Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar 23. febrúar 2025 11:01 Eðlileg viðbrögð við sorg eru afskaplega fjölbreytt og persónuleg. Það getur verið hjálplegt að skipta þeim upp í fjóra flokka; tilfinningar, líkamleg viðbrögð, hugsanir og hegðun. Innan þessara flokka rúmast svo fjöldinn allur af mismunandi viðbrögðum. Algengar og eðlilegar tilfinningar sem börn upplifa eftir að hafa misst dýrmæta manneskju geta verið depurð og þrá eftir þeim sem er dáinn, kvíði, reiði, ásökun, sektarkennd og sjálfsásökun, einmanaleiki, þreyta, hjálparleysi, léttir og doði. Mig langar að staldra við eina tilfinningu þarna sem mér finnst áberandi hjá ungum syrgjendum en það er kvíði. Flest börn í sorg sem ég hef rætt við viðurkenna að upplifa töluvert meiri kvíða og áhyggjur eftir andlátið. Það getur verið vegna þess að allt í einu er örygginu kippt undan þeim. Á einum tímapunkti eru þau viss um hvernig lífið þeirra er og á að vera og svo allt í einu er það breytt, það er ekki lengur eins og ætluðu að hafa það og þau hafa enga stjórn á atburðarásinni. Þá getur farið af stað þessi hugsun; hvað fleira getur eiginlega gerst sem ég vil ekki að gerist? Hver annar gæti bara dáið frá mér? Þetta eru mjög yfirþyrmandi og kvíðvænlegar hugsanir og það er svo mikilvægt að einhver fullorðin, örugg manneskja sem á dýrmæt tengsl við barnið geti talað inn í þessar tilfinningar og byggt upp tilfinningu barnsins fyrir að vera öruggt í þessum heimi þrátt fyrir allt. Það má heldur ekki gleyma því að sorgin býr ekki bara í huganum okkar, hún býr í öllum líkamanum og líkamlegu viðbrögðin geta verið t.d. tómleiki í kviðnum og meltingatruflanir, vöðvabólga og spenna t.d. í brjósti yfir hjartastað eða í kjálkum, spenna í hálsi t.d. vegna þess að kökkurinn er stöðugt að gera vart við sig, ofurnæmi fyrir hljóðum, tilfinning fyrir því að vera óraunverulegur eða að allt í kring sé óraunverulegt – það er sérstaklega algengt fyrst á eftir missi, svo er mæði, slappleiki í vöðvum, orkuleysi og þurrkur í munni. Börn í sorg kvarta mjög oft undan líkamlegum óþægindum. Bæði vegna þess að þau finna raunverulega fyrir þeim en líka vegna þess að oft vita þau ekkert hvernig þeim líður, þau finna bara að þeim líður ekki vel. Þá getur verið ágætt að kvarta undan magaverk eða öðru slíku því þau vita að þá fá þau hvort eð er þá umhyggju sem þau þurfa. Hugsanir á borð við að trúa ekki því sem hefur gerst, ruglingur, þráhyggja, að finna fyrir nærveru og jafnvel sjá ofsjónir er allt innan eðlilegs ramma þeirra sem syrgja. Hegðun sem ekki er óalgengt að sjá eru t.d. svefnörðugleikar, breytt matarhegðun, að vera annars hugar, höfnun á félagsskap, draumfarir um þann sem er látinn, hvers konar hegðun sem er til þess fallinn að forðast það að vera minntur á látinn ástvin, að leita og kalla á þann sem er farinn, andvörp, eirðarleysi, grátur, að sækja staði og bera hluti sem minna á þann sem er látinn eða að halda upp á hluti sem tilheyrðu hinum látna. Eins og sést á þessari upptalningu er mjög margt sem undir venjulegum kringumstæðum myndi teljast athugunarvert sem fellur undir eðlileg viðbrögð við hinu erfiða og krefjandi ástandi að syrgja bæði meðal fullorðinna og barna. Mikilvægt er að hafa það í huga og rjúka ekki til við að stimpla ákveðin sorgarviðbrögð sem óeðlileg. Það getur ekki síst haft neikvæð áhrif á barn sem er að finna sína leið til að syrgja og hefur litla stjórn á sorgarviðbrögðum sínum. Það skiptir máli að ungur syrgjandi finni að fullorðna fólkið sem hann treystir á sé ekki hrætt við sorgina og allt sem henni getur fylgt. Minningarsjóðurinn Örninn Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sorg Börn og uppeldi Matthildur Bjarnadóttir Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Eðlileg viðbrögð við sorg eru afskaplega fjölbreytt og persónuleg. Það getur verið hjálplegt að skipta þeim upp í fjóra flokka; tilfinningar, líkamleg viðbrögð, hugsanir og hegðun. Innan þessara flokka rúmast svo fjöldinn allur af mismunandi viðbrögðum. Algengar og eðlilegar tilfinningar sem börn upplifa eftir að hafa misst dýrmæta manneskju geta verið depurð og þrá eftir þeim sem er dáinn, kvíði, reiði, ásökun, sektarkennd og sjálfsásökun, einmanaleiki, þreyta, hjálparleysi, léttir og doði. Mig langar að staldra við eina tilfinningu þarna sem mér finnst áberandi hjá ungum syrgjendum en það er kvíði. Flest börn í sorg sem ég hef rætt við viðurkenna að upplifa töluvert meiri kvíða og áhyggjur eftir andlátið. Það getur verið vegna þess að allt í einu er örygginu kippt undan þeim. Á einum tímapunkti eru þau viss um hvernig lífið þeirra er og á að vera og svo allt í einu er það breytt, það er ekki lengur eins og ætluðu að hafa það og þau hafa enga stjórn á atburðarásinni. Þá getur farið af stað þessi hugsun; hvað fleira getur eiginlega gerst sem ég vil ekki að gerist? Hver annar gæti bara dáið frá mér? Þetta eru mjög yfirþyrmandi og kvíðvænlegar hugsanir og það er svo mikilvægt að einhver fullorðin, örugg manneskja sem á dýrmæt tengsl við barnið geti talað inn í þessar tilfinningar og byggt upp tilfinningu barnsins fyrir að vera öruggt í þessum heimi þrátt fyrir allt. Það má heldur ekki gleyma því að sorgin býr ekki bara í huganum okkar, hún býr í öllum líkamanum og líkamlegu viðbrögðin geta verið t.d. tómleiki í kviðnum og meltingatruflanir, vöðvabólga og spenna t.d. í brjósti yfir hjartastað eða í kjálkum, spenna í hálsi t.d. vegna þess að kökkurinn er stöðugt að gera vart við sig, ofurnæmi fyrir hljóðum, tilfinning fyrir því að vera óraunverulegur eða að allt í kring sé óraunverulegt – það er sérstaklega algengt fyrst á eftir missi, svo er mæði, slappleiki í vöðvum, orkuleysi og þurrkur í munni. Börn í sorg kvarta mjög oft undan líkamlegum óþægindum. Bæði vegna þess að þau finna raunverulega fyrir þeim en líka vegna þess að oft vita þau ekkert hvernig þeim líður, þau finna bara að þeim líður ekki vel. Þá getur verið ágætt að kvarta undan magaverk eða öðru slíku því þau vita að þá fá þau hvort eð er þá umhyggju sem þau þurfa. Hugsanir á borð við að trúa ekki því sem hefur gerst, ruglingur, þráhyggja, að finna fyrir nærveru og jafnvel sjá ofsjónir er allt innan eðlilegs ramma þeirra sem syrgja. Hegðun sem ekki er óalgengt að sjá eru t.d. svefnörðugleikar, breytt matarhegðun, að vera annars hugar, höfnun á félagsskap, draumfarir um þann sem er látinn, hvers konar hegðun sem er til þess fallinn að forðast það að vera minntur á látinn ástvin, að leita og kalla á þann sem er farinn, andvörp, eirðarleysi, grátur, að sækja staði og bera hluti sem minna á þann sem er látinn eða að halda upp á hluti sem tilheyrðu hinum látna. Eins og sést á þessari upptalningu er mjög margt sem undir venjulegum kringumstæðum myndi teljast athugunarvert sem fellur undir eðlileg viðbrögð við hinu erfiða og krefjandi ástandi að syrgja bæði meðal fullorðinna og barna. Mikilvægt er að hafa það í huga og rjúka ekki til við að stimpla ákveðin sorgarviðbrögð sem óeðlileg. Það getur ekki síst haft neikvæð áhrif á barn sem er að finna sína leið til að syrgja og hefur litla stjórn á sorgarviðbrögðum sínum. Það skiptir máli að ungur syrgjandi finni að fullorðna fólkið sem hann treystir á sé ekki hrætt við sorgina og allt sem henni getur fylgt. Minningarsjóðurinn Örninn Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun