Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar 24. febrúar 2025 09:01 Síðustu dagar hafa verið einstaklega skemmtilegir. Ég hef haft þau forréttindi að hitta félagsfólk VR á ýmsum vinnustöðum og það hefur verið eins og að hitta gamla vini sem eru tilbúnir að deila skoðunum sínum og spjalla um daginn og veginn. Á þessum fundum hefur verið mikil gleði og fjölbreyttar skoðanir, sem hafa gert mig enn vissari um það sem ég legg áherslu á og hverju ég vil breyta. Þarf virkilega framboð til? Á einum vinnustaðnum sem ég heimsótti sagði einn starfsmaður orðrétt: „Þarf virkilega framboð stjórnarmanna til að hlustað sé á okkur?“ Þessi orð eru þau sem ég hef talað fyrir frá byrjun í framboði mínu til embætti formanns VR. Eitt af mínum áherslumálum í framboðinu er samtalið við félagsfólk sem ég tel að hafi gleymst á síðustu árum og mikilvægt að byggja aftur upp. Raddir félagsfólk VR skipta sköpum þegar kemur m.a. að bættum kjörum þeirra. Félagsfólk VR á að geta treyst á sýnilegan og aðgengilegan formann sem er til staðar fyrir þau. Ég mun leggja áherslu á að vera til taks á öllum starfstöðvum félagsins og hlusta á raddir félagsfólks. Með opnu samtali og virkum samskiptum mun ég tryggja að málefni félagsfólks séu í forgrunni. Með aðgengilegum formanni tryggjum við að félagsfólk fái vettvang til að ræða það sem þeim liggur á hjarta og um leið styrkjum við grunninn að betri framtíð fyrir félagsfólk VR. Ég hef fengið það sama úr varasjóðnum síðustu 7 árin og engan fæðingarstyrk Á öðrum vinnustaða sagði starfsmaður orðrétt: „Ég hef búið hér á landi í 7 ár, verið á sama vinnustaðnum og sama starfi öll þau ár og ekki hafa laun mín lækkað en alltaf fæ ég það sama úr varasjóðnum í kringum kr. 20 þúsund. Hvar er jafnréttið?“ Í sömu heimsókn sagði annar starfsmaður orðrétt: „Vinkonur mínar sem eru allar á barneignaraldri hafa allar hætt í VR og fært sig yfir í önnur stéttarfélög sem bjóða upp á fæðingarstyrk“ Á mínum starfsferli, bæði innan VR og í samtölum við félagsfólk, hefur komið fram mikil óánægja með varasjóðinn og úthlutunarreglur hans. Þegar litið er til annarra stéttarfélaga af svipaðri stærðargráðu má sjá að styrkjum er þar úthlutað á jafnræðisgrundvelli, óháð tekjum. Í umræðunni um framboð mitt hafa mótframbjóðendur haldið því fram að varasjóðurinn sé „frábær“ og að þeir sem eru á hærri launum eigi skilið að fá meira. Einn mótframbjóðandi fer svo langt að lýsa stefnu minni sem „gylliboðum“. Gylliboð er freistandi tilboð sem lítur of vel út til að vera satt. Þetta snýst ekki um tilboð sem líta of vel út til að vera sönn, þetta snýst um raunverulegar breytingar sem bæta kjör félagsfólks. Ég hef djarfa stefnu og þor til að koma raunverulegum breytingum til skila, en ég mun alltaf velja að leggja áherslu á það sem raunverulega skiptir máli, bætt kjör og jafnrétti fyrir allt félagsfólk. En enginn er svo heilagur að geta ekki tekið gagnrýni því vissulega hefur félagsfólk gagnrýnt þessa hugmynd mína með að spyrja „hvað með allan uppsafnaðan varasjóð sem ég á nú þegar“ og get ég alveg skilið afstöðu þeirra, en auðvitað yrði það útfært hjá hverjum og einum, en við skulum samt líka hafa það á hreinu að VR er ekki lífeyrissjóður. Annað þessu tengt er að ef félagsfólk hættir í félaginu og leysir ekki út sinn varasjóð þá hefur VR heimild fyrir því að taka til baka þann sjóð sem upp hefur safnast og sett hann aftur inn í sjúkra- og orlofsjóð félagsins. Mínar hugmyndir um varasjóðinn tryggir að allt félagsfólki VR, óháð tekjum, verði veitt jöfn tækifæri til að nýta styrki félagsins. Ég er sannfærður um að þessi breyting myndi styrkja félagsandann og stuðla að auknu trausti félagsfólks á VR. Af hverju ég? Ég legg áherslu á framtíð félagsfólks VR. Ég trúi því að VR þurfi skýra og djarfa stefnu, ekki bara markmið, heldur raunverulegar breytingar. Kosningarnar snúast um val: Halda áfram á svipaðri braut eða taka skrefið til framtíðar með VR sem virkilega stendur vörð um félagfólk sitt. Ég vel framtíðina. Kæra félagsfólk, framtíð VR er í okkar höndum. Ég sækist eftir ykkar trausti og stuðningi til að taka við embætti formanns VR. Það er mér hjartans mál að skapa sanngjarna og sterka framtíð fyrir félagsfólk og mun ég leggja mig allan fram í þetta mikilvæga hlutverk. Sameinum krafta okkar fyrir sterkara VR og bjartari framtíð. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu dagar hafa verið einstaklega skemmtilegir. Ég hef haft þau forréttindi að hitta félagsfólk VR á ýmsum vinnustöðum og það hefur verið eins og að hitta gamla vini sem eru tilbúnir að deila skoðunum sínum og spjalla um daginn og veginn. Á þessum fundum hefur verið mikil gleði og fjölbreyttar skoðanir, sem hafa gert mig enn vissari um það sem ég legg áherslu á og hverju ég vil breyta. Þarf virkilega framboð til? Á einum vinnustaðnum sem ég heimsótti sagði einn starfsmaður orðrétt: „Þarf virkilega framboð stjórnarmanna til að hlustað sé á okkur?“ Þessi orð eru þau sem ég hef talað fyrir frá byrjun í framboði mínu til embætti formanns VR. Eitt af mínum áherslumálum í framboðinu er samtalið við félagsfólk sem ég tel að hafi gleymst á síðustu árum og mikilvægt að byggja aftur upp. Raddir félagsfólk VR skipta sköpum þegar kemur m.a. að bættum kjörum þeirra. Félagsfólk VR á að geta treyst á sýnilegan og aðgengilegan formann sem er til staðar fyrir þau. Ég mun leggja áherslu á að vera til taks á öllum starfstöðvum félagsins og hlusta á raddir félagsfólks. Með opnu samtali og virkum samskiptum mun ég tryggja að málefni félagsfólks séu í forgrunni. Með aðgengilegum formanni tryggjum við að félagsfólk fái vettvang til að ræða það sem þeim liggur á hjarta og um leið styrkjum við grunninn að betri framtíð fyrir félagsfólk VR. Ég hef fengið það sama úr varasjóðnum síðustu 7 árin og engan fæðingarstyrk Á öðrum vinnustaða sagði starfsmaður orðrétt: „Ég hef búið hér á landi í 7 ár, verið á sama vinnustaðnum og sama starfi öll þau ár og ekki hafa laun mín lækkað en alltaf fæ ég það sama úr varasjóðnum í kringum kr. 20 þúsund. Hvar er jafnréttið?“ Í sömu heimsókn sagði annar starfsmaður orðrétt: „Vinkonur mínar sem eru allar á barneignaraldri hafa allar hætt í VR og fært sig yfir í önnur stéttarfélög sem bjóða upp á fæðingarstyrk“ Á mínum starfsferli, bæði innan VR og í samtölum við félagsfólk, hefur komið fram mikil óánægja með varasjóðinn og úthlutunarreglur hans. Þegar litið er til annarra stéttarfélaga af svipaðri stærðargráðu má sjá að styrkjum er þar úthlutað á jafnræðisgrundvelli, óháð tekjum. Í umræðunni um framboð mitt hafa mótframbjóðendur haldið því fram að varasjóðurinn sé „frábær“ og að þeir sem eru á hærri launum eigi skilið að fá meira. Einn mótframbjóðandi fer svo langt að lýsa stefnu minni sem „gylliboðum“. Gylliboð er freistandi tilboð sem lítur of vel út til að vera satt. Þetta snýst ekki um tilboð sem líta of vel út til að vera sönn, þetta snýst um raunverulegar breytingar sem bæta kjör félagsfólks. Ég hef djarfa stefnu og þor til að koma raunverulegum breytingum til skila, en ég mun alltaf velja að leggja áherslu á það sem raunverulega skiptir máli, bætt kjör og jafnrétti fyrir allt félagsfólk. En enginn er svo heilagur að geta ekki tekið gagnrýni því vissulega hefur félagsfólk gagnrýnt þessa hugmynd mína með að spyrja „hvað með allan uppsafnaðan varasjóð sem ég á nú þegar“ og get ég alveg skilið afstöðu þeirra, en auðvitað yrði það útfært hjá hverjum og einum, en við skulum samt líka hafa það á hreinu að VR er ekki lífeyrissjóður. Annað þessu tengt er að ef félagsfólk hættir í félaginu og leysir ekki út sinn varasjóð þá hefur VR heimild fyrir því að taka til baka þann sjóð sem upp hefur safnast og sett hann aftur inn í sjúkra- og orlofsjóð félagsins. Mínar hugmyndir um varasjóðinn tryggir að allt félagsfólki VR, óháð tekjum, verði veitt jöfn tækifæri til að nýta styrki félagsins. Ég er sannfærður um að þessi breyting myndi styrkja félagsandann og stuðla að auknu trausti félagsfólks á VR. Af hverju ég? Ég legg áherslu á framtíð félagsfólks VR. Ég trúi því að VR þurfi skýra og djarfa stefnu, ekki bara markmið, heldur raunverulegar breytingar. Kosningarnar snúast um val: Halda áfram á svipaðri braut eða taka skrefið til framtíðar með VR sem virkilega stendur vörð um félagfólk sitt. Ég vel framtíðina. Kæra félagsfólk, framtíð VR er í okkar höndum. Ég sækist eftir ykkar trausti og stuðningi til að taka við embætti formanns VR. Það er mér hjartans mál að skapa sanngjarna og sterka framtíð fyrir félagsfólk og mun ég leggja mig allan fram í þetta mikilvæga hlutverk. Sameinum krafta okkar fyrir sterkara VR og bjartari framtíð. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun