Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar 28. febrúar 2025 09:32 Það styttist óðum í kosningar í VR, sem verða 6. til 13. mars. Það er búið að vera gaman að hafa færi á því að ræða við félaga í VR um það sem á þeim brennur, en einnig áhugavert að fylgjast með umræðunni á opinberum vettvangi. Það sem hefur komið mér nokkuð á óvart er það hvaða mál eða efnisatriði hafa verið mest til umræðu, til dæmis ef horft er til síðustu daga. Mér sýnist nokkuð skýrt að forysta VR er ekki að ræða það sem hæst ber í samfélaginu um stöðu kjaramála, nýgerða kjarasamninga og áhrif þeirra á þróun efnahagsmála. Í þessum efnum þarf VR að stíga fram með miklu skýrari hætti og ræða þessa nýju stöðu við félagsfólk og viðsemjendur okkar. Greina samningana með skýrum hætti og þora að stíga fram með hagsmuni VR fólks að leiðarljósi. Okkar kjarasamningar, sem gilda frá febrúar 2024 til janúar 2028, byggðust á skýrum forsendum um þróun vaxta, kaupmáttar og fleiri þátta. Það skiptir máli að við metum áhrifin af þessu á okkar kjarasamninga og að okkar fólk sé leiðandi í umræðunni um það hvernig sá efnahagsárangur sem þegar hefur náðst verði varinn. VR á að vera leiðandi í þessari umræðu gagnvart stjórvöldum og öllum sem að þessu koma. Félagar í VR starfa svo til eingöngu á almennum vinnumarkaði og þeir þurfa að geta treyst því að forsendur kjarasamninga haldi, þannig að þær launahækkanir sem samið var um skili sér til félagsfólks og að forysta félagsins sé vakin og sofin í því að tryggja þannig kaup og kjör okkar. Ég vil að VR sé í fréttum vegna baráttu sinnar fyrir bættum réttindum sinna félagsmanna og baráttu fyrir stöðugu efnahagsumhverfi fyrir heimilin í landinu. Því er það dapurlegt að sjá að umfjöllun um VR núna snúist að mestu um ráðningarkjör formanns, hvort sem er í fjölmiðlum eða kaffistofunum. Öll ráðningarkjör eiga að vera einföld og gagnsæ, uppi á borði, og í samræmi við það sem við þekkjum á almennum vinnumarkaði. Fyrir það mun ég standa hljóti ég kjör sem formaður VR. VR samanstendur af stórum hópi gríðarlega öflugs fólks. Félagar búa við ólíkar aðstæður, hafa mismunandi kjör, sumir eru á töxtum, aðrir semja um eigin laun. Öll eigum við þó sameiginlega hagsmuni í því að VR sé öflugt félag sem skapi þann grunn sem við öll byggjum á, tryggi okkur þau réttindi sem við eigum að hafa, ríði það öryggisnet sem við gætum þarfnast. Félag sem sé leiðandi í umræðu um kaup og kjör og fréttir af því snúist um samtakamátt og samheldni. Það eru uppi hættumerki um forsendur kjarasamninga og stöðuna í efnahagsmálum almennt. Í þá umræðu þarf VR að mæta til leiks sameinað og baráttuglatt með skýr markmið og stefnu og með það grundvallar í öllum okkar málflutningi og aðgerðum að við erum sterkari saman. Ég hef í mínum málflutningi lagt aðaláherslu á hlutverk VR fyrir allt félagsfólk og hvernig við getum nýtt afl félagsins til að vera leiðandi í umræðu og baráttu um kaup og kjör og unnið saman að hagmunum okkar allra. Fátt dregur meira úr okkur slagkraftinn en eitthvert karp um innri mál. Umræðan ætti að mínu viti að snúast um grundvallaratriði, um kaup og kjör, um hvernig við stöndum saman að því að vinna að hagsmunum okkar allra. Til þess þurfum við formann sem vinnur fyrir allt félagsfólk og leggur það til grundvallar í öllum sínum störfum að við erum sterkari saman. Þannig formaður mun ég verða. Höfundur er viðskiptafræðingur og í framboði til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Flosi Eiríksson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Það styttist óðum í kosningar í VR, sem verða 6. til 13. mars. Það er búið að vera gaman að hafa færi á því að ræða við félaga í VR um það sem á þeim brennur, en einnig áhugavert að fylgjast með umræðunni á opinberum vettvangi. Það sem hefur komið mér nokkuð á óvart er það hvaða mál eða efnisatriði hafa verið mest til umræðu, til dæmis ef horft er til síðustu daga. Mér sýnist nokkuð skýrt að forysta VR er ekki að ræða það sem hæst ber í samfélaginu um stöðu kjaramála, nýgerða kjarasamninga og áhrif þeirra á þróun efnahagsmála. Í þessum efnum þarf VR að stíga fram með miklu skýrari hætti og ræða þessa nýju stöðu við félagsfólk og viðsemjendur okkar. Greina samningana með skýrum hætti og þora að stíga fram með hagsmuni VR fólks að leiðarljósi. Okkar kjarasamningar, sem gilda frá febrúar 2024 til janúar 2028, byggðust á skýrum forsendum um þróun vaxta, kaupmáttar og fleiri þátta. Það skiptir máli að við metum áhrifin af þessu á okkar kjarasamninga og að okkar fólk sé leiðandi í umræðunni um það hvernig sá efnahagsárangur sem þegar hefur náðst verði varinn. VR á að vera leiðandi í þessari umræðu gagnvart stjórvöldum og öllum sem að þessu koma. Félagar í VR starfa svo til eingöngu á almennum vinnumarkaði og þeir þurfa að geta treyst því að forsendur kjarasamninga haldi, þannig að þær launahækkanir sem samið var um skili sér til félagsfólks og að forysta félagsins sé vakin og sofin í því að tryggja þannig kaup og kjör okkar. Ég vil að VR sé í fréttum vegna baráttu sinnar fyrir bættum réttindum sinna félagsmanna og baráttu fyrir stöðugu efnahagsumhverfi fyrir heimilin í landinu. Því er það dapurlegt að sjá að umfjöllun um VR núna snúist að mestu um ráðningarkjör formanns, hvort sem er í fjölmiðlum eða kaffistofunum. Öll ráðningarkjör eiga að vera einföld og gagnsæ, uppi á borði, og í samræmi við það sem við þekkjum á almennum vinnumarkaði. Fyrir það mun ég standa hljóti ég kjör sem formaður VR. VR samanstendur af stórum hópi gríðarlega öflugs fólks. Félagar búa við ólíkar aðstæður, hafa mismunandi kjör, sumir eru á töxtum, aðrir semja um eigin laun. Öll eigum við þó sameiginlega hagsmuni í því að VR sé öflugt félag sem skapi þann grunn sem við öll byggjum á, tryggi okkur þau réttindi sem við eigum að hafa, ríði það öryggisnet sem við gætum þarfnast. Félag sem sé leiðandi í umræðu um kaup og kjör og fréttir af því snúist um samtakamátt og samheldni. Það eru uppi hættumerki um forsendur kjarasamninga og stöðuna í efnahagsmálum almennt. Í þá umræðu þarf VR að mæta til leiks sameinað og baráttuglatt með skýr markmið og stefnu og með það grundvallar í öllum okkar málflutningi og aðgerðum að við erum sterkari saman. Ég hef í mínum málflutningi lagt aðaláherslu á hlutverk VR fyrir allt félagsfólk og hvernig við getum nýtt afl félagsins til að vera leiðandi í umræðu og baráttu um kaup og kjör og unnið saman að hagmunum okkar allra. Fátt dregur meira úr okkur slagkraftinn en eitthvert karp um innri mál. Umræðan ætti að mínu viti að snúast um grundvallaratriði, um kaup og kjör, um hvernig við stöndum saman að því að vinna að hagsmunum okkar allra. Til þess þurfum við formann sem vinnur fyrir allt félagsfólk og leggur það til grundvallar í öllum sínum störfum að við erum sterkari saman. Þannig formaður mun ég verða. Höfundur er viðskiptafræðingur og í framboði til formanns VR.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar