Körfubolti

Popovich kemur ekki til baka á þessu tíma­bili

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gregg Popovich er 76 ára gamall og hefur þjálfað San Antonio Spurs frá árinu 1996.
Gregg Popovich er 76 ára gamall og hefur þjálfað San Antonio Spurs frá árinu 1996. Getty/Ronald Cortes

Allt stefnir í það að Gregg Popovich sé búinn að stýra sínum síðasta leik í NBA deildinni í körfubolta.

Í nótt kom það fram í bandarískum fjölmiðlum að Popovich muni ekki snúa til baka á þessu tímabili.

Popovich er að jafna sig eftir að hafa fengið vægt heilablóðfall í byrjun nóvember.

San Antonio Spurs fékk líka slæmar fréttir í síðustu viku þegar kom í ljós að Frakkinn Victor Wembanyama verður ekki meira með á leiktíðinni.

Mitch Johnson, aðstoðarmaður Popovich, tók við liðinu þegar Popovich fór í veikindaleyfið og mun nú stýra því út tímabilið.

Popovich hefur stýrt San Antonio Spurs undanfarin 29 tímabil og er sjá þjálfari sem hefur unnið flesta leiki í deildinni frá upphafi. Hann kom Spurs 22 sinnum i úrslitakeppni.

Hann hefur gert Spurs fimm sinnum að NBA meisturum og þrisvar sinnum var hann kosinn besti þjálfari tímabilsins.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×