Sport

„Pínu erfitt að hlæja að Kára“

Smári Jökull Jónsson skrifar
Kári Árnason og Aron Jóhannsson voru samherjar á golfvellinum í Portúgal.
Kári Árnason og Aron Jóhannsson voru samherjar á golfvellinum í Portúgal.

Það var sannkallaður stjörnufans á Quinta Da Marinha golfvellinum í Portúgal á dögunum þegar bæði núverandi og fyrrverandi knattspyrnuleikmenn öttu kappi í hörkukeppni.

Mótið í Portúgal var á vegum Brutta Golf en stjórnendur hlaðvarpsins Steve Dagskrá hafa verið duglegir að etja mönnum saman í golfi ásamt Brutta Golf.

Leikið var í tveimur þriggja manna liðum og mynduðu hlaðvarpsstjórnandinn Vilhjálmur Hallsson, Björn Daníel Sverrisson leikmaður FH og Steven Lennon, fyrrum leikmaður Fram og FH, annað liðið. Hinu megin voru það Kári Árnason, fyrrum landsliðsmaður, Aron Jóhannsson leikmaður Vals í Bestu deildinni og Styrmir Erlendsson fyrrum leikmaður Fylkis og ÍR.

Leikið var með Texas Scramble fyrirkomulagi og er óhætt að segja að fjörið hafi verið mikið og flugu skeytasendingar á milli manna.

„Pínu erfitt að hlæja að honum“

„Oh my god,“ voru orðin sem sögð voru eftir fyrsta högg keppninar en menn höfðu orð á því að gott væri að vera þrír saman í liði til að geta bætt hvern annan upp.

Vilhjálmur sagðist vanari að vera með Kára í liði á golfvellinum.

„Ég er vanari að vera með Kára í liði þannig að það er pínu erfitt að hlæja að honum, en samt,“ sagði Vilhjálmur en Kári gat skotið til baka þegar í ljós kom hvar fyrsta högg Vilhjálms hafði endað.

Hér fyrir neðan má sjá innslagið í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×