Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar 23. febrúar 2025 15:32 Á dögum fyrri heimsstyrjaldarinnar var alvarlega kreppa í Reykjavík, fólk streymdi til höfuðborgarinnar en húsnæðisekla var mikil í höfuðborginni. Vegna þessa var ásókn í ræktunarland í Kópavogi mjög vaxandi. Kópavogur tilheyrði þá „Seltjarnarneshreppi hinum forna“ og íbúar þar greiddu útsvar sitt til hreppsins sem var landfræðilega tvískiptur, með Reykjavík á milli. Í stríðslok 1945 voru íbúar í „Upphreppnum“ sem Kópavogur kallaðist orðnir rúmlega 500. Árið 1946 náði nýstofnað „Framfarafélagið Kópavogur“ meirihluta í hreppsnefnd Seltjarnarneshrepps. Hernaðarmannvirki út stríðinu voru fjarlægð og uppbygging á innviðum fór af stað (vatnsveita, holræsi, sími, rafmagn o.s.frv). Margir íbúar á Seltjarnarnesi urðu mjög uggandi um sinn hag og vildu sem minnst af uppbyggingu samfélags í Kópavogi vita. Hulda Jakobsdóttir sem varð síðan bæjarstjóri í Kópavogi sagði í endurminningum sínum að Seltirningar margir kölluðu samfélagið í Kópavogi „landshornalýðinn á Hálsunum“. Almennur fundur í Mýrarhúsaskóla árið 1947 samþykkti tillögu um að hreppnum yrði skipt í 2 hreppsfélög. Kópavogur varð því sérstakt hreppsfélag árið 1948 – gegn vilja meirhluta íbúanna. Slíkt hlýtur að vera einsdæmi. Ævintýraleg uppbygging samfélagsins Finnbogi Rútur Valdimarsson var kjörinn oddviti hins nýja hrepps árið 1948 þegar Framfarafélagið náði meirihluta í kosningum það ár og hélt honum þar til ársins 1962. Kópavogur hafði í millitíðinni öðlast kaupstaðaréttindi árið 1955. Finnbogi varð oddviti og bæjarstjóri allt þar til 1957 þegar eiginkona hans Hulda Finnbogadóttir var skipuð í það embætti, fyrst kvenna á Íslandi til að gegna því starfi. Hún var bæjarstjóri til ársins 1962 en Hulda var reyndar stórmerkilegur frumkvöðull á mörgum sviðum.Í hennar tíð var lagður grundvöllur að nútíma velferðarsamfélagi í bláfátæku sveitarfélagi – en hún hafði líka framtíðarsýn sem er afar dýrmæt fyrir ímynd bæjarins. Hún stóð til dæmis fyrir byggingu Kópavogskirkju þrátt fyrir lítil efni. Syrja má hver ásýnd Kópavogs sé án kirkjunnar okkar. Þegar ég fæðist sem Kópavogsbúi um 1960 eru íbúar rúmlega 6.000 talsins (3,5% af heildaríbúafjölda landsins) og skiptust jafnt á milli þeirra sem bjuggu á Kársnesinu vestan gjárinnar en hinir austan megin gjár. Menn voru annaðhvort austurbæingar eða vesturbæingar. Staðan er auðvitað gerbreytt. Í dag eru Kópavogsbúar yfir 40 þúsund talsins – eða rúmlega 10% af heildaríbúafjölda landsins og til dæmis er einn af hverjum 5 íbúum bæjarins af erlendu bergi brotinn. Þegar ég var í Kópavogsskóla átti einn strákurinn danskan föður og þótti stórmerkilegt en það voru 35 krakkar í bekknum hjá einum kennara. Í dag væri líklegt að í slíkum bekk væru 6-8 krakkar innflytjendur af fyrstu eða annarri kynslóð. Gerbreytt samfélag og ásýnd Það gefur auga leið að slíkum samfélagsbreytingum sem hér var lýst fylgja gríðarlegar áskoranir í skipulagsmálum. Enda er það þannig að skipulagsmál í Kópavogi eru mun vandasamari en áður. Það er augljóst að þegar brotið er nýtt land og innviðir byggðir upp frá grunni að þá er flækjustigið talsvert minna en þétting byggðar á sér stað. Þá koma til ólík sjónarmið um samfélagið til sögunnar og ennfremur ólíkir hagsmunir sem ráða för. Þar sem áður voru holt og melar í Kópavogi er komin rótgróin byggð og innan bæjarmarkanna eru hreinar náttúruperlur sem þarf að varðveita og hlúa að þegar næstu skref eru ákveðin um þróun byggðarinnar. Fossvogsdalurinn er dæmi um djásn innan bæjarmarkanna sem Kópavogsbúum tókst að bjarga frá því að lögð hafi verið hraðbraut um dalinn. Í dag fagna því allir að Davíð Oddssyni og meirihluta hans tókst ekki ætlunarverk sitt frá 1986 og eiga erfitt með að skilja hversu litlu mátti muna þar. Kópavogsdalurinn er önnur perla þar sem nú stendur yfir þverpólitísk og fagleg vinna þar sem lögð er áhersla á 3 þætti: 1) Náttúran (td hreinsun Kópavogslækjar. 2) Útivist og afþreyingu 3) Íþróttastarf. Núna staðan sú að vegna stuðnings Evrópusambandsins hefur fengist styrkur að upphæð 215 milljóna króna til að rannsaka og vinna að hreinsun Kópavogslækjar – og gera hann fiskgengan á ný eftir áratuga þurrð í þeim efnum. Ég hef verið lánsamur að hafa komið að þeirri vinnu og það verður spennandi að sjá næstu skref í því ferli. Miðbærinn í Kópavogi Þegar komið er yfir Arnarneshálsinn í norðurátt blasir Kópavogur við. Það er falleg sjón. Kárnesið er orðið gróið trjám og falleg byggðin speglast í Kópavoginum. Kópavogskirkja stendur tignarleg á holtinu og grænn Kópavogsdalurinn í austurátt með sínu gróna yfirbragði. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að miðbæ Kópavogs skorti betri ásýnd og reyndar mannlíf. Það mun vonandi breytast með tilkomu Borgarlínu – en meira þarf til. Ráðgjafafyrirtækið ALTA gerði árið 2022 svokallaða „forsendugreiningu“ um þróun miðbæjarins í Kópavogi og þar segir m.a: „ Svæðið meðfram Digranesvegi frá Hamraborg að MK er að mörgu leyti vannýtt og hefur mikla möguleika á að verða með áhugaverðari svæðum í miðbænum. Þar er skjól fyrir norðanátt, mjög sólríkt og frábært útsýni til suðurs. Mjög áhugavert er að skoða þetta svæði í samhengi við alla brekkubrún miðbæjarins til suðurs,frá Kópavogsskóla að sundlauginni“. Þetta er lykilatriði sem þarf að hafa í huga þegar gengið er frá endanlegru skipulagi fyrir miðbæ Kópavogs. Við þekkjum öll harmsöguna þegar bæjarstjórnarmeirihlutinn frá 2014-2018 gerði samninginn óskiljanlega vikur fyrir bæjarstjórnarkosningar árið 2018 um sölu á eignum bæjarins við Fannborg. Skaðinn varð margþættur, bæði fjárhagslegur – en kom líka í veg fyrir eðlilega og faglega nálgun á þróun miðbæjarins í Kópavogi. Það er óskandi að þessi forsendugreining ALTA verði verði lögð til grundvallar á gerð rammaskipulags fyrir Miðbæ Kópavogs. Það er einstakt tækifæri að heildarsýn verði unnin í samráði við íbúana og nútímaleg fagleg vinnubrögð verði lögð til grundvallar í nýju skipulagi fyrir þetta lykilsvæði í skipulagi Kópavogsbæjar. Mistök sem þessi samningur var er vitnisburður um vinnubrögð sem mega aldrei endurtaka sig. Kársnes Með tilkomu brúarinnar Öldu frá Kársnesi yfir Fossvog til Reykjavíkur og Borgarlínu með endastöð sem fyrsta áfanga í Hamraborg er vesturbær (og miðbær Kópavogs líka) einn mikilvægasti hlekkurinn í nútímavæðingu höfuðborgarsvæðisins. Mikil áskorun er hjá skipulagsyfirvöldum í Kópavogi að vinnulag vegna skipulagsins taki mið af viðurkenndum sjónarmiðum í skipulagsfræðum og að allt verði gert til að fanga sjónarmið íbúanna sem búa á Kársnesi og í miðbænum. ALTA hefur unnið rammaskipulag sem ber yfirskriftina „Viðsnúningur á Kársnesi“. Þar segir að mikil tækifæri blasa við en jafnframt að hingað til hafi heildarsýn skort um skipulag á Kársnesi hingað til. Þetta sé hinsvegar hægt að leysa með bæði íbúasamráði og faglegri nálgun. Ég er á því að á slíkt hafi oft hingað til skort, því miður. Vonandi verður leitað ásjár fagaðila í þessum efnum. Göngu- og hjólastígur á sunnanverðu Kársnesi Einhver áhugaverðasti þátturinn í skipulaginu á Kársnesi er hvernig göngu- og hjólastígur á sunnanverðu nesinu verður lagður. Ef vel er á málum haldið er hér um að ræða einhverja fegurstu göngu- og hjólaleið á öllu höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægi hennar mun aukast talsvert með tengingu við hafnarsvæðið á Kársnesi og Öldu, nýju brúna yfir Fossvog til Reykjavíkur. Nú eru til umræðu ýmsir valkostir hvernig á að útfæra stíginn til útivistar og almenna umgengni. Eftir vandaða og faglega úttekt Umhverfissviðs er það ljóst að öll rök hníga að því að stígurinn muni liggja um sunnanvert Kársnes. Þegar tekið hefur verið mið af ýmsum þáttum s.s. leiðavali, gatnamótum, hraða og almennu aðgengi eru valkostirnir mjög skýrir. Almannahagur eða sérhagsmunir? Það blasir við að ef stígurinn á að liggja meðfram ströndinni þá þarf hönnun hans að taka mið af þeirri staðreynd að fara þarf inn á lóðir þar sem íbúar hafa smám saman síðustu áratugi stækkað lóðir sínar út fyrir lóðamörk.Samtal þarf að eiga sér stað við þá íbúa – en vonandi komast aðilar að samkomulagi sem allir geta sætt sig við. Framundan eru því miklar áskoranir í skipulagsvinnu í Kópavogi – og brýnt að allir aðilar leggi sig fram í þeirri vinnu sam framundan er.Við afkomendur „landshornalýðsins á Hálsunum“ berum mikla ábyrgð í þeim efnum. Höfundur er varabæjarfulltrúi í Kópavogi og á sæti í skipulagsráði bæjarins fyrir hönd Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögum fyrri heimsstyrjaldarinnar var alvarlega kreppa í Reykjavík, fólk streymdi til höfuðborgarinnar en húsnæðisekla var mikil í höfuðborginni. Vegna þessa var ásókn í ræktunarland í Kópavogi mjög vaxandi. Kópavogur tilheyrði þá „Seltjarnarneshreppi hinum forna“ og íbúar þar greiddu útsvar sitt til hreppsins sem var landfræðilega tvískiptur, með Reykjavík á milli. Í stríðslok 1945 voru íbúar í „Upphreppnum“ sem Kópavogur kallaðist orðnir rúmlega 500. Árið 1946 náði nýstofnað „Framfarafélagið Kópavogur“ meirihluta í hreppsnefnd Seltjarnarneshrepps. Hernaðarmannvirki út stríðinu voru fjarlægð og uppbygging á innviðum fór af stað (vatnsveita, holræsi, sími, rafmagn o.s.frv). Margir íbúar á Seltjarnarnesi urðu mjög uggandi um sinn hag og vildu sem minnst af uppbyggingu samfélags í Kópavogi vita. Hulda Jakobsdóttir sem varð síðan bæjarstjóri í Kópavogi sagði í endurminningum sínum að Seltirningar margir kölluðu samfélagið í Kópavogi „landshornalýðinn á Hálsunum“. Almennur fundur í Mýrarhúsaskóla árið 1947 samþykkti tillögu um að hreppnum yrði skipt í 2 hreppsfélög. Kópavogur varð því sérstakt hreppsfélag árið 1948 – gegn vilja meirhluta íbúanna. Slíkt hlýtur að vera einsdæmi. Ævintýraleg uppbygging samfélagsins Finnbogi Rútur Valdimarsson var kjörinn oddviti hins nýja hrepps árið 1948 þegar Framfarafélagið náði meirihluta í kosningum það ár og hélt honum þar til ársins 1962. Kópavogur hafði í millitíðinni öðlast kaupstaðaréttindi árið 1955. Finnbogi varð oddviti og bæjarstjóri allt þar til 1957 þegar eiginkona hans Hulda Finnbogadóttir var skipuð í það embætti, fyrst kvenna á Íslandi til að gegna því starfi. Hún var bæjarstjóri til ársins 1962 en Hulda var reyndar stórmerkilegur frumkvöðull á mörgum sviðum.Í hennar tíð var lagður grundvöllur að nútíma velferðarsamfélagi í bláfátæku sveitarfélagi – en hún hafði líka framtíðarsýn sem er afar dýrmæt fyrir ímynd bæjarins. Hún stóð til dæmis fyrir byggingu Kópavogskirkju þrátt fyrir lítil efni. Syrja má hver ásýnd Kópavogs sé án kirkjunnar okkar. Þegar ég fæðist sem Kópavogsbúi um 1960 eru íbúar rúmlega 6.000 talsins (3,5% af heildaríbúafjölda landsins) og skiptust jafnt á milli þeirra sem bjuggu á Kársnesinu vestan gjárinnar en hinir austan megin gjár. Menn voru annaðhvort austurbæingar eða vesturbæingar. Staðan er auðvitað gerbreytt. Í dag eru Kópavogsbúar yfir 40 þúsund talsins – eða rúmlega 10% af heildaríbúafjölda landsins og til dæmis er einn af hverjum 5 íbúum bæjarins af erlendu bergi brotinn. Þegar ég var í Kópavogsskóla átti einn strákurinn danskan föður og þótti stórmerkilegt en það voru 35 krakkar í bekknum hjá einum kennara. Í dag væri líklegt að í slíkum bekk væru 6-8 krakkar innflytjendur af fyrstu eða annarri kynslóð. Gerbreytt samfélag og ásýnd Það gefur auga leið að slíkum samfélagsbreytingum sem hér var lýst fylgja gríðarlegar áskoranir í skipulagsmálum. Enda er það þannig að skipulagsmál í Kópavogi eru mun vandasamari en áður. Það er augljóst að þegar brotið er nýtt land og innviðir byggðir upp frá grunni að þá er flækjustigið talsvert minna en þétting byggðar á sér stað. Þá koma til ólík sjónarmið um samfélagið til sögunnar og ennfremur ólíkir hagsmunir sem ráða för. Þar sem áður voru holt og melar í Kópavogi er komin rótgróin byggð og innan bæjarmarkanna eru hreinar náttúruperlur sem þarf að varðveita og hlúa að þegar næstu skref eru ákveðin um þróun byggðarinnar. Fossvogsdalurinn er dæmi um djásn innan bæjarmarkanna sem Kópavogsbúum tókst að bjarga frá því að lögð hafi verið hraðbraut um dalinn. Í dag fagna því allir að Davíð Oddssyni og meirihluta hans tókst ekki ætlunarverk sitt frá 1986 og eiga erfitt með að skilja hversu litlu mátti muna þar. Kópavogsdalurinn er önnur perla þar sem nú stendur yfir þverpólitísk og fagleg vinna þar sem lögð er áhersla á 3 þætti: 1) Náttúran (td hreinsun Kópavogslækjar. 2) Útivist og afþreyingu 3) Íþróttastarf. Núna staðan sú að vegna stuðnings Evrópusambandsins hefur fengist styrkur að upphæð 215 milljóna króna til að rannsaka og vinna að hreinsun Kópavogslækjar – og gera hann fiskgengan á ný eftir áratuga þurrð í þeim efnum. Ég hef verið lánsamur að hafa komið að þeirri vinnu og það verður spennandi að sjá næstu skref í því ferli. Miðbærinn í Kópavogi Þegar komið er yfir Arnarneshálsinn í norðurátt blasir Kópavogur við. Það er falleg sjón. Kárnesið er orðið gróið trjám og falleg byggðin speglast í Kópavoginum. Kópavogskirkja stendur tignarleg á holtinu og grænn Kópavogsdalurinn í austurátt með sínu gróna yfirbragði. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að miðbæ Kópavogs skorti betri ásýnd og reyndar mannlíf. Það mun vonandi breytast með tilkomu Borgarlínu – en meira þarf til. Ráðgjafafyrirtækið ALTA gerði árið 2022 svokallaða „forsendugreiningu“ um þróun miðbæjarins í Kópavogi og þar segir m.a: „ Svæðið meðfram Digranesvegi frá Hamraborg að MK er að mörgu leyti vannýtt og hefur mikla möguleika á að verða með áhugaverðari svæðum í miðbænum. Þar er skjól fyrir norðanátt, mjög sólríkt og frábært útsýni til suðurs. Mjög áhugavert er að skoða þetta svæði í samhengi við alla brekkubrún miðbæjarins til suðurs,frá Kópavogsskóla að sundlauginni“. Þetta er lykilatriði sem þarf að hafa í huga þegar gengið er frá endanlegru skipulagi fyrir miðbæ Kópavogs. Við þekkjum öll harmsöguna þegar bæjarstjórnarmeirihlutinn frá 2014-2018 gerði samninginn óskiljanlega vikur fyrir bæjarstjórnarkosningar árið 2018 um sölu á eignum bæjarins við Fannborg. Skaðinn varð margþættur, bæði fjárhagslegur – en kom líka í veg fyrir eðlilega og faglega nálgun á þróun miðbæjarins í Kópavogi. Það er óskandi að þessi forsendugreining ALTA verði verði lögð til grundvallar á gerð rammaskipulags fyrir Miðbæ Kópavogs. Það er einstakt tækifæri að heildarsýn verði unnin í samráði við íbúana og nútímaleg fagleg vinnubrögð verði lögð til grundvallar í nýju skipulagi fyrir þetta lykilsvæði í skipulagi Kópavogsbæjar. Mistök sem þessi samningur var er vitnisburður um vinnubrögð sem mega aldrei endurtaka sig. Kársnes Með tilkomu brúarinnar Öldu frá Kársnesi yfir Fossvog til Reykjavíkur og Borgarlínu með endastöð sem fyrsta áfanga í Hamraborg er vesturbær (og miðbær Kópavogs líka) einn mikilvægasti hlekkurinn í nútímavæðingu höfuðborgarsvæðisins. Mikil áskorun er hjá skipulagsyfirvöldum í Kópavogi að vinnulag vegna skipulagsins taki mið af viðurkenndum sjónarmiðum í skipulagsfræðum og að allt verði gert til að fanga sjónarmið íbúanna sem búa á Kársnesi og í miðbænum. ALTA hefur unnið rammaskipulag sem ber yfirskriftina „Viðsnúningur á Kársnesi“. Þar segir að mikil tækifæri blasa við en jafnframt að hingað til hafi heildarsýn skort um skipulag á Kársnesi hingað til. Þetta sé hinsvegar hægt að leysa með bæði íbúasamráði og faglegri nálgun. Ég er á því að á slíkt hafi oft hingað til skort, því miður. Vonandi verður leitað ásjár fagaðila í þessum efnum. Göngu- og hjólastígur á sunnanverðu Kársnesi Einhver áhugaverðasti þátturinn í skipulaginu á Kársnesi er hvernig göngu- og hjólastígur á sunnanverðu nesinu verður lagður. Ef vel er á málum haldið er hér um að ræða einhverja fegurstu göngu- og hjólaleið á öllu höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægi hennar mun aukast talsvert með tengingu við hafnarsvæðið á Kársnesi og Öldu, nýju brúna yfir Fossvog til Reykjavíkur. Nú eru til umræðu ýmsir valkostir hvernig á að útfæra stíginn til útivistar og almenna umgengni. Eftir vandaða og faglega úttekt Umhverfissviðs er það ljóst að öll rök hníga að því að stígurinn muni liggja um sunnanvert Kársnes. Þegar tekið hefur verið mið af ýmsum þáttum s.s. leiðavali, gatnamótum, hraða og almennu aðgengi eru valkostirnir mjög skýrir. Almannahagur eða sérhagsmunir? Það blasir við að ef stígurinn á að liggja meðfram ströndinni þá þarf hönnun hans að taka mið af þeirri staðreynd að fara þarf inn á lóðir þar sem íbúar hafa smám saman síðustu áratugi stækkað lóðir sínar út fyrir lóðamörk.Samtal þarf að eiga sér stað við þá íbúa – en vonandi komast aðilar að samkomulagi sem allir geta sætt sig við. Framundan eru því miklar áskoranir í skipulagsvinnu í Kópavogi – og brýnt að allir aðilar leggi sig fram í þeirri vinnu sam framundan er.Við afkomendur „landshornalýðsins á Hálsunum“ berum mikla ábyrgð í þeim efnum. Höfundur er varabæjarfulltrúi í Kópavogi og á sæti í skipulagsráði bæjarins fyrir hönd Samfylkingarinnar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun