Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar 22. febrúar 2025 14:33 Í seinni undankeppni Söngvakeppninnar þann 15. febrúar síðastliðinn birtist hömulaus áfengisdýrkun, og taumlaus og kolólöglegur áfengisneysluáróður. A.m.k. fjögur lög brotin með einbeittum brotavilja. Þá er ég að tala um lög frá Alþingi, ekki sönglög. Hér eru tvö sláandi dæmi. Á mínútu 28 í þættinum er sýnt frá móðir eins keppandans, þar sem eru sýnd nokkur atvik þar sem hún er að neyta áfengis. Benedikt Sveinsson, kynnir í Söngvakeppni, segir með ánægju: „Þetta er gott, þetta er gott“. Síðan er klippt yfir í salinn þar hún situr með glas í hendi með rauðlitum vökva. Fannar Sveinsson, einn kynnanna situr hjá henni með eins glas og þau skála saman. Við hlið þeim standa þrír ungir drengir og sjást fleiri börn í kring. Normalisering á áfengisneyslu og óbein skilaboð frá áfengisiðnaðinum til barna að ef mamma þín er alltaf með áfengi við hönd að þá kemst þú sem keppandi í Söngvakeppnina. Söngvakeppnin er markaðsett sem fjölskylduþáttur, þar sem fjölskyldan, börn og unglingar eru hvött til að horfa og að taka þátt í umgjörðinni. Rifjað er upp hvernig keppendur upplifðu keppnina þegar þeir voru börn. Fjölda barna horfir á keppnina og í salnum voru fjöldi barna og unglinga. Söngvakeppnin og Ríkisútvarpið hafa brotið gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. lög 2023 nr. 19. 33. gr. Aðildarríki skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir, þar á meðal á sviði löggjafar, stjórnsýslu, félagsmála og menntamála, til verndar börnum gegn ólöglegri notkun ávana- og fíkniefna og skynvilluefna svo sem þau eru skilgreind í alþjóðasamningum sem um þau fjalla, og til að koma í veg fyrir að börn séu notuð við ólöglega framleiðslu slíkra efna og verslun með þau. Barnamálaráðherra og Umboðsmaður barna verða að bregðast við þessum brotum á Barnasáttmálanum. Glamúráfengisauglýsing Seinna dæmið byrjar um 01:12 inn í þáttinn. Þar fer kynnirinn, Fannar Sveinsson, inn í herbergi baksviðs, þar sem glamúr-stúlknahópurinn, LSX, standa í sínu glamúr-dressi, haldandi á kampavínsglösum og kampvínsflöskum. Fyrir framan þær er pýramídi af kampavínsglösum borði. Fannar neytir þarna áfengis aftur (í vinnunni) og endar með að ryðja niður pýramídanum. Hér er glórulaus áfengisáróður hjá RÚV í miðjum fjölskylduþætti. Sérstaklega er athyglisvert að RÚV fær LSX í þáttinn en LSX er með þætti á annarri sjónvarpsstöð, þar sem þær upphefja áfengisneyslu og þverbrjóta lög um bann við áfengisauglýsingum. Mynd 1 - Skjáskot úr þættinum á vef RÚV: Gervigreindin í Word lagði til þennan myndatexta: A group of people standing around a table with champagne glasses. Að horfa á söngvakeppnina stuðlar að áfengisneyslu og áfengisfíkn RÚV hampar áfengisneyslu í fjölskylduþætti og það eykur líkurnar á að unglingar byrji að neyta áfengis. Því fyrr sem byrjað er að neyta fíkniefna því meiri líkur er á að verða fíkill. RÚV framleiðir sjónvarpsþætti og fíkla. Að horfa á söngvakeppnina er krabbameinsvaldandi. Áfengi er orsakavaldur í yfir meira en 200 sjúkdóma- og slysaflokkum, þar á meðal veldur það krabbameini, t.d. eins og brjóstakrabbameini. RÚV (og LSX) með því að hampa áfengisneyslu þá stuðlar RÚV að því að fjölga krabbameinstilfellum. RÚV framleiðir sjónvarpsþætti og krabbamein. Að horfa á söngvakeppnina er fósturskaðavaldandi. RÚV hampar áfengisneyslu í fjölskylduþætti með glæsilegum konum. Áfengi getur valdið fósturskaða. Við á Íslandi höfum náð góðum árangri í að konur neyti ekki áfengis á meðgöngu. Þeim árangri þarf að viðhalda. En áfengisneysla föðurs getur líka valdið skaða á sáðfrumum og þannig fósturskaða. RÚV hampar áfengisneyslu, framleiðir sjónvarpsþætti og fötluð börn. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna Söngvakeppnin og Ríkisútvarpið hefur með þessum áfengisundirróðri unnið á móti Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Áfengisneysla hindrar framgang 14 af Heimsmarkmiðunum 17. https://iogt.is/2020/08/31/afengi-og-heimsmarkmid-sjalfbaerrar-throunar-2020-2030/ Forsætisráðherra ber ábyrgð á framgangi Heimsmarkmiðanna á Íslandi. Brotin: Lög um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu - 2013 nr. 23, 3. grein 5. Framleiða og miðla fjölbreyttu efni við hæfi barna og ungmenna. Þessi undankeppni Söngvakeppninnar er ekki við hæfi barna og ungmenna. Brotin: Áfengislög 1998 nr. 75, 20 grein um bann við áfengisauglýsingum. Í fyrstu málsgrein segir: Hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfeng- istegundum eru bannaðar. Enn fremur er bannað að sýna neyslu eða hvers konar aðra meðferð áfengis í auglýsingum eða upplýsingum um annars konar vöru eða þjónustu. Brotin: Lög um fjölmiðla 2011 nr. 38. 37. grein. Óheimil eru viðskiptaboð og fjarkaup fyrir tóbaksvör-ur, [nikótínvörur],1) [rafrettur, áfyllingar fyrir rafrettur]2) og áfengi .... 38. grein . Vernd barna gegn ótilhlýðilegum viðskiptaboðum og fjarkaupum. Hér þarf fjölmiðlanefnd að bregðast við. Lögin um Ríkisútvarpið tala um fjölmiðil í almannaþágu, ekki í fíkniefnaiðnaðarþágu. Það er ljóst að Ríkisútvarpið hefur hér margbrotið íslensk lög og gengið gegn sínum eigin hlutverki, fjölmiðlaþjónusta í almannaþágu. Hér þurfa og verða Útvarpstjóri og stjórn RÚV að taka á málunum. Með lög skal land byggja. Undankeppnin 15. feb. 2025 https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/songvakeppnin/37135/b24mfi Höfundur er formaður Bindindissamtakanna IOGT á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi Eurovision Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Í seinni undankeppni Söngvakeppninnar þann 15. febrúar síðastliðinn birtist hömulaus áfengisdýrkun, og taumlaus og kolólöglegur áfengisneysluáróður. A.m.k. fjögur lög brotin með einbeittum brotavilja. Þá er ég að tala um lög frá Alþingi, ekki sönglög. Hér eru tvö sláandi dæmi. Á mínútu 28 í þættinum er sýnt frá móðir eins keppandans, þar sem eru sýnd nokkur atvik þar sem hún er að neyta áfengis. Benedikt Sveinsson, kynnir í Söngvakeppni, segir með ánægju: „Þetta er gott, þetta er gott“. Síðan er klippt yfir í salinn þar hún situr með glas í hendi með rauðlitum vökva. Fannar Sveinsson, einn kynnanna situr hjá henni með eins glas og þau skála saman. Við hlið þeim standa þrír ungir drengir og sjást fleiri börn í kring. Normalisering á áfengisneyslu og óbein skilaboð frá áfengisiðnaðinum til barna að ef mamma þín er alltaf með áfengi við hönd að þá kemst þú sem keppandi í Söngvakeppnina. Söngvakeppnin er markaðsett sem fjölskylduþáttur, þar sem fjölskyldan, börn og unglingar eru hvött til að horfa og að taka þátt í umgjörðinni. Rifjað er upp hvernig keppendur upplifðu keppnina þegar þeir voru börn. Fjölda barna horfir á keppnina og í salnum voru fjöldi barna og unglinga. Söngvakeppnin og Ríkisútvarpið hafa brotið gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. lög 2023 nr. 19. 33. gr. Aðildarríki skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir, þar á meðal á sviði löggjafar, stjórnsýslu, félagsmála og menntamála, til verndar börnum gegn ólöglegri notkun ávana- og fíkniefna og skynvilluefna svo sem þau eru skilgreind í alþjóðasamningum sem um þau fjalla, og til að koma í veg fyrir að börn séu notuð við ólöglega framleiðslu slíkra efna og verslun með þau. Barnamálaráðherra og Umboðsmaður barna verða að bregðast við þessum brotum á Barnasáttmálanum. Glamúráfengisauglýsing Seinna dæmið byrjar um 01:12 inn í þáttinn. Þar fer kynnirinn, Fannar Sveinsson, inn í herbergi baksviðs, þar sem glamúr-stúlknahópurinn, LSX, standa í sínu glamúr-dressi, haldandi á kampavínsglösum og kampvínsflöskum. Fyrir framan þær er pýramídi af kampavínsglösum borði. Fannar neytir þarna áfengis aftur (í vinnunni) og endar með að ryðja niður pýramídanum. Hér er glórulaus áfengisáróður hjá RÚV í miðjum fjölskylduþætti. Sérstaklega er athyglisvert að RÚV fær LSX í þáttinn en LSX er með þætti á annarri sjónvarpsstöð, þar sem þær upphefja áfengisneyslu og þverbrjóta lög um bann við áfengisauglýsingum. Mynd 1 - Skjáskot úr þættinum á vef RÚV: Gervigreindin í Word lagði til þennan myndatexta: A group of people standing around a table with champagne glasses. Að horfa á söngvakeppnina stuðlar að áfengisneyslu og áfengisfíkn RÚV hampar áfengisneyslu í fjölskylduþætti og það eykur líkurnar á að unglingar byrji að neyta áfengis. Því fyrr sem byrjað er að neyta fíkniefna því meiri líkur er á að verða fíkill. RÚV framleiðir sjónvarpsþætti og fíkla. Að horfa á söngvakeppnina er krabbameinsvaldandi. Áfengi er orsakavaldur í yfir meira en 200 sjúkdóma- og slysaflokkum, þar á meðal veldur það krabbameini, t.d. eins og brjóstakrabbameini. RÚV (og LSX) með því að hampa áfengisneyslu þá stuðlar RÚV að því að fjölga krabbameinstilfellum. RÚV framleiðir sjónvarpsþætti og krabbamein. Að horfa á söngvakeppnina er fósturskaðavaldandi. RÚV hampar áfengisneyslu í fjölskylduþætti með glæsilegum konum. Áfengi getur valdið fósturskaða. Við á Íslandi höfum náð góðum árangri í að konur neyti ekki áfengis á meðgöngu. Þeim árangri þarf að viðhalda. En áfengisneysla föðurs getur líka valdið skaða á sáðfrumum og þannig fósturskaða. RÚV hampar áfengisneyslu, framleiðir sjónvarpsþætti og fötluð börn. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna Söngvakeppnin og Ríkisútvarpið hefur með þessum áfengisundirróðri unnið á móti Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Áfengisneysla hindrar framgang 14 af Heimsmarkmiðunum 17. https://iogt.is/2020/08/31/afengi-og-heimsmarkmid-sjalfbaerrar-throunar-2020-2030/ Forsætisráðherra ber ábyrgð á framgangi Heimsmarkmiðanna á Íslandi. Brotin: Lög um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu - 2013 nr. 23, 3. grein 5. Framleiða og miðla fjölbreyttu efni við hæfi barna og ungmenna. Þessi undankeppni Söngvakeppninnar er ekki við hæfi barna og ungmenna. Brotin: Áfengislög 1998 nr. 75, 20 grein um bann við áfengisauglýsingum. Í fyrstu málsgrein segir: Hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfeng- istegundum eru bannaðar. Enn fremur er bannað að sýna neyslu eða hvers konar aðra meðferð áfengis í auglýsingum eða upplýsingum um annars konar vöru eða þjónustu. Brotin: Lög um fjölmiðla 2011 nr. 38. 37. grein. Óheimil eru viðskiptaboð og fjarkaup fyrir tóbaksvör-ur, [nikótínvörur],1) [rafrettur, áfyllingar fyrir rafrettur]2) og áfengi .... 38. grein . Vernd barna gegn ótilhlýðilegum viðskiptaboðum og fjarkaupum. Hér þarf fjölmiðlanefnd að bregðast við. Lögin um Ríkisútvarpið tala um fjölmiðil í almannaþágu, ekki í fíkniefnaiðnaðarþágu. Það er ljóst að Ríkisútvarpið hefur hér margbrotið íslensk lög og gengið gegn sínum eigin hlutverki, fjölmiðlaþjónusta í almannaþágu. Hér þurfa og verða Útvarpstjóri og stjórn RÚV að taka á málunum. Með lög skal land byggja. Undankeppnin 15. feb. 2025 https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/songvakeppnin/37135/b24mfi Höfundur er formaður Bindindissamtakanna IOGT á Íslandi.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun