Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar 20. febrúar 2025 14:31 Það var árið 2016 að Reykjavíkurborg keypti land í Skerjafirði af íslenska ríkinu. Tilgangurinn var að nota þetta frábæra byggingarland fyrir íbúðir í ört stækkandi borg sem Reykjavík sannarlega er. Það var sett í gang samkeppni og tillaga ASK arkitekta stóð upp að mati dómnefndar og vinna gat hafist. En þar sem þetta byggingarland er í nálægð við Reykjavíkurflugvöll var öll hönnun miðuð við þær aðstæður og tóku mið af núverandi byggð (Skerjafirði) og séu teikningar skoðaðar af fyrirhugaðri byggð sést vel að „Nýi Skerjafjörður“ er í beinu framhaldi af þeim gamla. Fjarlægð frá flugvellinum er hin sama og hefur verið í áratugi í Skerjafirði. En þar sem þetta er hitamál og Reykjavíkurflugvöllur og allt umhverfi hans hefur verið pólitískt bitbein hefur það gerst sem margir óttuðust að andstaða við þessa byggð hefur farið í sömu skotgrafir og hafa klofið landsmenn um áratugaskeið. Það er nefnilega svo þannig að margir líta svo á að allar breytingar á umhverfi Reykjavíkurflugvallar séu “árás” á innanlandsflugið og í verstu tilfellum (sem því miður sést allt of oft) talin merki um að allar breytingar á umhverfi Reykjavíkurflugvallar séu beinlínis morðtilraunir á fárveiku fólk sem er flutt með sjúkraflugi. Þetta er því miður staðan á umræðunni. Tvær skýrslur - Ein niðurstaða Það hafa verið gerðar tvær skýrslur um áhrif þessarar byggðar á öryggismál á Reykjavíkurflugvelli. Ein er frá 2020 og heitir „Study Wind Effects of the planned Nýi-Skerjafjörður Residential Area near Reykjavik Airport“. Niðurstaða hennar var afgerandi. Fyrirhuguð byggð í Nýja Skerjafirði er ekki hættuleg fyrir Reykjavíkurflugvöll en að byggðingar hefðu sannarlega áhrif á vindakerfi vallarins. Seinni skýrslan var pöntuð þremur árum síðar af þá verandi innanríkismálaráðherra Sigurði Inga Jóhannssyni. Síðari skýrslan heitir „Nýi Skerjafjörður. Áhrif byggðar og framkvæmda á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar“. Niðurstaða þeirrar skýrslu var líka afgerandi. „Staðfest hefur verið af Isavia að fyrirhuguð byggð í Nýja Skerjafirði er hvorki inn á skilgreindu öryggissvæði flugvallarins né fer hún upp fyrir hindranafleti flugvallarins.“ Undarlegur skilningur á valdsmörkum Isavia Þrátt fyrir þessar skýrslur hefur Isavia þrást við að færa girðingar og staðið í vegi fyrir að framkvæmdir hefjist enda er það ljóst að Isavia er beinlínis á móti byggð í Nýja Skerjafirði. En þar sem Isavia Isavia er ekki með neitt umdæmi í skipulagskerfi Reykjavíkur eða annara sveitarfélaga vekur það upp spurningu um hvernig Isavia metur valdsmörk sín. Þetta er nokkuð snúið allt saman því samkvæmt lögum Isavia umdæmi innan skilgreinds öryggissvæði Reykjavíkurflugvallar og ekkert umfram það. Þessi ásælni Isavia í vald utan skilgreinds öryggissvæðis Reykjavíkurflugvallar kom vel í ljós í makalausu viðtali framkvæmdastjóra flugvallasviðs Isavia ohf á stöð 2 þann 7. febrúar s.l. Þar sagði framkvæmdastjórinn m.a: „Þarna er verið að byggja á krossinum. Allir þessir íbúar sem þarna munu búa munu verða fyrir áhrifum frá báðum flugbrautum.“ Þarna kemur vel í ljós að framkvæmdastjórinn komin út fyrir skilgreint öryggissvæði Reykjavíkurflugvallar og byrjuð að setja sig í spor mögulegra íbúa í þessu hverfi sem er enni enn risið. Vangaveltur af þessari sort eru ekki á könnu framkvæmdastjóra flugvallarsviðs Isavia ohf. En framkvæmdastjórinn er ekki bara að skipta sér af hlutum sem henni kemur ekkert við heldur hefur hún beinlínis rangt fyrir sér. Hún heldur áfram og orðrétt segir hún: „Þetta er ekki að ganga – Hollenska geimferðastofnunin sem rýndi í þetta verkefni fyrir skýrsluna hjá Eyjólfi Árna hún sagði að þetta yrði aldrei leyft í Hollandi. Það væri aldrei leyft að staðsetja íbúðir, þarna eru fyrstu kaupa íbúðir, þetta eru lítil björn jafnvel öldrunarheimili. Því meira sem ég skoða þetta verk – verkefni og því meira sem maður – sem við getum sett þetta fram svona þeim mun galnara er þetta. Ég verð bara að vera algjörlega heiðarleg með það.“ Fyrir það fyrsta er svolítið sérstakt að kalla NLR “hollensku geimferðastofnunina”. Um er að ræða systurstofnun Isavia og ætti að kallast hollenska flugrannsóknarmiðstöðin eða eitthvað í þeim dúr. Framkvæmdastjórinn er enn og aftur komin út fyrir girðinguna sem afmarkar Reykjavíkurflugvöll og gagnrýnir mögulega íbúasamsetningu hverfis sem enn er órisið. Nánartiltekið talar hún um “fyrstu kaupa íbúðir” og að það séu fyrirhugaðar íbúðir fyrir aldraða. Hér er vert að staldra við og árétta að íbúasamsetning þessa hverfis, möguleg öldrunarheimili eða leikskólar í framtíðinni, kemur framkvæmdastjóra flugvallarsviðs Isavia ohf nákvæmlega ekkert við og heldur ekki stofnuninni sem hún heyrir undir. Áhrifavald framkvæmdastjóra flugvallarsviðs Isavia ohf á Reykjavíkurflugvelli nær ekki út fyrir girðinguna sem afmarkar flugvöllinn. Bara svo það sé á hreinu. Hálf setning = hálfur sannleikur En framkvæmdastjórinn náði að segja eitt í þessari frétt sem hafði smávegis jarðtengingu. Hún sagði að „þetta yrði aldrei leyft í Hollandi“. Þetta er rétt að hluta til því framkvæmdastjóri flugvallarsviðs Isavia ohf kláraði ekki setninguna hans Peter van der Geest sem er að finna í skýrslunni frá 2003. Hann sagði nefnilega að það væri vegna hávaða frá flugvellinum myndi þessi byggð ekki vera leyfð. Vegna hávaða yrði aldrei leyft að setja byggð svona nálægt flugvelli. Svo mörg voru þau orð. Það hefur reyndar verið byggð við flugvöllinn í Reykjavík frá því um 1940 og sú byggð væri alveg jafn óleyfileg í Hollandi og sú sem er á teikniborðinu. Hávaði hefur heldur aldrei þvælst fyrir Isavia á Reykjavíkurflugvelli. Hávaði á Reykjavíkurflugvelli Það hefur verið kvartað undan hávaða frá flugvellinum um árabil og nýlega voru stofnuð samtök íbúa við nágrenni flugvallarins sem hafa það að markmiði að úthýsa æfingaflugi, þyluflugi og flugi einkaþota á Reykjavíkurflugvelli. Isavia hefur ekki tekið þessa gagnrýni til greina og skellir skollaeyrum við henni. Þúsundir íbúa Reykjavíkur sem verða fyrir verulegum óþægindum vegna þessa ónauðsynlega flugferða. Það er því ánægjulegt að framkvæmdastjóri flugvallarsviðs Isavia ohf noti hávaðarök gegn fyrirhugaðri byggð í Nýja Skerjafirði. Óþarfa flugumferð Hávaði vegna stöðugra flugtaka og lendinga kennsluflugs, þyrluflugs og einkaþotna er alger plága fyrirstóran hluta Reykvíkinga. En því miður virðist Isavia standa á sama um það og ekki ólíklegt að Isavia meti það svo (eins og margir í “skotgröfunum”) að allt inngrip inn í starfsemi flugvallarins og nágrenni hans sé árás á fárveikt fólk sem treystir á sjúkraflug. Því miður er orðræðan þessi og sorlegt að opinbera fyrirtækið Isavia taki þátt og kyndi undir orðræðu af þessu tagi. Það er alveg skiljanlegt að forsvarsfólk opinberra stofnana og fyrirtækja beiti sér fyrir hinu og þessu, en um leið er það lágmarkskrafa að halla ekki réttu máli. Ódýrara að leggja einkaþotu en fjölskyldubílnum Sú mikla umferð einkaþota miljónamæringa, kennsluflug og þyrluæfingar vekur upp nokkar spurningar því vitað er að þessi umferð veldur miklum truflunum á daglegu lífi þúsunda Reykvíkinga. Hverju sætir þetta? Er þetta gert beinlínis til að ögra og stuða íbúa í nágrenni við Reykjavíkurflugvöll? Spyr sá sem ekki veit. Bílastæði fyrir framan Flugstöðina í Reykjavík kostar 5000 krónur á sólarhring. Meðalstór einkaþota tekur u.þ.b 10 bílastæði og ef þotunni yrði lagt á bílastæðinu myndi það kosta 50.000 krónur. Eigendur einkaþota eru heppnir að þessu leyti því þeir borga aðeins 21.000 fyrir sólarhringinn. Þetta er stingandi óréttlæti. Ágætt er að hafa í huga að þetta er ákvörðun og stefna sem mótuð er af Isavia fyrir hönd allra Íslendinga. Þetta er svolítið dæmigerð fyrir ástandið á Reykjavíkurflugvelli og andann sem stýrir ákvörðunum Isavia. Reykjavíkurflugvöllur er ekkert að fara Reykjavíkurflugvöllur hefur verið mjög umdeildur um áratugaskeið. Það hafa verið nefndir, starfshópar, rýnihópar, mótmæli, meðmæli og allt þar á milli svo lengi sem elstu menn muna. Það hafa verið lagaþrætur, íbúakosningar og eignarnám ríkisins á landi Reykjavíkur rifjað upp. Ákjósanlegur staður fannst við Hvassahraun en þá hófst gos-tímabil á Reykjanesi (síðasta gos-tímabil stóð í yfir 100 ár) og alveg ljóst að Reykjavíkurflugvöllur var ekkert að fara þangað frekar en annað. Sumir hafa jafnvel sagt að æðri máttarvöld hafi verið orðin svo þreytt á þessum endalausu deilum og látlausa núningi, að þau hafi í bræði sinni látið gjósa á Reykjanesi, bara til að þagga niður í þessum ömurlegu deilum. Reykjavíkurflugvöllur er ekkert að fara. Það er staðfest í samningum milli ríkisins og Reykjavíkur. Það er yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar og sennilega þeirra sem eftir munu koma. Því það vantar einfaldlega pláss fyrir flugvöll. Plássið sem talið var heppilegt, breyttist í eldhaf, hulið eiturgufum. Reykjavíkurflugvöllur er í niðurníðslu Reykjavíkurflugvöllur er ekkert að fara og það er komið gott af þeirri áráttu þeirra sem vilja hann á sínum stað, að standa í vegi fyrir öllum framkvæmdum á svæðinu. Isavia ætti frekar að líta á þetta inngrip máttarvaldanna sem tækifæri og taka til á svæðinu sem er svolítið hallærislegt svo ekki sé tekið sterkar til orða. Flugstöðvarbyggingin er gömlum bragga sem hefur verið lappað upp á annan hvern áratug. Bílastæðin fyrir utan eru afskaplega “kaótísk” og stærsti hluti þeirra ekki einu sinni malbikaður. Malarbílastæði eru afmörkuð með einhverjum steinkubbum með keðjum á milli. Þessi flugvöllur og byggingarnar sem honum tilheyra minna frekar á eitthvað grín-flipp í þáttunum um Svamp Sveinsson frekar en apparat sem mark er takandi á. Þessar endalausu deilur hafa nefnilega líka bitnað á byggingunum við Reykjavíkurflugvöll og skipulagi á svæðinu öllu. Girðingarnar sem marka af áhrifasvæði Reykjavíkurflugvallar eru lélegar og örugglega ekki leyfðar í Hollandi. Það er allt í niðurníðslu á svæðinu og það vita allir sem nota þennan flugvöll og allir sem búa í nágrenni við hann. Tækifæri fyrir Isavia og Reykvíkinga Nú er sannarlega lag að því að ljúka þessum leiðinlegu deilum. Nú er lag að að færa allt æfingaflug, þyrluæfingar og einkaþotuflug miljónamæringa eitthvað annað og hlífa Reykvíkingum við allri þeirri hávaðamengun sem óhjákvæmilega fylgir þessari óþarfa flugumferð. Nú er lag að Isavia sinni grunnskyldu sinni við Reykjavíkurflugvöll sem miðstöð innanlandsflugs og sjúkraflugs. Um leið ætti Isavia að fegra umhverfi flugvallarins og bygginga og vinni með Reykvíkingum i uppbyggingu á svæðinu. Uppbyggingu sem er knýjandi og lykli málefni hjá öllum stjórnmálaflokkum. Skotgrafirnar í flugvallarmálinu er ekki lengur til staðar. Þær fylltust af hrauni. Það er komin nýr veruleiki. Notum þetta tækifæri til að byrja upp á nýtt og skiljum skotgrafaskóflurnar eftir þar sem enginn finnur þær. Höfundur er Reykvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Reykjavík Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það var árið 2016 að Reykjavíkurborg keypti land í Skerjafirði af íslenska ríkinu. Tilgangurinn var að nota þetta frábæra byggingarland fyrir íbúðir í ört stækkandi borg sem Reykjavík sannarlega er. Það var sett í gang samkeppni og tillaga ASK arkitekta stóð upp að mati dómnefndar og vinna gat hafist. En þar sem þetta byggingarland er í nálægð við Reykjavíkurflugvöll var öll hönnun miðuð við þær aðstæður og tóku mið af núverandi byggð (Skerjafirði) og séu teikningar skoðaðar af fyrirhugaðri byggð sést vel að „Nýi Skerjafjörður“ er í beinu framhaldi af þeim gamla. Fjarlægð frá flugvellinum er hin sama og hefur verið í áratugi í Skerjafirði. En þar sem þetta er hitamál og Reykjavíkurflugvöllur og allt umhverfi hans hefur verið pólitískt bitbein hefur það gerst sem margir óttuðust að andstaða við þessa byggð hefur farið í sömu skotgrafir og hafa klofið landsmenn um áratugaskeið. Það er nefnilega svo þannig að margir líta svo á að allar breytingar á umhverfi Reykjavíkurflugvallar séu “árás” á innanlandsflugið og í verstu tilfellum (sem því miður sést allt of oft) talin merki um að allar breytingar á umhverfi Reykjavíkurflugvallar séu beinlínis morðtilraunir á fárveiku fólk sem er flutt með sjúkraflugi. Þetta er því miður staðan á umræðunni. Tvær skýrslur - Ein niðurstaða Það hafa verið gerðar tvær skýrslur um áhrif þessarar byggðar á öryggismál á Reykjavíkurflugvelli. Ein er frá 2020 og heitir „Study Wind Effects of the planned Nýi-Skerjafjörður Residential Area near Reykjavik Airport“. Niðurstaða hennar var afgerandi. Fyrirhuguð byggð í Nýja Skerjafirði er ekki hættuleg fyrir Reykjavíkurflugvöll en að byggðingar hefðu sannarlega áhrif á vindakerfi vallarins. Seinni skýrslan var pöntuð þremur árum síðar af þá verandi innanríkismálaráðherra Sigurði Inga Jóhannssyni. Síðari skýrslan heitir „Nýi Skerjafjörður. Áhrif byggðar og framkvæmda á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar“. Niðurstaða þeirrar skýrslu var líka afgerandi. „Staðfest hefur verið af Isavia að fyrirhuguð byggð í Nýja Skerjafirði er hvorki inn á skilgreindu öryggissvæði flugvallarins né fer hún upp fyrir hindranafleti flugvallarins.“ Undarlegur skilningur á valdsmörkum Isavia Þrátt fyrir þessar skýrslur hefur Isavia þrást við að færa girðingar og staðið í vegi fyrir að framkvæmdir hefjist enda er það ljóst að Isavia er beinlínis á móti byggð í Nýja Skerjafirði. En þar sem Isavia Isavia er ekki með neitt umdæmi í skipulagskerfi Reykjavíkur eða annara sveitarfélaga vekur það upp spurningu um hvernig Isavia metur valdsmörk sín. Þetta er nokkuð snúið allt saman því samkvæmt lögum Isavia umdæmi innan skilgreinds öryggissvæði Reykjavíkurflugvallar og ekkert umfram það. Þessi ásælni Isavia í vald utan skilgreinds öryggissvæðis Reykjavíkurflugvallar kom vel í ljós í makalausu viðtali framkvæmdastjóra flugvallasviðs Isavia ohf á stöð 2 þann 7. febrúar s.l. Þar sagði framkvæmdastjórinn m.a: „Þarna er verið að byggja á krossinum. Allir þessir íbúar sem þarna munu búa munu verða fyrir áhrifum frá báðum flugbrautum.“ Þarna kemur vel í ljós að framkvæmdastjórinn komin út fyrir skilgreint öryggissvæði Reykjavíkurflugvallar og byrjuð að setja sig í spor mögulegra íbúa í þessu hverfi sem er enni enn risið. Vangaveltur af þessari sort eru ekki á könnu framkvæmdastjóra flugvallarsviðs Isavia ohf. En framkvæmdastjórinn er ekki bara að skipta sér af hlutum sem henni kemur ekkert við heldur hefur hún beinlínis rangt fyrir sér. Hún heldur áfram og orðrétt segir hún: „Þetta er ekki að ganga – Hollenska geimferðastofnunin sem rýndi í þetta verkefni fyrir skýrsluna hjá Eyjólfi Árna hún sagði að þetta yrði aldrei leyft í Hollandi. Það væri aldrei leyft að staðsetja íbúðir, þarna eru fyrstu kaupa íbúðir, þetta eru lítil björn jafnvel öldrunarheimili. Því meira sem ég skoða þetta verk – verkefni og því meira sem maður – sem við getum sett þetta fram svona þeim mun galnara er þetta. Ég verð bara að vera algjörlega heiðarleg með það.“ Fyrir það fyrsta er svolítið sérstakt að kalla NLR “hollensku geimferðastofnunina”. Um er að ræða systurstofnun Isavia og ætti að kallast hollenska flugrannsóknarmiðstöðin eða eitthvað í þeim dúr. Framkvæmdastjórinn er enn og aftur komin út fyrir girðinguna sem afmarkar Reykjavíkurflugvöll og gagnrýnir mögulega íbúasamsetningu hverfis sem enn er órisið. Nánartiltekið talar hún um “fyrstu kaupa íbúðir” og að það séu fyrirhugaðar íbúðir fyrir aldraða. Hér er vert að staldra við og árétta að íbúasamsetning þessa hverfis, möguleg öldrunarheimili eða leikskólar í framtíðinni, kemur framkvæmdastjóra flugvallarsviðs Isavia ohf nákvæmlega ekkert við og heldur ekki stofnuninni sem hún heyrir undir. Áhrifavald framkvæmdastjóra flugvallarsviðs Isavia ohf á Reykjavíkurflugvelli nær ekki út fyrir girðinguna sem afmarkar flugvöllinn. Bara svo það sé á hreinu. Hálf setning = hálfur sannleikur En framkvæmdastjórinn náði að segja eitt í þessari frétt sem hafði smávegis jarðtengingu. Hún sagði að „þetta yrði aldrei leyft í Hollandi“. Þetta er rétt að hluta til því framkvæmdastjóri flugvallarsviðs Isavia ohf kláraði ekki setninguna hans Peter van der Geest sem er að finna í skýrslunni frá 2003. Hann sagði nefnilega að það væri vegna hávaða frá flugvellinum myndi þessi byggð ekki vera leyfð. Vegna hávaða yrði aldrei leyft að setja byggð svona nálægt flugvelli. Svo mörg voru þau orð. Það hefur reyndar verið byggð við flugvöllinn í Reykjavík frá því um 1940 og sú byggð væri alveg jafn óleyfileg í Hollandi og sú sem er á teikniborðinu. Hávaði hefur heldur aldrei þvælst fyrir Isavia á Reykjavíkurflugvelli. Hávaði á Reykjavíkurflugvelli Það hefur verið kvartað undan hávaða frá flugvellinum um árabil og nýlega voru stofnuð samtök íbúa við nágrenni flugvallarins sem hafa það að markmiði að úthýsa æfingaflugi, þyluflugi og flugi einkaþota á Reykjavíkurflugvelli. Isavia hefur ekki tekið þessa gagnrýni til greina og skellir skollaeyrum við henni. Þúsundir íbúa Reykjavíkur sem verða fyrir verulegum óþægindum vegna þessa ónauðsynlega flugferða. Það er því ánægjulegt að framkvæmdastjóri flugvallarsviðs Isavia ohf noti hávaðarök gegn fyrirhugaðri byggð í Nýja Skerjafirði. Óþarfa flugumferð Hávaði vegna stöðugra flugtaka og lendinga kennsluflugs, þyrluflugs og einkaþotna er alger plága fyrirstóran hluta Reykvíkinga. En því miður virðist Isavia standa á sama um það og ekki ólíklegt að Isavia meti það svo (eins og margir í “skotgröfunum”) að allt inngrip inn í starfsemi flugvallarins og nágrenni hans sé árás á fárveikt fólk sem treystir á sjúkraflug. Því miður er orðræðan þessi og sorlegt að opinbera fyrirtækið Isavia taki þátt og kyndi undir orðræðu af þessu tagi. Það er alveg skiljanlegt að forsvarsfólk opinberra stofnana og fyrirtækja beiti sér fyrir hinu og þessu, en um leið er það lágmarkskrafa að halla ekki réttu máli. Ódýrara að leggja einkaþotu en fjölskyldubílnum Sú mikla umferð einkaþota miljónamæringa, kennsluflug og þyrluæfingar vekur upp nokkar spurningar því vitað er að þessi umferð veldur miklum truflunum á daglegu lífi þúsunda Reykvíkinga. Hverju sætir þetta? Er þetta gert beinlínis til að ögra og stuða íbúa í nágrenni við Reykjavíkurflugvöll? Spyr sá sem ekki veit. Bílastæði fyrir framan Flugstöðina í Reykjavík kostar 5000 krónur á sólarhring. Meðalstór einkaþota tekur u.þ.b 10 bílastæði og ef þotunni yrði lagt á bílastæðinu myndi það kosta 50.000 krónur. Eigendur einkaþota eru heppnir að þessu leyti því þeir borga aðeins 21.000 fyrir sólarhringinn. Þetta er stingandi óréttlæti. Ágætt er að hafa í huga að þetta er ákvörðun og stefna sem mótuð er af Isavia fyrir hönd allra Íslendinga. Þetta er svolítið dæmigerð fyrir ástandið á Reykjavíkurflugvelli og andann sem stýrir ákvörðunum Isavia. Reykjavíkurflugvöllur er ekkert að fara Reykjavíkurflugvöllur hefur verið mjög umdeildur um áratugaskeið. Það hafa verið nefndir, starfshópar, rýnihópar, mótmæli, meðmæli og allt þar á milli svo lengi sem elstu menn muna. Það hafa verið lagaþrætur, íbúakosningar og eignarnám ríkisins á landi Reykjavíkur rifjað upp. Ákjósanlegur staður fannst við Hvassahraun en þá hófst gos-tímabil á Reykjanesi (síðasta gos-tímabil stóð í yfir 100 ár) og alveg ljóst að Reykjavíkurflugvöllur var ekkert að fara þangað frekar en annað. Sumir hafa jafnvel sagt að æðri máttarvöld hafi verið orðin svo þreytt á þessum endalausu deilum og látlausa núningi, að þau hafi í bræði sinni látið gjósa á Reykjanesi, bara til að þagga niður í þessum ömurlegu deilum. Reykjavíkurflugvöllur er ekkert að fara. Það er staðfest í samningum milli ríkisins og Reykjavíkur. Það er yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar og sennilega þeirra sem eftir munu koma. Því það vantar einfaldlega pláss fyrir flugvöll. Plássið sem talið var heppilegt, breyttist í eldhaf, hulið eiturgufum. Reykjavíkurflugvöllur er í niðurníðslu Reykjavíkurflugvöllur er ekkert að fara og það er komið gott af þeirri áráttu þeirra sem vilja hann á sínum stað, að standa í vegi fyrir öllum framkvæmdum á svæðinu. Isavia ætti frekar að líta á þetta inngrip máttarvaldanna sem tækifæri og taka til á svæðinu sem er svolítið hallærislegt svo ekki sé tekið sterkar til orða. Flugstöðvarbyggingin er gömlum bragga sem hefur verið lappað upp á annan hvern áratug. Bílastæðin fyrir utan eru afskaplega “kaótísk” og stærsti hluti þeirra ekki einu sinni malbikaður. Malarbílastæði eru afmörkuð með einhverjum steinkubbum með keðjum á milli. Þessi flugvöllur og byggingarnar sem honum tilheyra minna frekar á eitthvað grín-flipp í þáttunum um Svamp Sveinsson frekar en apparat sem mark er takandi á. Þessar endalausu deilur hafa nefnilega líka bitnað á byggingunum við Reykjavíkurflugvöll og skipulagi á svæðinu öllu. Girðingarnar sem marka af áhrifasvæði Reykjavíkurflugvallar eru lélegar og örugglega ekki leyfðar í Hollandi. Það er allt í niðurníðslu á svæðinu og það vita allir sem nota þennan flugvöll og allir sem búa í nágrenni við hann. Tækifæri fyrir Isavia og Reykvíkinga Nú er sannarlega lag að því að ljúka þessum leiðinlegu deilum. Nú er lag að að færa allt æfingaflug, þyrluæfingar og einkaþotuflug miljónamæringa eitthvað annað og hlífa Reykvíkingum við allri þeirri hávaðamengun sem óhjákvæmilega fylgir þessari óþarfa flugumferð. Nú er lag að Isavia sinni grunnskyldu sinni við Reykjavíkurflugvöll sem miðstöð innanlandsflugs og sjúkraflugs. Um leið ætti Isavia að fegra umhverfi flugvallarins og bygginga og vinni með Reykvíkingum i uppbyggingu á svæðinu. Uppbyggingu sem er knýjandi og lykli málefni hjá öllum stjórnmálaflokkum. Skotgrafirnar í flugvallarmálinu er ekki lengur til staðar. Þær fylltust af hrauni. Það er komin nýr veruleiki. Notum þetta tækifæri til að byrja upp á nýtt og skiljum skotgrafaskóflurnar eftir þar sem enginn finnur þær. Höfundur er Reykvíkingur.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun