Sjö kærðir vegna ítrekaðra innbrota hjá íþróttastjörnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2025 23:33 Patrick Mahomes og Travis Kelce eru meðal þeirra sem brotist var inn hjá. Michael Reaves/Getty Images Sjö karlmenn hafa verið kærðir vegna ítrekaðra innbrota hjá íþróttastjörnum í Bandaríkjunum. Alls stálu þeir hlutum sem verðlagðir voru á tvær milljónir Bandaríkjadala eða rúmlega 280 milljónir íslenskra króna. Innbrotsaldan hófst í október á síðasta ári með innbrotum hjá Travis Kelce og Patrick Mohemes, tveimur af stjörnum Kansas City Chiefs í NFL-deildinni. Brotist var inn á heimili Mahomes þann 5. október og Kelce þann 7. október. Þeir voru báðir á ferðalagi með Chiefs á þeim tíma. Leikmennirnir tveir eru ekki nefndir í fréttinni en vitað er að brotist var inn hjá Mahomes og Kelce í byrjun október. Þá er talið að mennirnir sjö hafi einnig brotist inn hjá Bobby Portis, leikmanni Milwaukee Bucks, í NBA-deildinni í nóvember. „Í NFL-deildinni eru 106 leikmenn sem taka þátt í hverjum leik. Alls eru því 53 leikmenn í hvoru liði sem verða ekki heima þegar leikið er. Og sumir þessa leikmanna þéna vel og búa í stórum húsum,“ sagði fyrrverandi Jeff Lanza um málið en hann starfaði áður fyrir FBI eða Alríkislögregluna í Bandaríkjunum. Í frétt BBC um málið segir að ekki sé eingöngu um að ræða bandarískt vandamál þar sem fjöldi leikmanna í ensku úrvalsdeildinni hefur lent í því að brotist hefur verið inn heima hjá þeim. Verst er þegar fjölskylda leikmannsins er heima. BBC greinir einnig frá að mennirnir sjö séu allir frá Síle. Jafnframt eru þeir hluti af glæpagengi frá Suður-Ameríku sem einbeitir sér að frægasta íþróttafólki Bandaríkjanna. Mennirnir eru á aldrinum 23 til 38 ára og gætu átt yfir höfði sér allt að 10 ár í fangelsi. NFL NBA Enski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Sjá meira
Innbrotsaldan hófst í október á síðasta ári með innbrotum hjá Travis Kelce og Patrick Mohemes, tveimur af stjörnum Kansas City Chiefs í NFL-deildinni. Brotist var inn á heimili Mahomes þann 5. október og Kelce þann 7. október. Þeir voru báðir á ferðalagi með Chiefs á þeim tíma. Leikmennirnir tveir eru ekki nefndir í fréttinni en vitað er að brotist var inn hjá Mahomes og Kelce í byrjun október. Þá er talið að mennirnir sjö hafi einnig brotist inn hjá Bobby Portis, leikmanni Milwaukee Bucks, í NBA-deildinni í nóvember. „Í NFL-deildinni eru 106 leikmenn sem taka þátt í hverjum leik. Alls eru því 53 leikmenn í hvoru liði sem verða ekki heima þegar leikið er. Og sumir þessa leikmanna þéna vel og búa í stórum húsum,“ sagði fyrrverandi Jeff Lanza um málið en hann starfaði áður fyrir FBI eða Alríkislögregluna í Bandaríkjunum. Í frétt BBC um málið segir að ekki sé eingöngu um að ræða bandarískt vandamál þar sem fjöldi leikmanna í ensku úrvalsdeildinni hefur lent í því að brotist hefur verið inn heima hjá þeim. Verst er þegar fjölskylda leikmannsins er heima. BBC greinir einnig frá að mennirnir sjö séu allir frá Síle. Jafnframt eru þeir hluti af glæpagengi frá Suður-Ameríku sem einbeitir sér að frægasta íþróttafólki Bandaríkjanna. Mennirnir eru á aldrinum 23 til 38 ára og gætu átt yfir höfði sér allt að 10 ár í fangelsi.
NFL NBA Enski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Sjá meira