„Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 26. febrúar 2025 22:05 Einar Árni Jóhannsson var sáttur með sínar stúlkur eftir sigurinn á Þór Ak. vísir/jón gautur Njarðvík tók á móti Þór Akureyri í fyrstu umferð efri hluta Bónus deild kvenna í IceMar-höllinni í kvöld. Þessi lið áttust einnig við fyrir viku síðan þar sem Njarðvík hafði betur í síðustu umferð fyrir skiptingu. Þar höfðu Njarðvík betur með tíu stigum en í kvöld bættu þær um betur og höfðu þrettán stiga sigur 93-80. „Ánægður með tvö gríðarlega mikilvæg stig og margt gott í okkar leik í dag,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga, eftir sigurinn í kvöld. „Sóknarlega vorum við frábærar í fyrri hálfleik. Við hreyfðum boltan ofboðslega vel. Gott jafnvægi inni og úti. Margar að leggja í púkkið. Ég held að við höfum lagt grunninn þar, náðum okkur í þessu 10-12 stig sem að fóru í raun aldrei,“ sagði Einar Árni og hélt áfram. „Seinni hálfleikur byrjaði frábærlega, þær mæta út í tveir, þrír svæði og við leystum það virkilega vel og bjuggum til fullt af sniðskotum og þær hörfuðu frekar snögglega úr svæðinu. Ég myndi segja að þetta svona sóknarlega var virkilega gott. Varnarlega vorum við bara frekar „solid“ fannst mér í dag. Auðvitað á móti svona góðu sóknarliði þá þarftu alltaf að gefa eitthvað upp og [Amandine] Toi var aktív allan tímann og reyndi mikið og gerði á köflum vel. Mér fannst við takmarka aðrar ef Emma er undanskilin sem byrjaði leikinn frábærlega,“ sagði Einar Árni. Það gerist ekki oft í liði Njarðvíkinga að Brittany Dinkins endar ekki stigahæst í þeirra liði en það var raunin í kvöld þegar Paulina Hersler endaði leikinn með 28 stig. „Pau er náttúrulega bara gríðarlega reyndur leikmaður og búin að vera spila á háu leveli á sínum ferli bæði á Ítalíu, Spáni, Tyrklandi og bara feyki öflugur spilari. Hún er ekki að koma okkur á óvart. Hún er virkilega öflug og hún er að skora með bakið í körfuna, hún er að skora af rúlli, hún er að grípa og skjóta og hefur góðan alhliða leik. Hún gefur Emile enn meira svigrúm í sóknarleiknum líka og skotmennirnir okkar eru búnir að öðlast í raun bara stærra og meira líf sömuleiðis. Eins brjálaðslega góð og Brittany er þá líður henni líka vel að hún þarf ekki að vera bera þetta á herðum sér og það hefur ekkert verið í síðustu leikjum og ég held að það verði ekkert og þurfi ekkert,“ Einar Árni talaði um það eftir síðasta leik að Njarðvík færi svolítið undir radarinn í öllu tali um titil baráttu en það er ekki hægt að horfa framhjá þessu Njarðvíkurliði núna. „Ég verð að vera sanngjarn. Fyrir það fyrsta þá breytir Paulina liðinu okkar mikið. Við með hana eða án hennar er nátturlega tvö ólík lið klárlega. Hún og Eygló hækka liðið okkar mikið þannig ég skil alveg að við höfum lengi vel ekki verið í umræðunni. Ég sagði reyndar líka eftir síðasta leik að það væri komið vor en það er ennþá febrúar en það er bara gaman að við séum að ná góðum takti og nú þurfum við bara að fara undirbúa okkur fyrir Keflavík. Þú færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna. Það er svo langt, langt þangað til að sú barátta fer af stað fyrir alvöru,“ sagði Einar Árni Jóhannsson að lokum. Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
„Ánægður með tvö gríðarlega mikilvæg stig og margt gott í okkar leik í dag,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga, eftir sigurinn í kvöld. „Sóknarlega vorum við frábærar í fyrri hálfleik. Við hreyfðum boltan ofboðslega vel. Gott jafnvægi inni og úti. Margar að leggja í púkkið. Ég held að við höfum lagt grunninn þar, náðum okkur í þessu 10-12 stig sem að fóru í raun aldrei,“ sagði Einar Árni og hélt áfram. „Seinni hálfleikur byrjaði frábærlega, þær mæta út í tveir, þrír svæði og við leystum það virkilega vel og bjuggum til fullt af sniðskotum og þær hörfuðu frekar snögglega úr svæðinu. Ég myndi segja að þetta svona sóknarlega var virkilega gott. Varnarlega vorum við bara frekar „solid“ fannst mér í dag. Auðvitað á móti svona góðu sóknarliði þá þarftu alltaf að gefa eitthvað upp og [Amandine] Toi var aktív allan tímann og reyndi mikið og gerði á köflum vel. Mér fannst við takmarka aðrar ef Emma er undanskilin sem byrjaði leikinn frábærlega,“ sagði Einar Árni. Það gerist ekki oft í liði Njarðvíkinga að Brittany Dinkins endar ekki stigahæst í þeirra liði en það var raunin í kvöld þegar Paulina Hersler endaði leikinn með 28 stig. „Pau er náttúrulega bara gríðarlega reyndur leikmaður og búin að vera spila á háu leveli á sínum ferli bæði á Ítalíu, Spáni, Tyrklandi og bara feyki öflugur spilari. Hún er ekki að koma okkur á óvart. Hún er virkilega öflug og hún er að skora með bakið í körfuna, hún er að skora af rúlli, hún er að grípa og skjóta og hefur góðan alhliða leik. Hún gefur Emile enn meira svigrúm í sóknarleiknum líka og skotmennirnir okkar eru búnir að öðlast í raun bara stærra og meira líf sömuleiðis. Eins brjálaðslega góð og Brittany er þá líður henni líka vel að hún þarf ekki að vera bera þetta á herðum sér og það hefur ekkert verið í síðustu leikjum og ég held að það verði ekkert og þurfi ekkert,“ Einar Árni talaði um það eftir síðasta leik að Njarðvík færi svolítið undir radarinn í öllu tali um titil baráttu en það er ekki hægt að horfa framhjá þessu Njarðvíkurliði núna. „Ég verð að vera sanngjarn. Fyrir það fyrsta þá breytir Paulina liðinu okkar mikið. Við með hana eða án hennar er nátturlega tvö ólík lið klárlega. Hún og Eygló hækka liðið okkar mikið þannig ég skil alveg að við höfum lengi vel ekki verið í umræðunni. Ég sagði reyndar líka eftir síðasta leik að það væri komið vor en það er ennþá febrúar en það er bara gaman að við séum að ná góðum takti og nú þurfum við bara að fara undirbúa okkur fyrir Keflavík. Þú færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna. Það er svo langt, langt þangað til að sú barátta fer af stað fyrir alvöru,“ sagði Einar Árni Jóhannsson að lokum.
Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira