Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 20. febrúar 2025 21:09 Við lifum á viðsjárverðum tímum þar sem þjóðaröryggismál hafa fengið veglegan sess í umræðunni undanfarið. Netöryggisæfingabúðir voru haldnar og talsverðar bollaleggingar um fæðuöryggi hafa svifið yfir vötnum. Þetta er afar mikilvægt en eitt stærsta þjóðaröryggismálið sem ætti alltaf að vera á dagskrá er olíunotkun. Málið er einfalt, við flytjum nú inn um 500 þúsund tonn af olíu fyrir samgöngutæki, vélar og skip. Staðan er sú að ef skrúfað yrði fyrir olíuinnflutning til Íslands myndi þjóðfélagið lamast á örfáum vikum. Hér eru ekki 90 daga neyðarbirgðir eins og flestar vestrænar þjóðir hafa komið sér upp þannig að lömunin yrði hröð og víðtæk. Fæðuöryggið hryndi að mestu leyti á sama tíma þar sem matvælaframleiðsla og flutningur er nánast algerlega háð olíu. Öll starfsemi sem krefst einhverskonar farartækja eða flutninga myndi stöðvast. Orkuöryggið hefur skánað Staðan hefur þó verið verri og orkuöryggi landsins hefur skánað nokkuð undanfarin ár. Árið 2007 fór innanlandsnotkun olíu, þ.e. öll notkun utan millilandaflugs og millilandasiglinga, í 660 þúsund tonn. Þá var nánast ekki til samgöngutæki hér á landi sem gekk fyrir öðru en olíu og orkunýtni ekki í hávegum höfð. Síðan þá hefur orkunýtni, ekki síst í sjávarútvegi batnað verulega, orkuskipti í ýmsum iðnaði raungerst og fjöldi ökutækja skipt að hluta eða öllu leyti yfir í hreina íslenska orku. Nú eru tugir þúsunda farartækja sem keyra á íslenskri orku allt frá rafhjólum til steypubíla. Þó svo að orkuskipti skipa hafi verið umfangslítil hingað til hefur bætti orkunýtni í þeim geira skilað umtalsverðum árangri í minni olíunotkun. Árið 2023 var olíunotkun innanlands komin niður í 510 þúsund tonn. Þetta er í raun mun miklu meiri árangur en tölurnar gefa til kynna þar sem á sama tíma hefur landsmönnum fjölgað um tæplega 100 þúsund og ferðamönnum um tvær milljónir. Orkuöryggið í tölum Frá 2007 hefur olíunotkun innanlands sem sagt minnkað um 150 þúsund tonn. Árleg notkun er því um 180 milljón lítrum minni en hún var árið 2007. Orkuöryggið hefur því skánað um tæplega 500 þúsund lítra á dag, Á DAG! Þetta hefur tekist þrátt fyrir gríðarlegan vöxt í mannfjölda og ferðamannastraumi sem er einmitt mjög eldsneytisfrekur á ferðum sínum um landið. Gerum betur Við höfum alla burði til að gefa hratt og vel í þegar að kemur að auknu orkuöryggi og þar með matvælaöryggi hér á landi. Tæknilegar framfarir gera okkur nú kleift að fara í öflug orkuskipti á nær öllum sviðum samgangna. Orkuöryggið sem því fylgir væri í raun bara bónus þar sem nýorkutæki eru þjóðhagslega hagkvæm þegar kaup og rekstur er borin saman. Með minni olíunotkun verður líka ódýrara og umfangsminna að koma okkur upp 90 daga olíubirgðum. Drífum í þessu. Höfundur er sviðsstjóri á svið orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Umhverfismál Bensín og olía Orkumál Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á viðsjárverðum tímum þar sem þjóðaröryggismál hafa fengið veglegan sess í umræðunni undanfarið. Netöryggisæfingabúðir voru haldnar og talsverðar bollaleggingar um fæðuöryggi hafa svifið yfir vötnum. Þetta er afar mikilvægt en eitt stærsta þjóðaröryggismálið sem ætti alltaf að vera á dagskrá er olíunotkun. Málið er einfalt, við flytjum nú inn um 500 þúsund tonn af olíu fyrir samgöngutæki, vélar og skip. Staðan er sú að ef skrúfað yrði fyrir olíuinnflutning til Íslands myndi þjóðfélagið lamast á örfáum vikum. Hér eru ekki 90 daga neyðarbirgðir eins og flestar vestrænar þjóðir hafa komið sér upp þannig að lömunin yrði hröð og víðtæk. Fæðuöryggið hryndi að mestu leyti á sama tíma þar sem matvælaframleiðsla og flutningur er nánast algerlega háð olíu. Öll starfsemi sem krefst einhverskonar farartækja eða flutninga myndi stöðvast. Orkuöryggið hefur skánað Staðan hefur þó verið verri og orkuöryggi landsins hefur skánað nokkuð undanfarin ár. Árið 2007 fór innanlandsnotkun olíu, þ.e. öll notkun utan millilandaflugs og millilandasiglinga, í 660 þúsund tonn. Þá var nánast ekki til samgöngutæki hér á landi sem gekk fyrir öðru en olíu og orkunýtni ekki í hávegum höfð. Síðan þá hefur orkunýtni, ekki síst í sjávarútvegi batnað verulega, orkuskipti í ýmsum iðnaði raungerst og fjöldi ökutækja skipt að hluta eða öllu leyti yfir í hreina íslenska orku. Nú eru tugir þúsunda farartækja sem keyra á íslenskri orku allt frá rafhjólum til steypubíla. Þó svo að orkuskipti skipa hafi verið umfangslítil hingað til hefur bætti orkunýtni í þeim geira skilað umtalsverðum árangri í minni olíunotkun. Árið 2023 var olíunotkun innanlands komin niður í 510 þúsund tonn. Þetta er í raun mun miklu meiri árangur en tölurnar gefa til kynna þar sem á sama tíma hefur landsmönnum fjölgað um tæplega 100 þúsund og ferðamönnum um tvær milljónir. Orkuöryggið í tölum Frá 2007 hefur olíunotkun innanlands sem sagt minnkað um 150 þúsund tonn. Árleg notkun er því um 180 milljón lítrum minni en hún var árið 2007. Orkuöryggið hefur því skánað um tæplega 500 þúsund lítra á dag, Á DAG! Þetta hefur tekist þrátt fyrir gríðarlegan vöxt í mannfjölda og ferðamannastraumi sem er einmitt mjög eldsneytisfrekur á ferðum sínum um landið. Gerum betur Við höfum alla burði til að gefa hratt og vel í þegar að kemur að auknu orkuöryggi og þar með matvælaöryggi hér á landi. Tæknilegar framfarir gera okkur nú kleift að fara í öflug orkuskipti á nær öllum sviðum samgangna. Orkuöryggið sem því fylgir væri í raun bara bónus þar sem nýorkutæki eru þjóðhagslega hagkvæm þegar kaup og rekstur er borin saman. Með minni olíunotkun verður líka ódýrara og umfangsminna að koma okkur upp 90 daga olíubirgðum. Drífum í þessu. Höfundur er sviðsstjóri á svið orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun