Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Jakob Bjarnar skrifar 19. febrúar 2025 16:30 Inga Auðbjörg Straumland hefur verið formaður Siðmenntar síðastliðinn sex ár en hún sækist ekki eftir endurkjöri á aðalfundinum. bylgjan Þau Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Sigurður Rúnarsson og Svanur Sigurbjörnsson sækjast öll eftir formannsstöðunni hjá Siðmennt en kosið verður á laugardaginn 1. mars. Guðrún Þóra Arnardóttir framkvæmdastjóri Siðmenntar segir að það liggi alls ekki fyrr hver verður hlutskarpastur því þó Arndís Anna sé þekktust meðal þeirra sem bjóða sig fram er Sigurður varaformaður og Svanur er þekktur af áralöngu starfi innan Siðmenntar. Sigurður Rúnarsson sækist eftir formennsku. Mikið verður um dýrðir hjá Siðmennt 1. mars en þá verður heill dagur helgaður húmanisma þar sem Siðmenntarþing og aðalfundur fer fram kl. 10:00-17:00 í sal Nauthóls að Nauthólsvegi 106, 101 Reykjavík. Fyrir hádegi verður húmanísk bókmenntahátíð þar sem fram koma Bjarni Snæbjörnsson, Bragi Páll Sigurðarson, Hope Knútsson og Linda Vilhjálmsdóttir. Guðrún segir starf Siðmenntar vaxandi og nú eru skráðir rúmlega sex þúsund og eitt hundrað þar. Hún segir áhuga fyrir því að auka við þjónustuna, meðal annars hvað sálgæslu varðar og segir hún stefna í spennandi umræðu þar um á degi Siðmenntar. Eftir hádegi er fyrirhugað sérstakt málþing um sálgæslu. Meðal þátttakenda eru Inga Auðbjörg Straumland, formaður Siðmenntar, fulltrúi sálgæsluteymis presta og djákna á Landspítalanum og þá verður birt myndbandserindi frá Lindsay de Wal frá Humanists UK en hún er einnig fyrsti húmanistinn til að leiða sálgæsluteymi á breskum spítala. Í kjölfarið af málþinginu, eða kl. 14:00, verður aðalfundur Siðmenntar. Á aðalfundi fer fram kosning til formanns, aðalstjórnar og varastjórnar. Inga Auðbjörg Straumland hefur verið formaður Siðmenntar síðastliðinn sex ár en hún sækist ekki eftir endurkjöri á aðalfundinum. Borist hafa þrjú framboð til formanns eins og áður sagði, fimm framboð í aðalstjórn og þrjú í varastjórn. Í framboði til aðalstjórnar eru: Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Erla Sigurlaug Sigurðardóttir Elsa Björg Magnúsdóttir Kristrún Ýr Einarsdóttir Sigurður Rúnarsson Í framboði til varastjórnar eru: Árni Grétar Jóhannsson Helga Bára Bragadóttir Mörður Árnason Félagasamtök Vistaskipti Trúmál Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Guðrún Þóra Arnardóttir framkvæmdastjóri Siðmenntar segir að það liggi alls ekki fyrr hver verður hlutskarpastur því þó Arndís Anna sé þekktust meðal þeirra sem bjóða sig fram er Sigurður varaformaður og Svanur er þekktur af áralöngu starfi innan Siðmenntar. Sigurður Rúnarsson sækist eftir formennsku. Mikið verður um dýrðir hjá Siðmennt 1. mars en þá verður heill dagur helgaður húmanisma þar sem Siðmenntarþing og aðalfundur fer fram kl. 10:00-17:00 í sal Nauthóls að Nauthólsvegi 106, 101 Reykjavík. Fyrir hádegi verður húmanísk bókmenntahátíð þar sem fram koma Bjarni Snæbjörnsson, Bragi Páll Sigurðarson, Hope Knútsson og Linda Vilhjálmsdóttir. Guðrún segir starf Siðmenntar vaxandi og nú eru skráðir rúmlega sex þúsund og eitt hundrað þar. Hún segir áhuga fyrir því að auka við þjónustuna, meðal annars hvað sálgæslu varðar og segir hún stefna í spennandi umræðu þar um á degi Siðmenntar. Eftir hádegi er fyrirhugað sérstakt málþing um sálgæslu. Meðal þátttakenda eru Inga Auðbjörg Straumland, formaður Siðmenntar, fulltrúi sálgæsluteymis presta og djákna á Landspítalanum og þá verður birt myndbandserindi frá Lindsay de Wal frá Humanists UK en hún er einnig fyrsti húmanistinn til að leiða sálgæsluteymi á breskum spítala. Í kjölfarið af málþinginu, eða kl. 14:00, verður aðalfundur Siðmenntar. Á aðalfundi fer fram kosning til formanns, aðalstjórnar og varastjórnar. Inga Auðbjörg Straumland hefur verið formaður Siðmenntar síðastliðinn sex ár en hún sækist ekki eftir endurkjöri á aðalfundinum. Borist hafa þrjú framboð til formanns eins og áður sagði, fimm framboð í aðalstjórn og þrjú í varastjórn. Í framboði til aðalstjórnar eru: Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Erla Sigurlaug Sigurðardóttir Elsa Björg Magnúsdóttir Kristrún Ýr Einarsdóttir Sigurður Rúnarsson Í framboði til varastjórnar eru: Árni Grétar Jóhannsson Helga Bára Bragadóttir Mörður Árnason
Félagasamtök Vistaskipti Trúmál Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira