Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar 25. febrúar 2025 15:02 Þann 18.-19. mars næstkomandi fara fram kosningar um næsta rektor Háskóla Íslands, Eins og gefur að skilja gegnir staðan veigamiklu og stefnumótandi hlutverki í málefnum háskólans og því skiptir miklu máli að vanda valið á nýjum rektor. Dr. Silja Bára R. Ómarsdóttir býður fram krafta sína og sýn á framtíð Háskóla Íslands. Ég hef sjálf verið þeirrar gæfu aðnjótandi að vinna með Silju Báru í námi og starfi og kynnast henni þannig sem leiðtoga á ólíkum sviðum. Fyrst á vettvangi háskólans þar sem hún stýrði mér og öðrum nemendum í samningaviðræðum í alþjóðlegu samhengi og síðar í stefnumótun og innleiðingu stefnu til 2030 fyrir Rauða krossinn á Íslandi. Ég hef kynnst leiðtoganum Silju Báru og það sem einkennir hana er hæfni hennar til að sameina ólíka aðila um mikilvæg málefni og geta hennar til að taka faglegar og sanngjarnar ákvarðanir í þágu jákvæðra breytinga. Silja Bára vinnur af yfirvegun, leggur mikið upp úr samráði við hlutaðeigandi og leitast ávallt við að tryggja að öll sjónarmið heyrist í ákvarðanatöku með jafnrétti og jöfnuð að leiðarljósi. Hún er leiðtogi sem lætur ekki sitja við orðin tóm heldur vinnur af krafti að því að gera hlutina að veruleika. Silja Bára hefur áralanga reynslu af stefnumótun, innleiðingu og eftirfylgni í stjórnunarstörfum innan háskólasamfélagsins sem og utan. Hún þekkir hvernig unnið er að breytingum, hvaða áskoranir fylgja þeim og hvernig tryggja má að góðar hugmyndir verði að raunverulegum umbótum. Í starfi sínu og félagsstörfum hefur hún lagt áherslu á jafnrétti, gagnsæi, samráð og faglega nálgun í ákvarðanatöku. Hún leggur ríka áherslu á að stefnumótun sé ekki bara orðin tóm heldur að hún feli í sér raunveruleg markmið sem fylgt er eftir með markvissum aðgerðum. Með farsæla reynslu af stjórnun og stefnumótun, bæði á vettvangi fræða og í félagsstarfi, er hún vel í stakk búin til að leiða háskólann á næstu árum. Háskóli Íslands stendur frammi fyrir stórum áskorunum þegar kemur að fjármögnun, starfsumhverfi og sjálfbærni. Silja Bára hefur þegar sett fram skýrar hugmyndir um hvernig hægt sé að takast á við þessar áskoranir og vinna í átt að öflugra háskólasamfélagi. Hún er leiðtogi sem sameinar faglega sýn, þekkingu og stjórnunargetu með skýrri aðferðafræði að árangri. Með Silju Báru í fararbroddi mun Háskóli Íslands fá öflugan leiðtoga sem ekki aðeins mótar stefnu heldur fylgir henni líka eftir – til framtíðar. Höfundur er útskrifaður nemandi í alþjóðasamskiptum og sérfræðingur í stefnumótun og verkefna- og gæðastjórnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 18.-19. mars næstkomandi fara fram kosningar um næsta rektor Háskóla Íslands, Eins og gefur að skilja gegnir staðan veigamiklu og stefnumótandi hlutverki í málefnum háskólans og því skiptir miklu máli að vanda valið á nýjum rektor. Dr. Silja Bára R. Ómarsdóttir býður fram krafta sína og sýn á framtíð Háskóla Íslands. Ég hef sjálf verið þeirrar gæfu aðnjótandi að vinna með Silju Báru í námi og starfi og kynnast henni þannig sem leiðtoga á ólíkum sviðum. Fyrst á vettvangi háskólans þar sem hún stýrði mér og öðrum nemendum í samningaviðræðum í alþjóðlegu samhengi og síðar í stefnumótun og innleiðingu stefnu til 2030 fyrir Rauða krossinn á Íslandi. Ég hef kynnst leiðtoganum Silju Báru og það sem einkennir hana er hæfni hennar til að sameina ólíka aðila um mikilvæg málefni og geta hennar til að taka faglegar og sanngjarnar ákvarðanir í þágu jákvæðra breytinga. Silja Bára vinnur af yfirvegun, leggur mikið upp úr samráði við hlutaðeigandi og leitast ávallt við að tryggja að öll sjónarmið heyrist í ákvarðanatöku með jafnrétti og jöfnuð að leiðarljósi. Hún er leiðtogi sem lætur ekki sitja við orðin tóm heldur vinnur af krafti að því að gera hlutina að veruleika. Silja Bára hefur áralanga reynslu af stefnumótun, innleiðingu og eftirfylgni í stjórnunarstörfum innan háskólasamfélagsins sem og utan. Hún þekkir hvernig unnið er að breytingum, hvaða áskoranir fylgja þeim og hvernig tryggja má að góðar hugmyndir verði að raunverulegum umbótum. Í starfi sínu og félagsstörfum hefur hún lagt áherslu á jafnrétti, gagnsæi, samráð og faglega nálgun í ákvarðanatöku. Hún leggur ríka áherslu á að stefnumótun sé ekki bara orðin tóm heldur að hún feli í sér raunveruleg markmið sem fylgt er eftir með markvissum aðgerðum. Með farsæla reynslu af stjórnun og stefnumótun, bæði á vettvangi fræða og í félagsstarfi, er hún vel í stakk búin til að leiða háskólann á næstu árum. Háskóli Íslands stendur frammi fyrir stórum áskorunum þegar kemur að fjármögnun, starfsumhverfi og sjálfbærni. Silja Bára hefur þegar sett fram skýrar hugmyndir um hvernig hægt sé að takast á við þessar áskoranir og vinna í átt að öflugra háskólasamfélagi. Hún er leiðtogi sem sameinar faglega sýn, þekkingu og stjórnunargetu með skýrri aðferðafræði að árangri. Með Silju Báru í fararbroddi mun Háskóli Íslands fá öflugan leiðtoga sem ekki aðeins mótar stefnu heldur fylgir henni líka eftir – til framtíðar. Höfundur er útskrifaður nemandi í alþjóðasamskiptum og sérfræðingur í stefnumótun og verkefna- og gæðastjórnun.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar