Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2025 09:32 Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsns í baráttu við Svisslendingana Violu Calligaris og Smilla Vallotto. Getty/Gabor Baumgarten Það er margt sem mælir með því að konur taki þátt í íþróttastarfi og það er ekki bara heilsutengt. Rannsóknir sýna það og sanna að íþróttakonur eru líklegri til að taka að sér leiðtogahlutverk á vinnustöðum en þær sem stunda ekki íþróttir. Kvennaíþróttir eru í miklum vexti út um allan heim og ekki síst í fótboltanum þar sem auknar vinsældir stórmóta og stórkeppna ýta undir frekari framfarir. Burt séð frá hærri fjármunum, meiri athygli og fleiri tækifærum þá eru konur að græða á annan hátt á því að taka þátt í íþróttum. Barcelona hefur verið lengi með frábært kvennalið og félagið vekur athygli á niðurstöðum rannsóknar sem voru kynntar á Alþjóðlegri vísindaviku kvenna og stúlkna á dögunum. Barcelona er með tvær konur í leiðtogastöðum hjá sér, Mireia Porta er yfirmaður næringamála hjá félaginu og Laia Soler er hæstráðandi hjá þjálfræðimiðstöð félagsins. Þær tala báðar fyrir mikilvægi þess að taka þátt í íþróttastarfi. Barça Innovation Hub segir frá niðurstöðum rannsóknarinnar. Þar kemur skýrt fram að sjálfstraust er lykilatriði til að ná árangri, bæði innan vallar sem utan. Íþróttakonur auka sjálfstraust sitt með margs konar hætti eins og með æfingum og samvinnu. Sjálfstraust snýst ekki aðeins um egó og eigin getu heldur er mjög mikilvægt að nýta hæfileika allra til að heildin nái sem lengst. Þetta eru grunnatriði í uppbyggingu íþróttaliða og þessi lærdómur kemur sér vel út í lífinu. Rannsóknin sýnir að 94 prósent kvenna í stjórnunarstöðum hafa bakgrunn í íþróttum. Þar kemur líka fram að 91 prósent kvenna í stjórnunarstöðum segjast hafa lært hluti í íþróttunum sem hjálpuðu þeim að ná árangri utan íþróttanna. Meðal þeirra hæfileika sem þær urðu betri í þökk sér íþróttaferlinum er liðsamvinna, sjálfstraust, samskipti, leiðtogahæfileikar, trú á sjálfum sér og sveigjanleiki. View this post on Instagram A post shared by Barça Innovation Hub (@barcainnovationhub) Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira
Rannsóknir sýna það og sanna að íþróttakonur eru líklegri til að taka að sér leiðtogahlutverk á vinnustöðum en þær sem stunda ekki íþróttir. Kvennaíþróttir eru í miklum vexti út um allan heim og ekki síst í fótboltanum þar sem auknar vinsældir stórmóta og stórkeppna ýta undir frekari framfarir. Burt séð frá hærri fjármunum, meiri athygli og fleiri tækifærum þá eru konur að græða á annan hátt á því að taka þátt í íþróttum. Barcelona hefur verið lengi með frábært kvennalið og félagið vekur athygli á niðurstöðum rannsóknar sem voru kynntar á Alþjóðlegri vísindaviku kvenna og stúlkna á dögunum. Barcelona er með tvær konur í leiðtogastöðum hjá sér, Mireia Porta er yfirmaður næringamála hjá félaginu og Laia Soler er hæstráðandi hjá þjálfræðimiðstöð félagsins. Þær tala báðar fyrir mikilvægi þess að taka þátt í íþróttastarfi. Barça Innovation Hub segir frá niðurstöðum rannsóknarinnar. Þar kemur skýrt fram að sjálfstraust er lykilatriði til að ná árangri, bæði innan vallar sem utan. Íþróttakonur auka sjálfstraust sitt með margs konar hætti eins og með æfingum og samvinnu. Sjálfstraust snýst ekki aðeins um egó og eigin getu heldur er mjög mikilvægt að nýta hæfileika allra til að heildin nái sem lengst. Þetta eru grunnatriði í uppbyggingu íþróttaliða og þessi lærdómur kemur sér vel út í lífinu. Rannsóknin sýnir að 94 prósent kvenna í stjórnunarstöðum hafa bakgrunn í íþróttum. Þar kemur líka fram að 91 prósent kvenna í stjórnunarstöðum segjast hafa lært hluti í íþróttunum sem hjálpuðu þeim að ná árangri utan íþróttanna. Meðal þeirra hæfileika sem þær urðu betri í þökk sér íþróttaferlinum er liðsamvinna, sjálfstraust, samskipti, leiðtogahæfileikar, trú á sjálfum sér og sveigjanleiki. View this post on Instagram A post shared by Barça Innovation Hub (@barcainnovationhub)
Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira