsu til að draga úr langtímakostnaði og minnka álag á heilbrigðiskerfið. Þá fjölluðu einnig margar um Landspítalann, heimahjúkrun og framboð á hjúkrunarrýmum. Í tillögunum var fjallað um rafbílavæðingu, byggingu sorpbrennslustöðva, eflingu hringrásarhagkerfisins sem skilað geti margvíslegri hagræðingu og haft jákvæð umhverfisáhrif, innlenda matvælaframleiðslu og fleira. Jafnframt bar nokkur fjöldi umsagna með sér tillögur um að draga úr framlögum til loftslagsmála. Draga úr ferðum ríkisstarfsmanna til útlanda? Þá lagði nokkur fjöldi til hagræðingu í rekstri sendiráða eins og með tilfærslu þeirra í ódýrara húsnæði eða fækkun þeirra. Þá bárust einnig nokkur fjöldi tillagna barst um að stöðva framlög til vopnakaupa og Atlantshafsbandalagsins. Þá beindust margar tillögur að því að draga úr ferðum starfsmanna ríkisins erlendis. Aðrar tillögur vörðuðu til dæmis sameiningu sveitarfélaga, að draga úr framlögum til starfslauna listamanna, trúmála og kirkjunnar. Þá var einnig fjallað um að draga úr framlögum til þjónustu við umsækjendum um alþjóðlega vernd. „Ítarlegri úrvinnsla og greining á tillögunum mun fara fram í starfi hópsins. Forsætisráðuneytið hefur jafnframt sent forstöðumönnum hjá ríkinu bréf og óskað eftir tillögum þeirra er varðar hagræðingu í rekstri ríkisins, einföldun stjórnsýslu og sameiningu stofnana. Þá hafa öll ráðuneyti einnig fengið sambærileg erindi. Verða tillögur þeirra jafnframt nýttar í starfi hópsins,“ sagði í samantekinni. Koma verður í ljós á þriðjudaginn hvaða hugmyndir almennings hlutu blessun starfshópsins og urðu að tillögum fyrir ríkisstjórnina að sparnaðaraðgerðum. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
Alls bárust 3.985 umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda um hagræðingu í ríkisrekstri eftir ákall Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra. Áætlað er að um tíu þúsund tillögur hafi verið í umsögnunum tæplega fjögur þúsund. Gervigreind var nýtt til að skipta tillögunum í megin þemu. Þau voru sameining stofnana og bætt nýting fasteigna hins opinbera, Alþingi og stjórnarráðið, stafrænar lausnir, sjálfvirknivæðing og endurskoðun opinberrar þjónustu, sala á eignum og breytingar á rekstri fyrirtækja í eigu ríkisins, skattar, endurgreiðslur frá ríkinu og tilfærslukerfi, opinber innkaup, samgöngumál, heilbrigðisþjónusta og lyf, orku- og umhverfismál, utanríkismál og erlent samstarf og ýmsar kerfisbreytingar og hagræðingartillögur. Björn Ingi Victorsson, formaður starfshópsins, segir skýrslu starfshópsins í yfirlestri í dag. Til standi að kynna hagræðingartillögurnar á ríkisstjórnarfundi á þriðjudaginn í næstu viku. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um nokkra tugi tillagna að ræða frá starfshópnum. Fækka Alþingismönnum? Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins þann 30. janúar var að finna fyrstu samantekt um umsagnirnar. Í samantektinni kom til dæmis fram að í tillögunum hafi verið lagt til að aðstoðarmönnum og upplýsingafulltrúum yrði fækkað og að hagrætt yrði í tengslum við akstur og bifreiðar ráðherra. Þá var lagt til að alþingismönnum yrði fækkað og sparað yrði í greiðslum til þeirra vegna aksturs og ferðalaga. Þá fjölluðu einhverjar tillögur einnig um styrki til stjórnmálaflokka og biðlaun kjörinna fulltrúa. Í nokkrum fjölda tillagna var fjallað um að nýta stafrænar lausnir betur og að einfalda regluverk. Meðal þess sem var nefnt var notkun gervigreindar við skjölun og gagnagreiningu, innleiðing sjálfvirkra lausna fyrir samskipti við almenning og breytingar í átt að sjálfvirkni eða aukinni skilvirkni í bókunarkerfum og fjárhagskerfum. Þá kom fram í samantektinni að í mörgum umsögnum hafi verið fjallað um sölu fyrirtækja í eigu ríkisins. Ríkisútvarpið, ÁTVR og hlutur ríkisins í Íslandsbanka voru nefnd í því samhengi. Þá fjölluðu einhverjir um breytingar á skattkerfinu og fyrirkomulag endurgreiðslna úr ríkissjóði vegna til dæmis kvikmyndagerðar og nýsköpunar og þróunar. Þá var einnig fjallað um hagræðingu í innkaupum og fjallað um til dæmis flug og hugbúnaðarleyfi. Draga úr framlögum til loftslagsmála? Ýmis samgöngumál voru samkvæmt tilkynningunni áberandi í innsendum umsögnum. Borgarlínuverkefnið var nefnt oft og bárust meðal annars margar tillögur um að draga úr umfangi verkefnisins eða hætta við það. Einnig var bent á hagræði sem verkefnið gæti skilað. Hagræðing við smíði brúa og annarra samgöngumannvirkja var einnig nefnd í mörgum tillögum, m.a. vegna Ölfusárbrúar og Sundabrautar. Nokkur fjöldi tillagna sneri að bættu aðgengi að almenningssamgöngum og hagkvæmni í rekstri þeirra auk þess sem gjaldtaka fyrir notkun samgöngumannvirkja var oft nefnd sem leið til tekjuöflunar og fjármögnunar innviðaframkvæmda. Margar tillögur af fjölbreyttum toga snertu á heilbrigðisþjónustu, eins og lyfjainnkaupum, rekstri heilbrigðisstofnana, stafrænum lausnum í heilbrigðisþjónustu, fjarheilbrigðisþjónustu og forvörnum og lýðheilsu til að draga úr langtímakostnaði og minnka álag á heilbrigðiskerfið. Þá fjölluðu einnig margar um Landspítalann, heimahjúkrun og framboð á hjúkrunarrýmum. Í tillögunum var fjallað um rafbílavæðingu, byggingu sorpbrennslustöðva, eflingu hringrásarhagkerfisins sem skilað geti margvíslegri hagræðingu og haft jákvæð umhverfisáhrif, innlenda matvælaframleiðslu og fleira. Jafnframt bar nokkur fjöldi umsagna með sér tillögur um að draga úr framlögum til loftslagsmála. Draga úr ferðum ríkisstarfsmanna til útlanda? Þá lagði nokkur fjöldi til hagræðingu í rekstri sendiráða eins og með tilfærslu þeirra í ódýrara húsnæði eða fækkun þeirra. Þá bárust einnig nokkur fjöldi tillagna barst um að stöðva framlög til vopnakaupa og Atlantshafsbandalagsins. Þá beindust margar tillögur að því að draga úr ferðum starfsmanna ríkisins erlendis. Aðrar tillögur vörðuðu til dæmis sameiningu sveitarfélaga, að draga úr framlögum til starfslauna listamanna, trúmála og kirkjunnar. Þá var einnig fjallað um að draga úr framlögum til þjónustu við umsækjendum um alþjóðlega vernd. „Ítarlegri úrvinnsla og greining á tillögunum mun fara fram í starfi hópsins. Forsætisráðuneytið hefur jafnframt sent forstöðumönnum hjá ríkinu bréf og óskað eftir tillögum þeirra er varðar hagræðingu í rekstri ríkisins, einföldun stjórnsýslu og sameiningu stofnana. Þá hafa öll ráðuneyti einnig fengið sambærileg erindi. Verða tillögur þeirra jafnframt nýttar í starfi hópsins,“ sagði í samantekinni. Koma verður í ljós á þriðjudaginn hvaða hugmyndir almennings hlutu blessun starfshópsins og urðu að tillögum fyrir ríkisstjórnina að sparnaðaraðgerðum.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira