Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Aron Guðmundsson skrifar 26. febrúar 2025 08:00 Martin Hermannsson í baráttunni í Laugardalshöll. Vísir/Anton Brink Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson, leikmaður Alba Berlin, gæti hafa fundið mjög svo óvænta lausn á meiðslum sem hafa verið að plaga hann að undanförnu. Með því að skipta um körfuboltaskó hefur hann ekki fundið til í margar vikur en málið er þar með ekki svo auðveldlega úr sögunni. Í viðtali í setti hjá RÚV eftir sigurinn frækna gegn Tyrkjum á sunnudaginn síðastliðinn, sem tryggði Íslandi sæti á EM í sumar, sagði Martin frá því hvernig hann hefði allt í einu ekki fundið fyrir meiðslum í hásin sem höfðu verið að plaga hann vikurnar fyrir landsliðsverkefnið og taldi hann að lausnin gæti falist í því að hafa skipt um þá skó sem hann spilar í. Þannig er mál með vexti að hjá félagsliði sínu Alba Berlin í Þýskalandi er Martin skyldugur til þess að spila í Adidas skóm sökum styrktar samnings fyrirtækisins við félagið. Staðan hins vegar gjörbreytist þegar að Martin spilar með landsliðinu þar sem að hann getur spilað í Nike skóm sökum persónulegs styrktar samnings síns við það fyrirtæki. Vinstra megin á umræddri samsettri mynd má sjá Martin í Nike skóm í leik með íslenska landsliðinu gegn Tyrklandi á dögunum. Hægra megin má sjá hann í leik með Alba Berlin í Euroleague í Adidas skómVísir/Samsett mynd „Það er ekkert leyndarmál. Ég hef verið í þvílíku veseni síðustu tvo til þrjá mánuði með hásinina,“ segir Martin í samtali við íþróttadeild. „Búinn að fara í endalaust af sprautum, myndatökur, hitta sérfræðinga og það gat enginn útskýrt af hverju þetta var að gerast. Þetta var bara einn punktur á hásininni, því hásinin sjálf var í frábærum málum. Bara einhver vökvi sem var að safnast saman þarna á einum stað og enginn skildi af hverju. Fyrir svona tveimur vikum síðan skipti ég um skó, hef verið í Nike skónum mínum í þessu landsliðsverkefni og ekki fundið fyrir neinu. Vonandi er þetta bara útskýringin en væri á sama tíma alveg galið. Að vera búinn að spila í þrjá mánuði að drepast en hefði bara þurft að skipta um skó. Reglan er þannig að ég þarf að spila í Adidas skóm með félagsliði mínu þar sem að liðið er með styrktar samning við Adidas. Samningurinn er þannig að ég hef ekkert val. En Nike-ið mitt, ég myndi ekki skipta því út fyrir neitt annað. Nike gerir kraftaverk.“ Það verður áhugavert að fylgjast með framhaldinu hjá Martin úti í Þýskalandi með Alba Berlin í Adidas skónum og hvort að hann fari að finna til í hásininni aftur. Næsti leikur liðsins er í Euroleague á föstudaginn næstkomandi. Landslið karla í körfubolta Þýski körfuboltinn Körfubolti Tengdar fréttir „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Líf atvinnumannsins er ekki alltaf dans á rósum. Landsliðsfyrirliðinn í körfubolta, Martin Hermannsson, spilar sem atvinnumaður með liði Alba Berlin í Þýskalandi og meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá honum. Þá býr hann fjarri fjölskyldu sinni úti í Þýskalandi. 25. febrúar 2025 12:03 Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Martin Hermannsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, segir leikinn gegn Tyrkjum þar sem að landsliðið tryggði sæti sitt á EM með skemmtilegustu leikjum sem hann hefur tekið þátt í. Hins vegar fór umræðan um liðið fyrir leikinn fyrir brjóstið á honum. 25. febrúar 2025 07:31 Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Jafnaldrarnir og vinirnir Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson áttu stóran þátt í að Ísland tryggði sér sæti á EM í körfubolta með sigri á Tyrklandi í Laugardalshöll í gær. Eftir leikinn birti umboðsmaður þeirra félaga skemmtilega gamla mynd af þeim sem sýnir hversu lengi þeir hafa fylgst að. 24. febrúar 2025 08:30 Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Ísland tryggði sér sæti á Evrópumótið í körfubolta í sumar með 83-71 sigri gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppninnar. Strákarnir okkar þurftu sigur í kvöld til að tryggja sætið og kláruðu verkefnið með stæl gegn gríðarsterku tyrknesku liði. Ísland byrjaði leikinn stórkostlega og sigurinn varð aldrei tvísýnn. 23. febrúar 2025 21:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Í viðtali í setti hjá RÚV eftir sigurinn frækna gegn Tyrkjum á sunnudaginn síðastliðinn, sem tryggði Íslandi sæti á EM í sumar, sagði Martin frá því hvernig hann hefði allt í einu ekki fundið fyrir meiðslum í hásin sem höfðu verið að plaga hann vikurnar fyrir landsliðsverkefnið og taldi hann að lausnin gæti falist í því að hafa skipt um þá skó sem hann spilar í. Þannig er mál með vexti að hjá félagsliði sínu Alba Berlin í Þýskalandi er Martin skyldugur til þess að spila í Adidas skóm sökum styrktar samnings fyrirtækisins við félagið. Staðan hins vegar gjörbreytist þegar að Martin spilar með landsliðinu þar sem að hann getur spilað í Nike skóm sökum persónulegs styrktar samnings síns við það fyrirtæki. Vinstra megin á umræddri samsettri mynd má sjá Martin í Nike skóm í leik með íslenska landsliðinu gegn Tyrklandi á dögunum. Hægra megin má sjá hann í leik með Alba Berlin í Euroleague í Adidas skómVísir/Samsett mynd „Það er ekkert leyndarmál. Ég hef verið í þvílíku veseni síðustu tvo til þrjá mánuði með hásinina,“ segir Martin í samtali við íþróttadeild. „Búinn að fara í endalaust af sprautum, myndatökur, hitta sérfræðinga og það gat enginn útskýrt af hverju þetta var að gerast. Þetta var bara einn punktur á hásininni, því hásinin sjálf var í frábærum málum. Bara einhver vökvi sem var að safnast saman þarna á einum stað og enginn skildi af hverju. Fyrir svona tveimur vikum síðan skipti ég um skó, hef verið í Nike skónum mínum í þessu landsliðsverkefni og ekki fundið fyrir neinu. Vonandi er þetta bara útskýringin en væri á sama tíma alveg galið. Að vera búinn að spila í þrjá mánuði að drepast en hefði bara þurft að skipta um skó. Reglan er þannig að ég þarf að spila í Adidas skóm með félagsliði mínu þar sem að liðið er með styrktar samning við Adidas. Samningurinn er þannig að ég hef ekkert val. En Nike-ið mitt, ég myndi ekki skipta því út fyrir neitt annað. Nike gerir kraftaverk.“ Það verður áhugavert að fylgjast með framhaldinu hjá Martin úti í Þýskalandi með Alba Berlin í Adidas skónum og hvort að hann fari að finna til í hásininni aftur. Næsti leikur liðsins er í Euroleague á föstudaginn næstkomandi.
Landslið karla í körfubolta Þýski körfuboltinn Körfubolti Tengdar fréttir „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Líf atvinnumannsins er ekki alltaf dans á rósum. Landsliðsfyrirliðinn í körfubolta, Martin Hermannsson, spilar sem atvinnumaður með liði Alba Berlin í Þýskalandi og meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá honum. Þá býr hann fjarri fjölskyldu sinni úti í Þýskalandi. 25. febrúar 2025 12:03 Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Martin Hermannsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, segir leikinn gegn Tyrkjum þar sem að landsliðið tryggði sæti sitt á EM með skemmtilegustu leikjum sem hann hefur tekið þátt í. Hins vegar fór umræðan um liðið fyrir leikinn fyrir brjóstið á honum. 25. febrúar 2025 07:31 Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Jafnaldrarnir og vinirnir Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson áttu stóran þátt í að Ísland tryggði sér sæti á EM í körfubolta með sigri á Tyrklandi í Laugardalshöll í gær. Eftir leikinn birti umboðsmaður þeirra félaga skemmtilega gamla mynd af þeim sem sýnir hversu lengi þeir hafa fylgst að. 24. febrúar 2025 08:30 Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Ísland tryggði sér sæti á Evrópumótið í körfubolta í sumar með 83-71 sigri gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppninnar. Strákarnir okkar þurftu sigur í kvöld til að tryggja sætið og kláruðu verkefnið með stæl gegn gríðarsterku tyrknesku liði. Ísland byrjaði leikinn stórkostlega og sigurinn varð aldrei tvísýnn. 23. febrúar 2025 21:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
„Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Líf atvinnumannsins er ekki alltaf dans á rósum. Landsliðsfyrirliðinn í körfubolta, Martin Hermannsson, spilar sem atvinnumaður með liði Alba Berlin í Þýskalandi og meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá honum. Þá býr hann fjarri fjölskyldu sinni úti í Þýskalandi. 25. febrúar 2025 12:03
Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Martin Hermannsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, segir leikinn gegn Tyrkjum þar sem að landsliðið tryggði sæti sitt á EM með skemmtilegustu leikjum sem hann hefur tekið þátt í. Hins vegar fór umræðan um liðið fyrir leikinn fyrir brjóstið á honum. 25. febrúar 2025 07:31
Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Jafnaldrarnir og vinirnir Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson áttu stóran þátt í að Ísland tryggði sér sæti á EM í körfubolta með sigri á Tyrklandi í Laugardalshöll í gær. Eftir leikinn birti umboðsmaður þeirra félaga skemmtilega gamla mynd af þeim sem sýnir hversu lengi þeir hafa fylgst að. 24. febrúar 2025 08:30
Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Ísland tryggði sér sæti á Evrópumótið í körfubolta í sumar með 83-71 sigri gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppninnar. Strákarnir okkar þurftu sigur í kvöld til að tryggja sætið og kláruðu verkefnið með stæl gegn gríðarsterku tyrknesku liði. Ísland byrjaði leikinn stórkostlega og sigurinn varð aldrei tvísýnn. 23. febrúar 2025 21:00
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum