„Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 26. febrúar 2025 22:05 Einar Árni Jóhannsson var sáttur með sínar stúlkur eftir sigurinn á Þór Ak. vísir/jón gautur Njarðvík tók á móti Þór Akureyri í fyrstu umferð efri hluta Bónus deild kvenna í IceMar-höllinni í kvöld. Þessi lið áttust einnig við fyrir viku síðan þar sem Njarðvík hafði betur í síðustu umferð fyrir skiptingu. Þar höfðu Njarðvík betur með tíu stigum en í kvöld bættu þær um betur og höfðu þrettán stiga sigur 93-80. „Ánægður með tvö gríðarlega mikilvæg stig og margt gott í okkar leik í dag,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga, eftir sigurinn í kvöld. „Sóknarlega vorum við frábærar í fyrri hálfleik. Við hreyfðum boltan ofboðslega vel. Gott jafnvægi inni og úti. Margar að leggja í púkkið. Ég held að við höfum lagt grunninn þar, náðum okkur í þessu 10-12 stig sem að fóru í raun aldrei,“ sagði Einar Árni og hélt áfram. „Seinni hálfleikur byrjaði frábærlega, þær mæta út í tveir, þrír svæði og við leystum það virkilega vel og bjuggum til fullt af sniðskotum og þær hörfuðu frekar snögglega úr svæðinu. Ég myndi segja að þetta svona sóknarlega var virkilega gott. Varnarlega vorum við bara frekar „solid“ fannst mér í dag. Auðvitað á móti svona góðu sóknarliði þá þarftu alltaf að gefa eitthvað upp og [Amandine] Toi var aktív allan tímann og reyndi mikið og gerði á köflum vel. Mér fannst við takmarka aðrar ef Emma er undanskilin sem byrjaði leikinn frábærlega,“ sagði Einar Árni. Það gerist ekki oft í liði Njarðvíkinga að Brittany Dinkins endar ekki stigahæst í þeirra liði en það var raunin í kvöld þegar Paulina Hersler endaði leikinn með 28 stig. „Pau er náttúrulega bara gríðarlega reyndur leikmaður og búin að vera spila á háu leveli á sínum ferli bæði á Ítalíu, Spáni, Tyrklandi og bara feyki öflugur spilari. Hún er ekki að koma okkur á óvart. Hún er virkilega öflug og hún er að skora með bakið í körfuna, hún er að skora af rúlli, hún er að grípa og skjóta og hefur góðan alhliða leik. Hún gefur Emile enn meira svigrúm í sóknarleiknum líka og skotmennirnir okkar eru búnir að öðlast í raun bara stærra og meira líf sömuleiðis. Eins brjálaðslega góð og Brittany er þá líður henni líka vel að hún þarf ekki að vera bera þetta á herðum sér og það hefur ekkert verið í síðustu leikjum og ég held að það verði ekkert og þurfi ekkert,“ Einar Árni talaði um það eftir síðasta leik að Njarðvík færi svolítið undir radarinn í öllu tali um titil baráttu en það er ekki hægt að horfa framhjá þessu Njarðvíkurliði núna. „Ég verð að vera sanngjarn. Fyrir það fyrsta þá breytir Paulina liðinu okkar mikið. Við með hana eða án hennar er nátturlega tvö ólík lið klárlega. Hún og Eygló hækka liðið okkar mikið þannig ég skil alveg að við höfum lengi vel ekki verið í umræðunni. Ég sagði reyndar líka eftir síðasta leik að það væri komið vor en það er ennþá febrúar en það er bara gaman að við séum að ná góðum takti og nú þurfum við bara að fara undirbúa okkur fyrir Keflavík. Þú færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna. Það er svo langt, langt þangað til að sú barátta fer af stað fyrir alvöru,“ sagði Einar Árni Jóhannsson að lokum. Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Fleiri fréttir Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa Sjá meira
„Ánægður með tvö gríðarlega mikilvæg stig og margt gott í okkar leik í dag,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga, eftir sigurinn í kvöld. „Sóknarlega vorum við frábærar í fyrri hálfleik. Við hreyfðum boltan ofboðslega vel. Gott jafnvægi inni og úti. Margar að leggja í púkkið. Ég held að við höfum lagt grunninn þar, náðum okkur í þessu 10-12 stig sem að fóru í raun aldrei,“ sagði Einar Árni og hélt áfram. „Seinni hálfleikur byrjaði frábærlega, þær mæta út í tveir, þrír svæði og við leystum það virkilega vel og bjuggum til fullt af sniðskotum og þær hörfuðu frekar snögglega úr svæðinu. Ég myndi segja að þetta svona sóknarlega var virkilega gott. Varnarlega vorum við bara frekar „solid“ fannst mér í dag. Auðvitað á móti svona góðu sóknarliði þá þarftu alltaf að gefa eitthvað upp og [Amandine] Toi var aktív allan tímann og reyndi mikið og gerði á köflum vel. Mér fannst við takmarka aðrar ef Emma er undanskilin sem byrjaði leikinn frábærlega,“ sagði Einar Árni. Það gerist ekki oft í liði Njarðvíkinga að Brittany Dinkins endar ekki stigahæst í þeirra liði en það var raunin í kvöld þegar Paulina Hersler endaði leikinn með 28 stig. „Pau er náttúrulega bara gríðarlega reyndur leikmaður og búin að vera spila á háu leveli á sínum ferli bæði á Ítalíu, Spáni, Tyrklandi og bara feyki öflugur spilari. Hún er ekki að koma okkur á óvart. Hún er virkilega öflug og hún er að skora með bakið í körfuna, hún er að skora af rúlli, hún er að grípa og skjóta og hefur góðan alhliða leik. Hún gefur Emile enn meira svigrúm í sóknarleiknum líka og skotmennirnir okkar eru búnir að öðlast í raun bara stærra og meira líf sömuleiðis. Eins brjálaðslega góð og Brittany er þá líður henni líka vel að hún þarf ekki að vera bera þetta á herðum sér og það hefur ekkert verið í síðustu leikjum og ég held að það verði ekkert og þurfi ekkert,“ Einar Árni talaði um það eftir síðasta leik að Njarðvík færi svolítið undir radarinn í öllu tali um titil baráttu en það er ekki hægt að horfa framhjá þessu Njarðvíkurliði núna. „Ég verð að vera sanngjarn. Fyrir það fyrsta þá breytir Paulina liðinu okkar mikið. Við með hana eða án hennar er nátturlega tvö ólík lið klárlega. Hún og Eygló hækka liðið okkar mikið þannig ég skil alveg að við höfum lengi vel ekki verið í umræðunni. Ég sagði reyndar líka eftir síðasta leik að það væri komið vor en það er ennþá febrúar en það er bara gaman að við séum að ná góðum takti og nú þurfum við bara að fara undirbúa okkur fyrir Keflavík. Þú færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna. Það er svo langt, langt þangað til að sú barátta fer af stað fyrir alvöru,“ sagði Einar Árni Jóhannsson að lokum.
Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Fleiri fréttir Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa Sjá meira