Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2025 06:20 Luka Doncic heilsar Kyrie Irving, fyrrum liðsfélaga sínum hjá Dallas Mavericks, fyrir leikinn í Los Angeles í nótt. Getty/Sean M. Haffey Luka Doncic var með þrefalda tvennu í NBA deildinni í körfubolta í nótt þegar hann mætti sínu gamla félagi með Los Angeles Lakers. Lakers vann þá 107-99 sigur á Dallas Mavericks. Þetta var í fyrsta sinn sem félögin mættust eftir að þau skiptust mjög óvænt á leikmönnum. Skiptin komu Doncic algjörlega á óvart eins og flestum öðrum og hann hefur ekkert verið allt of sannfærandi í fyrstu leikjum sínum með Lakers. “I’m going straight to sleep. I haven’t slept."Well deserved sleep on the way for @luka7doncic following his triple-double vs. the Mavs 😴 pic.twitter.com/aefVBQnnT9— NBA (@NBA) February 26, 2025 Í nótt hitti hann vissulega ekki vel (6 af 17) en Doncic bauð upp á flotta þrennu með 19 stigum, 15 fráköstum og 12 stoðsendingum. Þetta var hans fyrsta þrenna í Lakers búningnum en sú 81. á NBA ferlinum. LeBron James var með 16 af 27 stigum sínum í fjórða leikhluta og Lakers vann þriðja leikinn í röð og þrettánda sigurinn í síðustu sextán leikjum. Hjá Dallas var Kyrie Irving með 35 stig og Klay Thompson skoraði 22 stig. Anthony Davis, sem kom til Dallas í skiptunum, gat ekki spilað vegna nárameiðsla og Max Christie, sem fylgdi með í kaupunum, var með 10 stig. Stuðningsmenn Lakers sungu „Takk fyrir Nico“ í leiknum en það var til heiðurs Nico Harrison, framkvæmdastjóra Dallas, sem öllum á óvörum var reiðubúinn að skipta Doncic. 🌟 LEBRON/LUKA LEAD LAL 🌟Bron: 27 PTS (16 in 4Q), 12 REB, 11-17 FGMLuka: 19 PTS, 15 REB, 12 AST, 3 STL, 2 BLKThe @Lakers are 4th in the West as they improve to 8-2 in their last 10 games! pic.twitter.com/WuZuHGzGJX— NBA (@NBA) February 26, 2025 NBA Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Sjá meira
Lakers vann þá 107-99 sigur á Dallas Mavericks. Þetta var í fyrsta sinn sem félögin mættust eftir að þau skiptust mjög óvænt á leikmönnum. Skiptin komu Doncic algjörlega á óvart eins og flestum öðrum og hann hefur ekkert verið allt of sannfærandi í fyrstu leikjum sínum með Lakers. “I’m going straight to sleep. I haven’t slept."Well deserved sleep on the way for @luka7doncic following his triple-double vs. the Mavs 😴 pic.twitter.com/aefVBQnnT9— NBA (@NBA) February 26, 2025 Í nótt hitti hann vissulega ekki vel (6 af 17) en Doncic bauð upp á flotta þrennu með 19 stigum, 15 fráköstum og 12 stoðsendingum. Þetta var hans fyrsta þrenna í Lakers búningnum en sú 81. á NBA ferlinum. LeBron James var með 16 af 27 stigum sínum í fjórða leikhluta og Lakers vann þriðja leikinn í röð og þrettánda sigurinn í síðustu sextán leikjum. Hjá Dallas var Kyrie Irving með 35 stig og Klay Thompson skoraði 22 stig. Anthony Davis, sem kom til Dallas í skiptunum, gat ekki spilað vegna nárameiðsla og Max Christie, sem fylgdi með í kaupunum, var með 10 stig. Stuðningsmenn Lakers sungu „Takk fyrir Nico“ í leiknum en það var til heiðurs Nico Harrison, framkvæmdastjóra Dallas, sem öllum á óvörum var reiðubúinn að skipta Doncic. 🌟 LEBRON/LUKA LEAD LAL 🌟Bron: 27 PTS (16 in 4Q), 12 REB, 11-17 FGMLuka: 19 PTS, 15 REB, 12 AST, 3 STL, 2 BLKThe @Lakers are 4th in the West as they improve to 8-2 in their last 10 games! pic.twitter.com/WuZuHGzGJX— NBA (@NBA) February 26, 2025
NBA Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Sjá meira