Ekki valin en draumurinn lifir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. febrúar 2025 16:26 Björg segist spennt fyrir því að vinna með Ölmu Möller heilbrigðisráðherra gefist tækifæri til þess. Mayo Clinic/Vilhelm Íslenskur læknir í Bandaríkjunum sem sótti um embætti landlæknis en var ekki valin vonast samt til þess að draumur hennar rætist, að geta lagt sitt af mörkum til íslensks heilbrigðiskerfis. Hún er uppnumin eftir vinnu þríeykisins í kórónuveirufaraldrinum. Alma Möller lét af störfum sem landlæknir vegna pólitísks draums og er í dag heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir hefur verið settur landlæknir á meðan eftirmanns Ölmu er leitað. Staðan var auglýst í desember og upplýst um umsækjendur í janúar. Þau voru: Björg Þorsteinsdóttir, læknir/ráðgjafi Eik Haraldsdóttir, lífeindafræðingur Elísabet Benedikz, yfirlæknir María Heimisdóttir, yfirlæknir Ólafur Baldursson, sérfræðingur (framkvæmdastjóri lækninga í leyfi) Tilkynnt var um það á fimmta tímanum í dag að María Heimisdóttir hefði verið skipuð landlæknir. Féll á stjórnunarreynslunni Björg Þorsteinsdóttir starfar við hið virta Mayo Clinic sjúkrahús í Rochester í Minnesota í Bandaríkjunum. Hún lét flensupest ekki stöðva sig í að ræða við blaðamann. Hún gat staðfest að hún yrði ekki næsti landlæknir en til þess hefði hana skort stjórnunarreynslu. Hún hefur hingað til einbeitt sér að rannsóknum og vísindum. Björg hefur búið ytra í lengri tíma ásamt dönskum eiginmanni sínum Bo Enemark Madsen. Bo er bráðalæknir og kom að uppbyggingu bráðalæknisnáms á Íslandi á árunum 2008 til 2011. Þau eiga fjögur börn. Þau fara ekki í felur með það að vera að hugsa sinn gang eftir nýlegar kosningar í Bandaríkjunum. Þeim hugnast ekki búsetan ytra eftir að Donald Trump komst til valda. Björg segist hafa sótt um embætti landlæknis án þess að gera sér miklar vonir. Þegar hún sá listann yfir umsækjendur fólst vonin um embættið í því að hún kæmi úr öðru umhverfi. Glöggt er gests augað og allt það. Hún fór í viðtal við hæfnisnefnd en ekki í framhaldsviðtal við ráðherra. „Ég féll á stjórnunarreynslunni,“ segir Björg en þó hvergi banginn. Hún er bjartsýn þegar hún lítur yfir lista umsækjenda enda þekki hún til allra þar. Fór í „landlæknanám“ „Ég treysti öllu þessu fólki til að skila góðri vinnu en ég vil mjög gjarnan koma að verkefnavinnu þar sem mitt nám og þekking nýtist.“ Hún hafi ýmislegt til málanna að leggja sem geti komið sé vel í þeim verkefnum sem fram undan eru í heilbrigðismálum á Íslandi. Björg er lyflæknir og með sérfræðipróf í líknandi meðferð. Þá er hún að ljúka doktorsritgerð í lýðheilsu frá Háskóla Íslands þar sem verkefnið snýr að því að hjálpa öldruðum með nýrnabilun að velja úrræði. Þá nam hún lífsiðfræði við Harvard. Björg segir að vinkonur hennar á Íslandi hafi á sínum tíma grínast með það að hún ætlaði utan til Bandaríkjanna í landlæknanám sökum áhuga hennar á heilbrigðismálum hér á landi. Hún segist þurfa að gera upp við sig hvort hún fari að afla sér stjórnunarreynslu eða halda áfram í vísindum og rannsóknum sem séu auðvitað mjög mikilvægt líka. Dáðist að vinnu þríeykisins Hún er spennt fyrir því að heilbrigðisráðuneytið sé komið undir Ölmu Möller og væri spennt fyrir því að vinna með henni í nýju hlutverki, hvernig sem það yrði. „Sérstaklega eftir þessa frábæru vinnu sem vitringarnir þrír unnu í Covid,“ segir Björg. Hún hafi fyllst stolti að fylgjast með því hvernig faraldurinn var höndlaður á Íslandi. „Hér var þessu svo rækilega klúðrað að það var til háborinnar skammar,“ segir Björg. En þótt landlæknisembættið verði ekki hennar þá lifir draumurinn, þ.e. að geta lagt sitt af mörkum til íslensks heilbrigðiskerfis. „Það hefur löngum verið draumurinn.“ Íslendingar erlendis Heilbrigðismál Bandaríkin Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Sjá meira
Alma Möller lét af störfum sem landlæknir vegna pólitísks draums og er í dag heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir hefur verið settur landlæknir á meðan eftirmanns Ölmu er leitað. Staðan var auglýst í desember og upplýst um umsækjendur í janúar. Þau voru: Björg Þorsteinsdóttir, læknir/ráðgjafi Eik Haraldsdóttir, lífeindafræðingur Elísabet Benedikz, yfirlæknir María Heimisdóttir, yfirlæknir Ólafur Baldursson, sérfræðingur (framkvæmdastjóri lækninga í leyfi) Tilkynnt var um það á fimmta tímanum í dag að María Heimisdóttir hefði verið skipuð landlæknir. Féll á stjórnunarreynslunni Björg Þorsteinsdóttir starfar við hið virta Mayo Clinic sjúkrahús í Rochester í Minnesota í Bandaríkjunum. Hún lét flensupest ekki stöðva sig í að ræða við blaðamann. Hún gat staðfest að hún yrði ekki næsti landlæknir en til þess hefði hana skort stjórnunarreynslu. Hún hefur hingað til einbeitt sér að rannsóknum og vísindum. Björg hefur búið ytra í lengri tíma ásamt dönskum eiginmanni sínum Bo Enemark Madsen. Bo er bráðalæknir og kom að uppbyggingu bráðalæknisnáms á Íslandi á árunum 2008 til 2011. Þau eiga fjögur börn. Þau fara ekki í felur með það að vera að hugsa sinn gang eftir nýlegar kosningar í Bandaríkjunum. Þeim hugnast ekki búsetan ytra eftir að Donald Trump komst til valda. Björg segist hafa sótt um embætti landlæknis án þess að gera sér miklar vonir. Þegar hún sá listann yfir umsækjendur fólst vonin um embættið í því að hún kæmi úr öðru umhverfi. Glöggt er gests augað og allt það. Hún fór í viðtal við hæfnisnefnd en ekki í framhaldsviðtal við ráðherra. „Ég féll á stjórnunarreynslunni,“ segir Björg en þó hvergi banginn. Hún er bjartsýn þegar hún lítur yfir lista umsækjenda enda þekki hún til allra þar. Fór í „landlæknanám“ „Ég treysti öllu þessu fólki til að skila góðri vinnu en ég vil mjög gjarnan koma að verkefnavinnu þar sem mitt nám og þekking nýtist.“ Hún hafi ýmislegt til málanna að leggja sem geti komið sé vel í þeim verkefnum sem fram undan eru í heilbrigðismálum á Íslandi. Björg er lyflæknir og með sérfræðipróf í líknandi meðferð. Þá er hún að ljúka doktorsritgerð í lýðheilsu frá Háskóla Íslands þar sem verkefnið snýr að því að hjálpa öldruðum með nýrnabilun að velja úrræði. Þá nam hún lífsiðfræði við Harvard. Björg segir að vinkonur hennar á Íslandi hafi á sínum tíma grínast með það að hún ætlaði utan til Bandaríkjanna í landlæknanám sökum áhuga hennar á heilbrigðismálum hér á landi. Hún segist þurfa að gera upp við sig hvort hún fari að afla sér stjórnunarreynslu eða halda áfram í vísindum og rannsóknum sem séu auðvitað mjög mikilvægt líka. Dáðist að vinnu þríeykisins Hún er spennt fyrir því að heilbrigðisráðuneytið sé komið undir Ölmu Möller og væri spennt fyrir því að vinna með henni í nýju hlutverki, hvernig sem það yrði. „Sérstaklega eftir þessa frábæru vinnu sem vitringarnir þrír unnu í Covid,“ segir Björg. Hún hafi fyllst stolti að fylgjast með því hvernig faraldurinn var höndlaður á Íslandi. „Hér var þessu svo rækilega klúðrað að það var til háborinnar skammar,“ segir Björg. En þótt landlæknisembættið verði ekki hennar þá lifir draumurinn, þ.e. að geta lagt sitt af mörkum til íslensks heilbrigðiskerfis. „Það hefur löngum verið draumurinn.“
Íslendingar erlendis Heilbrigðismál Bandaríkin Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent