Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2025 21:48 Sólveig Anna Jónsdóttir og Sigurður Kjærnested. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að í væntanlegum kjaraviðræðum félagsmanna í hjúkrunarstörfum verði nýir kennarar samninga teknir til skoðunar. Hann innihéldi „miklu, miklu meiri hækkanir“ en áður hefði verið samið um. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir uppsögn tiltölulega nýs kjarasamnings í dag hafa komið fólki verulega á óvart. Efling sagði í dag upp kjarasamning um 2.300 félagsmanna í hjúkrunarstörfum. Kjarasamningurinn var undirritaður 2. október og samþykktur um miðjan þann mánuð. „Þegar við vorum í kjarasamningsviðræðum við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu var okkar helsta markmið að bæta mönnun,“ segir Sólveig. „Hún er mjög léleg og hefur hræðileg áhrif á starfsaðstæður Eflingarfólks og leiðir til mikils álags og svo framvegis.“ Hún segir að þegar samningurinn hafi verið undirritaður hafi fylgt honum yfirlýsing frá heilbrigðisráðuneytinu um stofnun vinnuhóps. Þeim hópi væri ætlað að útbúa mönnunarviðmið sem hægt væri að fara eftir. Hópurinn væri búinn að skila niðurstöðu en Sólveig segir hana algerlega ófullnægjandi. Hún segir samninginn vera með forsenduákvæði sem segi til um að hægt sé að segja honum upp, ef Efling væri ekki ánægð með tillögurnar. Það þyrfti að vera gert fyrir 1. apríl. „En við sáum enga ástæðu til þess að bíða. Við vildum einfaldlega koma þessum skilaboðum áleiðis hratt og örugglega til okkar viðsemjenda og ríkissáttasemjara og það gerðum við í dag.“ Sólveig sagði að Efling myndi fylgja þeirra kröfugerð en sá varnagli yrði sleginn um að nú væri til að mynda búið að undirrita kjarasamning við kennara. Hann innihéldi „miklu, miklu meiri hækkanir“ en áður hefði verið samið um. Nú þegar samningarnir verði opnir verði skoðað hvað opinberir launagreiðendur hafi samið um við aðra. Sólveig vildi ekki segja að farið yrði fram á frekari hækkanir en samið var um í samningunum frá október en samningur kennara yrði að sjálfsögðu skoðaður. „Þá langar mig líka að segja að við erum að fjalla um kjarasamning fyrir risastóran hóp ómissandi starfsfólks, mestmegnis kvenna, sem eru í því sem hægt er að kalla sögulega vanmetin kvennastörf. Ef einhver á hér inni einhverskonar leiðréttingu á sínum kjörum, þá er það sannarlega þessi hópur.“ Samningi sagt upp í miðri á Sigurjón Norberg Kjærnested, framkvæmdastjóri SFV, segir uppsögn samningsins í dag hafa komið verulega á óvart. Vinnan sem Sólveig hefði vísað til, sem sneri að því að búa til viðmið um mönnun og ná sátt um hvernig eigi að fjármagna það, væri enn lokið. „Stjórnvöld hafa til 1. apríl til að bregðast við og koma með sínar tillögur og sína áætlun, þannig að þetta kom okkur bara gersamlega í opna skjöldu. Að samningnum sé sagt upp á þessum tímapunkti, þegar við erum í miðri á.“ Aðspurður hvort eitthvað hafi verið ýtt eftir svörum eða einhverjum viðvörubjöllum hringt, segir Sigurjón svo ekki vera. „Þetta kom okkur mjög á óvart vegna þess að það eru allir að vinna að fullum heilindum að þessu sameiginlega markmiði um að ná sáttum um hvernig viljum við manna þessa mikilvægu þjónustu til framtíðar,“ segir Sigurjón. Hann segir SFV, stjórnvöld og Eflingu hafa verið í þessari vinnu og að henni sé ekki lokið. „Eins og ég segi, stjórnvöld hafa frest til 1. apríl til að koma með sín viðbrögð og áætlun.“ Hann segist vona að enn sé hægt að ná sátt um þá vinnu. „Við erum að tala um þjónustu þrjú þúsund af veikustu einstaklingum samfélagsins. Við þurfum að hafa sátt um þetta og stöðugleika í þjónustunni. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Stéttarfélög Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) „harma þá óvissu sem upp er komin“ eftir að Efling sagði upp kjarasamningi sem gerður var í október. Kjarasamningar um 2.300 félagsmanna Eflingar munu losna í maí. 27. febrúar 2025 18:17 Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Samninganefnd Eflingarfélaga hjá hjúkrunarheimilum hefur tilkynnt Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) um uppsögn kjarasamnings. Efling segir uppsögnina snúast um mönnun en ekki launakröfur. Kjararsamningar um 2.300 félagsmanna Eflingar munu því losna í maí. 27. febrúar 2025 16:08 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir uppsögn tiltölulega nýs kjarasamnings í dag hafa komið fólki verulega á óvart. Efling sagði í dag upp kjarasamning um 2.300 félagsmanna í hjúkrunarstörfum. Kjarasamningurinn var undirritaður 2. október og samþykktur um miðjan þann mánuð. „Þegar við vorum í kjarasamningsviðræðum við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu var okkar helsta markmið að bæta mönnun,“ segir Sólveig. „Hún er mjög léleg og hefur hræðileg áhrif á starfsaðstæður Eflingarfólks og leiðir til mikils álags og svo framvegis.“ Hún segir að þegar samningurinn hafi verið undirritaður hafi fylgt honum yfirlýsing frá heilbrigðisráðuneytinu um stofnun vinnuhóps. Þeim hópi væri ætlað að útbúa mönnunarviðmið sem hægt væri að fara eftir. Hópurinn væri búinn að skila niðurstöðu en Sólveig segir hana algerlega ófullnægjandi. Hún segir samninginn vera með forsenduákvæði sem segi til um að hægt sé að segja honum upp, ef Efling væri ekki ánægð með tillögurnar. Það þyrfti að vera gert fyrir 1. apríl. „En við sáum enga ástæðu til þess að bíða. Við vildum einfaldlega koma þessum skilaboðum áleiðis hratt og örugglega til okkar viðsemjenda og ríkissáttasemjara og það gerðum við í dag.“ Sólveig sagði að Efling myndi fylgja þeirra kröfugerð en sá varnagli yrði sleginn um að nú væri til að mynda búið að undirrita kjarasamning við kennara. Hann innihéldi „miklu, miklu meiri hækkanir“ en áður hefði verið samið um. Nú þegar samningarnir verði opnir verði skoðað hvað opinberir launagreiðendur hafi samið um við aðra. Sólveig vildi ekki segja að farið yrði fram á frekari hækkanir en samið var um í samningunum frá október en samningur kennara yrði að sjálfsögðu skoðaður. „Þá langar mig líka að segja að við erum að fjalla um kjarasamning fyrir risastóran hóp ómissandi starfsfólks, mestmegnis kvenna, sem eru í því sem hægt er að kalla sögulega vanmetin kvennastörf. Ef einhver á hér inni einhverskonar leiðréttingu á sínum kjörum, þá er það sannarlega þessi hópur.“ Samningi sagt upp í miðri á Sigurjón Norberg Kjærnested, framkvæmdastjóri SFV, segir uppsögn samningsins í dag hafa komið verulega á óvart. Vinnan sem Sólveig hefði vísað til, sem sneri að því að búa til viðmið um mönnun og ná sátt um hvernig eigi að fjármagna það, væri enn lokið. „Stjórnvöld hafa til 1. apríl til að bregðast við og koma með sínar tillögur og sína áætlun, þannig að þetta kom okkur bara gersamlega í opna skjöldu. Að samningnum sé sagt upp á þessum tímapunkti, þegar við erum í miðri á.“ Aðspurður hvort eitthvað hafi verið ýtt eftir svörum eða einhverjum viðvörubjöllum hringt, segir Sigurjón svo ekki vera. „Þetta kom okkur mjög á óvart vegna þess að það eru allir að vinna að fullum heilindum að þessu sameiginlega markmiði um að ná sáttum um hvernig viljum við manna þessa mikilvægu þjónustu til framtíðar,“ segir Sigurjón. Hann segir SFV, stjórnvöld og Eflingu hafa verið í þessari vinnu og að henni sé ekki lokið. „Eins og ég segi, stjórnvöld hafa frest til 1. apríl til að koma með sín viðbrögð og áætlun.“ Hann segist vona að enn sé hægt að ná sátt um þá vinnu. „Við erum að tala um þjónustu þrjú þúsund af veikustu einstaklingum samfélagsins. Við þurfum að hafa sátt um þetta og stöðugleika í þjónustunni.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Stéttarfélög Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) „harma þá óvissu sem upp er komin“ eftir að Efling sagði upp kjarasamningi sem gerður var í október. Kjarasamningar um 2.300 félagsmanna Eflingar munu losna í maí. 27. febrúar 2025 18:17 Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Samninganefnd Eflingarfélaga hjá hjúkrunarheimilum hefur tilkynnt Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) um uppsögn kjarasamnings. Efling segir uppsögnina snúast um mönnun en ekki launakröfur. Kjararsamningar um 2.300 félagsmanna Eflingar munu því losna í maí. 27. febrúar 2025 16:08 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) „harma þá óvissu sem upp er komin“ eftir að Efling sagði upp kjarasamningi sem gerður var í október. Kjarasamningar um 2.300 félagsmanna Eflingar munu losna í maí. 27. febrúar 2025 18:17
Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Samninganefnd Eflingarfélaga hjá hjúkrunarheimilum hefur tilkynnt Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) um uppsögn kjarasamnings. Efling segir uppsögnina snúast um mönnun en ekki launakröfur. Kjararsamningar um 2.300 félagsmanna Eflingar munu því losna í maí. 27. febrúar 2025 16:08