VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2025 08:36 Ragnar Þór Ingólfsson, fyrrverandi formaður VR, á Alþingi. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson fékk greiddar rúmar tíu milljónir króna frá stéttarfélaginu VR í hálfs árs biðlaun og orlof eftir að hann lét af embætti formanns til þess að taka sæti á Alþingi í desember. Hann hefur fengið greidd laun fyrir þingsetu frá því í desember. Biðlaun sem Ragnar Þór fékk greidd í eingreiðslu um síðustu mánaðamót voru rædd á stjórnarfundi VR síðdegis í gær. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir félagið að fimm stjórnarmenn, þriðjungur stjórnarinnar, hafi óskað eftir að ræða fyrirkomulag biðlaunanna. Ragnar Þór fór fyrst í tímabundið leyfið sem formaður VR í október eftir að hann fór í framboð fyrir Flokk fólksins fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Tilkynnt var að hann kæmi ekki aftur til starfa í byrjun desember. Í ráðningarsamningi sem stjórn VR gerði við Ragnar Þór árið 2017 var kveðið á um að hann ætti rétt á biðlaunum í sex mánuði eftir að hann léti af störfum. Laun hans í október 2024 voru 1,3 milljónir króna á mánuði en hann átti að auki inni orlof. Samtals fékk hann greiddar 10,2 milljónir króna í biðlaun og uppsafnað orlof í eingreiðslu um síðustu mánaðamót samkvæmt svari VR sem Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri félagsins, sendi Vísi. VR segir að allir fyrrverandi formenn félagsins síðustu tvo áratugina hafi haft sama rétt til biðlauna samkvæmt ráðningarsamningi. Biðlaun formanna hafi ýmist verið greidd með eingreiðslu eða mánaðarlega. Ragnar Þór sé eini formaður félagsins sem hafi ákveðið að hverfa til annarra starfa áður en kjörtímabili hans lýkur síðustu tuttugu árin. Fram hefur komið að nýkjörnir þingmenn byrjuðu að þiggja laun frá Alþingi í desember þrátt fyrir að þing hafi ekki komið saman fyrr en í byrjun febrúar. Ragnar Þór er með rúmar 1,6 milljónir króna á mánuði í laun sem þingmaður og formaður fjárlaganefndar Alþingis. Fréttin hefur verið uppfærð. Stéttarfélög Alþingi Flokkur fólksins Kjaramál Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Biðlaun sem Ragnar Þór fékk greidd í eingreiðslu um síðustu mánaðamót voru rædd á stjórnarfundi VR síðdegis í gær. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir félagið að fimm stjórnarmenn, þriðjungur stjórnarinnar, hafi óskað eftir að ræða fyrirkomulag biðlaunanna. Ragnar Þór fór fyrst í tímabundið leyfið sem formaður VR í október eftir að hann fór í framboð fyrir Flokk fólksins fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Tilkynnt var að hann kæmi ekki aftur til starfa í byrjun desember. Í ráðningarsamningi sem stjórn VR gerði við Ragnar Þór árið 2017 var kveðið á um að hann ætti rétt á biðlaunum í sex mánuði eftir að hann léti af störfum. Laun hans í október 2024 voru 1,3 milljónir króna á mánuði en hann átti að auki inni orlof. Samtals fékk hann greiddar 10,2 milljónir króna í biðlaun og uppsafnað orlof í eingreiðslu um síðustu mánaðamót samkvæmt svari VR sem Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri félagsins, sendi Vísi. VR segir að allir fyrrverandi formenn félagsins síðustu tvo áratugina hafi haft sama rétt til biðlauna samkvæmt ráðningarsamningi. Biðlaun formanna hafi ýmist verið greidd með eingreiðslu eða mánaðarlega. Ragnar Þór sé eini formaður félagsins sem hafi ákveðið að hverfa til annarra starfa áður en kjörtímabili hans lýkur síðustu tuttugu árin. Fram hefur komið að nýkjörnir þingmenn byrjuðu að þiggja laun frá Alþingi í desember þrátt fyrir að þing hafi ekki komið saman fyrr en í byrjun febrúar. Ragnar Þór er með rúmar 1,6 milljónir króna á mánuði í laun sem þingmaður og formaður fjárlaganefndar Alþingis. Fréttin hefur verið uppfærð.
Stéttarfélög Alþingi Flokkur fólksins Kjaramál Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira