Hagræðingartillögur í yfirlestri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2025 10:10 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra kallaði eftir sparnaðartillögum úr samfélaginu. Vísir/vilhelm Til stendur að kynna hagræðingartillögur starfshóps forsætisráðherra úr tillögum almennings á ríkisstjórnarfundi á þriðjudaginn. Þetta staðfestir formaður starfshópsins í samtali við fréttastofu. Til stóð að hópurinn lyki vinnu sinni í lok febrúar. Alls bárust 3.985 umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda um hagræðingu í ríkisrekstri eftir ákall Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra. Áætlað er að um tíu þúsund tillögur hafi verið í umsögnunum tæplega fjögur þúsund. Gervigreind var nýtt til að skipta tillögunum í megin þemu. Þau voru sameining stofnana og bætt nýting fasteigna hins opinbera, Alþingi og stjórnarráðið, stafrænar lausnir, sjálfvirknivæðing og endurskoðun opinberrar þjónustu, sala á eignum og breytingar á rekstri fyrirtækja í eigu ríkisins, skattar, endurgreiðslur frá ríkinu og tilfærslukerfi, opinber innkaup, samgöngumál, heilbrigðisþjónusta og lyf, orku- og umhverfismál, utanríkismál og erlent samstarf og ýmsar kerfisbreytingar og hagræðingartillögur. Björn Ingi Victorsson, formaður starfshópsins, segir skýrslu starfshópsins í yfirlestri í dag. Til standi að kynna hagræðingartillögurnar á ríkisstjórnarfundi á þriðjudaginn í næstu viku. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um nokkra tugi tillagna að ræða frá starfshópnum. Fækka Alþingismönnum? Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins þann 30. janúar var að finna fyrstu samantekt um umsagnirnar. Í samantektinni kom til dæmis fram að í tillögunum hafi verið lagt til að aðstoðarmönnum og upplýsingafulltrúum yrði fækkað og að hagrætt yrði í tengslum við akstur og bifreiðar ráðherra. Þá var lagt til að alþingismönnum yrði fækkað og sparað yrði í greiðslum til þeirra vegna aksturs og ferðalaga. Þá fjölluðu einhverjar tillögur einnig um styrki til stjórnmálaflokka og biðlaun kjörinna fulltrúa. Í nokkrum fjölda tillagna var fjallað um að nýta stafrænar lausnir betur og að einfalda regluverk. Meðal þess sem var nefnt var notkun gervigreindar við skjölun og gagnagreiningu, innleiðing sjálfvirkra lausna fyrir samskipti við almenning og breytingar í átt að sjálfvirkni eða aukinni skilvirkni í bókunarkerfum og fjárhagskerfum. Þá kom fram í samantektinni að í mörgum umsögnum hafi verið fjallað um sölu fyrirtækja í eigu ríkisins. Ríkisútvarpið, ÁTVR og hlutur ríkisins í Íslandsbanka voru nefnd í því samhengi. Þá fjölluðu einhverjir um breytingar á skattkerfinu og fyrirkomulag endurgreiðslna úr ríkissjóði vegna til dæmis kvikmyndagerðar og nýsköpunar og þróunar. Þá var einnig fjallað um hagræðingu í innkaupum og fjallað um til dæmis flug og hugbúnaðarleyfi. Draga úr framlögum til loftslagsmála? Ýmis samgöngumál voru samkvæmt tilkynningunni áberandi í innsendum umsögnum. Borgarlínuverkefnið var nefnt oft og bárust meðal annars margar tillögur um að draga úr umfangi verkefnisins eða hætta við það. Einnig var bent á hagræði sem verkefnið gæti skilað. Hagræðing við smíði brúa og annarra samgöngumannvirkja var einnig nefnd í mörgum tillögum, m.a. vegna Ölfusárbrúar og Sundabrautar. Nokkur fjöldi tillagna sneri að bættu aðgengi að almenningssamgöngum og hagkvæmni í rekstri þeirra auk þess sem gjaldtaka fyrir notkun samgöngumannvirkja var oft nefnd sem leið til tekjuöflunar og fjármögnunar innviðaframkvæmda. Margar tillögur af fjölbreyttum toga snertu á heilbrigðisþjónustu, eins og lyfjainnkaupum, rekstri heilbrigðisstofnana, stafrænum lausnum í heilbrigðisþjónustu, fjarheilbrigðisþjónustu og forvörnum og lýðheilsu til að draga úr langtímakostnaði og minnka álag á heilbrigðiskerfið. Þá fjölluðu einnig margar um Landspítalann, heimahjúkrun og framboð á hjúkrunarrýmum. Í tillögunum var fjallað um rafbílavæðingu, byggingu sorpbrennslustöðva, eflingu hringrásarhagkerfisins sem skilað geti margvíslegri hagræðingu og haft jákvæð umhverfisáhrif, innlenda matvælaframleiðslu og fleira. Jafnframt bar nokkur fjöldi umsagna með sér tillögur um að draga úr framlögum til loftslagsmála. Draga úr ferðum ríkisstarfsmanna til útlanda? Þá lagði nokkur fjöldi til hagræðingu í rekstri sendiráða eins og með tilfærslu þeirra í ódýrara húsnæði eða fækkun þeirra. Þá bárust einnig nokkur fjöldi tillagna barst um að stöðva framlög til vopnakaupa og Atlantshafsbandalagsins. Þá beindust margar tillögur að því að draga úr ferðum starfsmanna ríkisins erlendis. Aðrar tillögur vörðuðu til dæmis sameiningu sveitarfélaga, að draga úr framlögum til starfslauna listamanna, trúmála og kirkjunnar. Þá var einnig fjallað um að draga úr framlögum til þjónustu við umsækjendum um alþjóðlega vernd. „Ítarlegri úrvinnsla og greining á tillögunum mun fara fram í starfi hópsins. Forsætisráðuneytið hefur jafnframt sent forstöðumönnum hjá ríkinu bréf og óskað eftir tillögum þeirra er varðar hagræðingu í rekstri ríkisins, einföldun stjórnsýslu og sameiningu stofnana. Þá hafa öll ráðuneyti einnig fengið sambærileg erindi. Verða tillögur þeirra jafnframt nýttar í starfi hópsins,“ sagði í samantekinni. Koma verður í ljós á þriðjudaginn hvaða hugmyndir almennings hlutu blessun starfshópsins og urðu að tillögum fyrir ríkisstjórnina að sparnaðaraðgerðum. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fleiri fréttir Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Sjá meira
Alls bárust 3.985 umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda um hagræðingu í ríkisrekstri eftir ákall Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra. Áætlað er að um tíu þúsund tillögur hafi verið í umsögnunum tæplega fjögur þúsund. Gervigreind var nýtt til að skipta tillögunum í megin þemu. Þau voru sameining stofnana og bætt nýting fasteigna hins opinbera, Alþingi og stjórnarráðið, stafrænar lausnir, sjálfvirknivæðing og endurskoðun opinberrar þjónustu, sala á eignum og breytingar á rekstri fyrirtækja í eigu ríkisins, skattar, endurgreiðslur frá ríkinu og tilfærslukerfi, opinber innkaup, samgöngumál, heilbrigðisþjónusta og lyf, orku- og umhverfismál, utanríkismál og erlent samstarf og ýmsar kerfisbreytingar og hagræðingartillögur. Björn Ingi Victorsson, formaður starfshópsins, segir skýrslu starfshópsins í yfirlestri í dag. Til standi að kynna hagræðingartillögurnar á ríkisstjórnarfundi á þriðjudaginn í næstu viku. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um nokkra tugi tillagna að ræða frá starfshópnum. Fækka Alþingismönnum? Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins þann 30. janúar var að finna fyrstu samantekt um umsagnirnar. Í samantektinni kom til dæmis fram að í tillögunum hafi verið lagt til að aðstoðarmönnum og upplýsingafulltrúum yrði fækkað og að hagrætt yrði í tengslum við akstur og bifreiðar ráðherra. Þá var lagt til að alþingismönnum yrði fækkað og sparað yrði í greiðslum til þeirra vegna aksturs og ferðalaga. Þá fjölluðu einhverjar tillögur einnig um styrki til stjórnmálaflokka og biðlaun kjörinna fulltrúa. Í nokkrum fjölda tillagna var fjallað um að nýta stafrænar lausnir betur og að einfalda regluverk. Meðal þess sem var nefnt var notkun gervigreindar við skjölun og gagnagreiningu, innleiðing sjálfvirkra lausna fyrir samskipti við almenning og breytingar í átt að sjálfvirkni eða aukinni skilvirkni í bókunarkerfum og fjárhagskerfum. Þá kom fram í samantektinni að í mörgum umsögnum hafi verið fjallað um sölu fyrirtækja í eigu ríkisins. Ríkisútvarpið, ÁTVR og hlutur ríkisins í Íslandsbanka voru nefnd í því samhengi. Þá fjölluðu einhverjir um breytingar á skattkerfinu og fyrirkomulag endurgreiðslna úr ríkissjóði vegna til dæmis kvikmyndagerðar og nýsköpunar og þróunar. Þá var einnig fjallað um hagræðingu í innkaupum og fjallað um til dæmis flug og hugbúnaðarleyfi. Draga úr framlögum til loftslagsmála? Ýmis samgöngumál voru samkvæmt tilkynningunni áberandi í innsendum umsögnum. Borgarlínuverkefnið var nefnt oft og bárust meðal annars margar tillögur um að draga úr umfangi verkefnisins eða hætta við það. Einnig var bent á hagræði sem verkefnið gæti skilað. Hagræðing við smíði brúa og annarra samgöngumannvirkja var einnig nefnd í mörgum tillögum, m.a. vegna Ölfusárbrúar og Sundabrautar. Nokkur fjöldi tillagna sneri að bættu aðgengi að almenningssamgöngum og hagkvæmni í rekstri þeirra auk þess sem gjaldtaka fyrir notkun samgöngumannvirkja var oft nefnd sem leið til tekjuöflunar og fjármögnunar innviðaframkvæmda. Margar tillögur af fjölbreyttum toga snertu á heilbrigðisþjónustu, eins og lyfjainnkaupum, rekstri heilbrigðisstofnana, stafrænum lausnum í heilbrigðisþjónustu, fjarheilbrigðisþjónustu og forvörnum og lýðheilsu til að draga úr langtímakostnaði og minnka álag á heilbrigðiskerfið. Þá fjölluðu einnig margar um Landspítalann, heimahjúkrun og framboð á hjúkrunarrýmum. Í tillögunum var fjallað um rafbílavæðingu, byggingu sorpbrennslustöðva, eflingu hringrásarhagkerfisins sem skilað geti margvíslegri hagræðingu og haft jákvæð umhverfisáhrif, innlenda matvælaframleiðslu og fleira. Jafnframt bar nokkur fjöldi umsagna með sér tillögur um að draga úr framlögum til loftslagsmála. Draga úr ferðum ríkisstarfsmanna til útlanda? Þá lagði nokkur fjöldi til hagræðingu í rekstri sendiráða eins og með tilfærslu þeirra í ódýrara húsnæði eða fækkun þeirra. Þá bárust einnig nokkur fjöldi tillagna barst um að stöðva framlög til vopnakaupa og Atlantshafsbandalagsins. Þá beindust margar tillögur að því að draga úr ferðum starfsmanna ríkisins erlendis. Aðrar tillögur vörðuðu til dæmis sameiningu sveitarfélaga, að draga úr framlögum til starfslauna listamanna, trúmála og kirkjunnar. Þá var einnig fjallað um að draga úr framlögum til þjónustu við umsækjendum um alþjóðlega vernd. „Ítarlegri úrvinnsla og greining á tillögunum mun fara fram í starfi hópsins. Forsætisráðuneytið hefur jafnframt sent forstöðumönnum hjá ríkinu bréf og óskað eftir tillögum þeirra er varðar hagræðingu í rekstri ríkisins, einföldun stjórnsýslu og sameiningu stofnana. Þá hafa öll ráðuneyti einnig fengið sambærileg erindi. Verða tillögur þeirra jafnframt nýttar í starfi hópsins,“ sagði í samantekinni. Koma verður í ljós á þriðjudaginn hvaða hugmyndir almennings hlutu blessun starfshópsins og urðu að tillögum fyrir ríkisstjórnina að sparnaðaraðgerðum.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fleiri fréttir Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Sjá meira