Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2025 07:32 Imogen Simmonds er fædd í Hong Kong en keppir fyrir Sviss. Hún er í hópi bestu þríþrautarkvenna heims. Getty/Pablo Blazquez Dominguez Svissneska þríþrautarkonan Imogen Simmonds féll á lyfjaprófi á dögunum en kennir karli sínum um það hvernig fór. Simmonds er sjöunda á heimslistanum og því í hópi bestu þríþrautarkvenna heims. Hún hefur fagnað sigri á tíu stórum mótum og komist á verðlaunapall mörgum sinnum en hefur ekki keppt síðan hún féll á prófinu enda strax sett í bann. Simmonds hefur nú sagt frá sinni hlið á samfélagsmiðlum og það er óhætt að segja að afsökunin sé sérstök. Simmonds segir þar að hún hafi í desember síðastliðnum fengið óvænta heimsókn frá lyfjaeftirlitinu í aðdraganda heimsmeistaramótsins í Járnmanni sem fór fram í Nýja Sjálandi. „Ég var í áfalli og algjörlega niðurbrotin þegar niðurstöðurnar komu til baka um að efnið ligandrol hafi fundist í píkógramm magni í sýni mínu. Magnið var eins og að finna eitt saltkorn í heilli ólympískri sundlaug og ég hefði aldrei grætt eitthvað á slíku,“ skrifaði Imogen Simmonds. „Þegar ég fékk fréttirnar þá hafði ég strax samband við reyndan ráðgjafa. Eftir að hafa rannsakað þetta betur þá komust við að því að kærastinn minn hafði notað efnið ligandrol til að auka sinn styrk. Eitthvað sem ég vissi ekkert um,“ skrifaði Simmonds. Simmonds segist hafa lagt inn sönnunargögn sem sanna sakleysi hennar. „Eftir að hár mitt var rannsakað þá var það staðfest að ég hafi aldrei notað efnið ligandrol en um leið kom sýni kærastans jákvætt til baka sem sýndi að hann hefði neitt ligandrol,“ skrifaði Simmonds. Skýringin á falli hennar á lyfjaprófinu hljóti því að liggja í svefnherberginu. „Ég og kærastinn stunduðum kynlíf, bæði á þessum sama degi en einnig daginn áður en ég var prófuð. Ég og lögfræðiteymi mitt höfðum því ályktað sem svo að efnið hafi komst í mig í gegnum líkamsvessa okkar, skrifaði Simmonds en allan pistil hennar má finna hér fyrir neðan. Hún hefur rétt til að áfrýja dómnum en má ekki keppa aftur á meðan rannsóknin stendur yfir. View this post on Instagram A post shared by Imogen Simmonds (@imosimmonds) Þríþraut Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Íslenski boltinn Valur - Keflavík | Hörkuleikur á Hlíðarenda Körfubolti „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Fleiri fréttir „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Valur - Keflavík | Hörkuleikur á Hlíðarenda KR - ÍR | Reykjavíkurslagur í Vesturbæ Grindavík - Ármann | Toppliðið mætir nýliðum ÍA - Stjarnan | Meistararnir á Skaganum Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Frá Akureyri til Danmerkur Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjörvar gestir Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Nú hefst aðventan: HM í pílu af stað í kvöld Fór úr vondum degi í enn verri dag Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sjá meira
Simmonds er sjöunda á heimslistanum og því í hópi bestu þríþrautarkvenna heims. Hún hefur fagnað sigri á tíu stórum mótum og komist á verðlaunapall mörgum sinnum en hefur ekki keppt síðan hún féll á prófinu enda strax sett í bann. Simmonds hefur nú sagt frá sinni hlið á samfélagsmiðlum og það er óhætt að segja að afsökunin sé sérstök. Simmonds segir þar að hún hafi í desember síðastliðnum fengið óvænta heimsókn frá lyfjaeftirlitinu í aðdraganda heimsmeistaramótsins í Járnmanni sem fór fram í Nýja Sjálandi. „Ég var í áfalli og algjörlega niðurbrotin þegar niðurstöðurnar komu til baka um að efnið ligandrol hafi fundist í píkógramm magni í sýni mínu. Magnið var eins og að finna eitt saltkorn í heilli ólympískri sundlaug og ég hefði aldrei grætt eitthvað á slíku,“ skrifaði Imogen Simmonds. „Þegar ég fékk fréttirnar þá hafði ég strax samband við reyndan ráðgjafa. Eftir að hafa rannsakað þetta betur þá komust við að því að kærastinn minn hafði notað efnið ligandrol til að auka sinn styrk. Eitthvað sem ég vissi ekkert um,“ skrifaði Simmonds. Simmonds segist hafa lagt inn sönnunargögn sem sanna sakleysi hennar. „Eftir að hár mitt var rannsakað þá var það staðfest að ég hafi aldrei notað efnið ligandrol en um leið kom sýni kærastans jákvætt til baka sem sýndi að hann hefði neitt ligandrol,“ skrifaði Simmonds. Skýringin á falli hennar á lyfjaprófinu hljóti því að liggja í svefnherberginu. „Ég og kærastinn stunduðum kynlíf, bæði á þessum sama degi en einnig daginn áður en ég var prófuð. Ég og lögfræðiteymi mitt höfðum því ályktað sem svo að efnið hafi komst í mig í gegnum líkamsvessa okkar, skrifaði Simmonds en allan pistil hennar má finna hér fyrir neðan. Hún hefur rétt til að áfrýja dómnum en má ekki keppa aftur á meðan rannsóknin stendur yfir. View this post on Instagram A post shared by Imogen Simmonds (@imosimmonds)
Þríþraut Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Íslenski boltinn Valur - Keflavík | Hörkuleikur á Hlíðarenda Körfubolti „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Fleiri fréttir „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Valur - Keflavík | Hörkuleikur á Hlíðarenda KR - ÍR | Reykjavíkurslagur í Vesturbæ Grindavík - Ármann | Toppliðið mætir nýliðum ÍA - Stjarnan | Meistararnir á Skaganum Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Frá Akureyri til Danmerkur Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjörvar gestir Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Nú hefst aðventan: HM í pílu af stað í kvöld Fór úr vondum degi í enn verri dag Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sjá meira