Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar 25. febrúar 2025 15:02 Þann 18.-19. mars næstkomandi fara fram kosningar um næsta rektor Háskóla Íslands, Eins og gefur að skilja gegnir staðan veigamiklu og stefnumótandi hlutverki í málefnum háskólans og því skiptir miklu máli að vanda valið á nýjum rektor. Dr. Silja Bára R. Ómarsdóttir býður fram krafta sína og sýn á framtíð Háskóla Íslands. Ég hef sjálf verið þeirrar gæfu aðnjótandi að vinna með Silju Báru í námi og starfi og kynnast henni þannig sem leiðtoga á ólíkum sviðum. Fyrst á vettvangi háskólans þar sem hún stýrði mér og öðrum nemendum í samningaviðræðum í alþjóðlegu samhengi og síðar í stefnumótun og innleiðingu stefnu til 2030 fyrir Rauða krossinn á Íslandi. Ég hef kynnst leiðtoganum Silju Báru og það sem einkennir hana er hæfni hennar til að sameina ólíka aðila um mikilvæg málefni og geta hennar til að taka faglegar og sanngjarnar ákvarðanir í þágu jákvæðra breytinga. Silja Bára vinnur af yfirvegun, leggur mikið upp úr samráði við hlutaðeigandi og leitast ávallt við að tryggja að öll sjónarmið heyrist í ákvarðanatöku með jafnrétti og jöfnuð að leiðarljósi. Hún er leiðtogi sem lætur ekki sitja við orðin tóm heldur vinnur af krafti að því að gera hlutina að veruleika. Silja Bára hefur áralanga reynslu af stefnumótun, innleiðingu og eftirfylgni í stjórnunarstörfum innan háskólasamfélagsins sem og utan. Hún þekkir hvernig unnið er að breytingum, hvaða áskoranir fylgja þeim og hvernig tryggja má að góðar hugmyndir verði að raunverulegum umbótum. Í starfi sínu og félagsstörfum hefur hún lagt áherslu á jafnrétti, gagnsæi, samráð og faglega nálgun í ákvarðanatöku. Hún leggur ríka áherslu á að stefnumótun sé ekki bara orðin tóm heldur að hún feli í sér raunveruleg markmið sem fylgt er eftir með markvissum aðgerðum. Með farsæla reynslu af stjórnun og stefnumótun, bæði á vettvangi fræða og í félagsstarfi, er hún vel í stakk búin til að leiða háskólann á næstu árum. Háskóli Íslands stendur frammi fyrir stórum áskorunum þegar kemur að fjármögnun, starfsumhverfi og sjálfbærni. Silja Bára hefur þegar sett fram skýrar hugmyndir um hvernig hægt sé að takast á við þessar áskoranir og vinna í átt að öflugra háskólasamfélagi. Hún er leiðtogi sem sameinar faglega sýn, þekkingu og stjórnunargetu með skýrri aðferðafræði að árangri. Með Silju Báru í fararbroddi mun Háskóli Íslands fá öflugan leiðtoga sem ekki aðeins mótar stefnu heldur fylgir henni líka eftir – til framtíðar. Höfundur er útskrifaður nemandi í alþjóðasamskiptum og sérfræðingur í stefnumótun og verkefna- og gæðastjórnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 18.-19. mars næstkomandi fara fram kosningar um næsta rektor Háskóla Íslands, Eins og gefur að skilja gegnir staðan veigamiklu og stefnumótandi hlutverki í málefnum háskólans og því skiptir miklu máli að vanda valið á nýjum rektor. Dr. Silja Bára R. Ómarsdóttir býður fram krafta sína og sýn á framtíð Háskóla Íslands. Ég hef sjálf verið þeirrar gæfu aðnjótandi að vinna með Silju Báru í námi og starfi og kynnast henni þannig sem leiðtoga á ólíkum sviðum. Fyrst á vettvangi háskólans þar sem hún stýrði mér og öðrum nemendum í samningaviðræðum í alþjóðlegu samhengi og síðar í stefnumótun og innleiðingu stefnu til 2030 fyrir Rauða krossinn á Íslandi. Ég hef kynnst leiðtoganum Silju Báru og það sem einkennir hana er hæfni hennar til að sameina ólíka aðila um mikilvæg málefni og geta hennar til að taka faglegar og sanngjarnar ákvarðanir í þágu jákvæðra breytinga. Silja Bára vinnur af yfirvegun, leggur mikið upp úr samráði við hlutaðeigandi og leitast ávallt við að tryggja að öll sjónarmið heyrist í ákvarðanatöku með jafnrétti og jöfnuð að leiðarljósi. Hún er leiðtogi sem lætur ekki sitja við orðin tóm heldur vinnur af krafti að því að gera hlutina að veruleika. Silja Bára hefur áralanga reynslu af stefnumótun, innleiðingu og eftirfylgni í stjórnunarstörfum innan háskólasamfélagsins sem og utan. Hún þekkir hvernig unnið er að breytingum, hvaða áskoranir fylgja þeim og hvernig tryggja má að góðar hugmyndir verði að raunverulegum umbótum. Í starfi sínu og félagsstörfum hefur hún lagt áherslu á jafnrétti, gagnsæi, samráð og faglega nálgun í ákvarðanatöku. Hún leggur ríka áherslu á að stefnumótun sé ekki bara orðin tóm heldur að hún feli í sér raunveruleg markmið sem fylgt er eftir með markvissum aðgerðum. Með farsæla reynslu af stjórnun og stefnumótun, bæði á vettvangi fræða og í félagsstarfi, er hún vel í stakk búin til að leiða háskólann á næstu árum. Háskóli Íslands stendur frammi fyrir stórum áskorunum þegar kemur að fjármögnun, starfsumhverfi og sjálfbærni. Silja Bára hefur þegar sett fram skýrar hugmyndir um hvernig hægt sé að takast á við þessar áskoranir og vinna í átt að öflugra háskólasamfélagi. Hún er leiðtogi sem sameinar faglega sýn, þekkingu og stjórnunargetu með skýrri aðferðafræði að árangri. Með Silju Báru í fararbroddi mun Háskóli Íslands fá öflugan leiðtoga sem ekki aðeins mótar stefnu heldur fylgir henni líka eftir – til framtíðar. Höfundur er útskrifaður nemandi í alþjóðasamskiptum og sérfræðingur í stefnumótun og verkefna- og gæðastjórnun.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun