„Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2025 13:30 Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn leikmaður Víkings eftir stormasaman aðdraganda. Vísir/Sigurjón „Þetta var komið í algjör leiðindi. Ég get alveg tekið það á mig að ég hefði getað gert þetta öðruvísi. Báðir aðilar hefðu getað gert þetta öðruvísi,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson um brotthvarf sitt frá Val yfir til Víkings. Gylfi fer yfir stormasöm vistaskipti sín í viðtali við 433.is í dag þar sem hann er meðal annars spurður út í viðtal Vísis við Styrmi Þór Bragason, varaformann knattspyrnudeildar Vals. Valur samþykkti tilboð frá bæði Víkingi og Breiðabliki í Gylfa en af orðum Styrmis að dæma var það ekki ákvörðun Gylfa sjálfs að hann færi til Víkings í stað Breiðabliks. „Ég er ekki endilega að segja að það hafi verið ákvörðun Gylfa hvort að hann endaði hjá Breiðabliki eða ekki. Það er að minnsta kosti ekki ákvörðun hans eins heldur er það líka Breiðabliks sjálfs að ákveða hvort það semji við leikmanninn. Ég held að menn megi ekki lesa of mikið í endanlega niðurstöðu þar,“ sagði Styrmir meðal annars. „Ég veit ekki til þess að ég hafi rætt við Styrmi þegar ég tók ákvörðunina, ég er 35 ára gamall og geri það sem mig langar til. Ég veit ekki hvort hann eigi við að faðir minn eða annar hafi tekið ákvörðun um hvar ég spila fótbolta,“ sagði Gylfi við 433.is og bætti við: „Ég veit ekki alveg hvað hann meinar, kannski hans tilfinning. Hingað til hef ég ráðið ferðinni á mínum ferli og ég valdi Víking af því að mig langaði þangað. Það kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta.“ Lagði sig ekki allan fram gegn ÍA Valsmenn voru afar óánægðir með frammistöðu Gylfa í leiknum við ÍA á laugardag, í Lengjubikarnum, og sjálfur viðurkennir Gylfi að hafa þar ekki lagt sig hundrað prósent fram. Hann vildi fara frá Val og segist hafa verið búinn að tjá Valsmönnum það 4. febrúar að hann vildi fara frá félaginu. Það að reyna ekki á sig gegn ÍA virðist því hafa verið örþrifaráð til að knýja fram vistaskiptin. „Ég hef reynt að leggja mig 100 prósent á hverri einustu æfingu og hverjum einasta leik, þangað til kannski á móti ÍA. Þar var þetta komið í algjör leiðindi, ég veit það alveg sjálfur að eftir á að hyggja hefði ég átt að tækla þetta öðruvísi,“ segir Gylfi. „Þetta var orðið mjög súrt, komið í rangan farveg. Ég hefði átt að gera hlutina öðruvísi, þetta var bara ákvörðun sem ég tók og þetta endaði eins og þetta endaði. Auðvelda ákvörðunin hefði verið að vera áfram í Val og ekki rugga bátnum og fara í gegnum þetta allt sem hefur verið í gangi síðustu daga, ég var tilbúin að gera það. Ég held að ég geti haldið áfram að bæta mig og komast í betra standi,“ segir Gylfi sem vill meina að endir hans hjá Val hefði aldrei þurft að verða með þeim leiðindum sem nú hafa orðið. „Það er fullt af hlutum sem ég vil ekki fara út í, þetta er búið. Það er leiðinlegt hvernig þetta endaði, þetta hefði átt að fara öðruvísi. Ég og þeir held ég að myndum gera þetta öðruvísi,“ segir Gylfi. Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Breiðablik Tengdar fréttir Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Gylfi Þór Sigurðsson mun ekki geta spilað með Víkingi í Sambandsdeild Evrópu á yfirstandandi leiktíð. Víkingur mætir Panathinaikos í síðari umspilsleik liðanna á fimmtudag. 18. febrúar 2025 13:37 Víkingur staðfestir komu Gylfa Víkingur tilkynnti nú rétt fyrir hádegi að Gylfi Þór Sigurðsson væri búinn að semja við félagið. 18. febrúar 2025 11:56 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Stjórn knattspyrnudeildar Vals hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna sölu Gylfa Þórs Sigurðssonar frá félaginu til stuðningsmanna liðsins. Ekki hafi staðið til að selja Gylfa en það hafi breyst eftir leik Vals og ÍA um helgina. 18. febrúar 2025 11:54 Valur samþykkti tilboð í Gylfa Valur hefur samþykkt tvö tilboð í Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann liðsins, frá bæði Breiðabliki og Víkingi sem berjast um undirskrift hans. 18. febrúar 2025 08:35 Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Á milli þess sem að Víkingar einbeita sér að einvíginu við Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta þá lögðu þeir í gærkvöld fram tilboð í Gylfa Þór Sigurðsson, markahæsta landsliðsmann Íslands frá upphafi. Tilboðið er þó lægra en það sem Víkingar gerðu eftir síðasta tímabil. 15. febrúar 2025 09:08 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Gylfi fer yfir stormasöm vistaskipti sín í viðtali við 433.is í dag þar sem hann er meðal annars spurður út í viðtal Vísis við Styrmi Þór Bragason, varaformann knattspyrnudeildar Vals. Valur samþykkti tilboð frá bæði Víkingi og Breiðabliki í Gylfa en af orðum Styrmis að dæma var það ekki ákvörðun Gylfa sjálfs að hann færi til Víkings í stað Breiðabliks. „Ég er ekki endilega að segja að það hafi verið ákvörðun Gylfa hvort að hann endaði hjá Breiðabliki eða ekki. Það er að minnsta kosti ekki ákvörðun hans eins heldur er það líka Breiðabliks sjálfs að ákveða hvort það semji við leikmanninn. Ég held að menn megi ekki lesa of mikið í endanlega niðurstöðu þar,“ sagði Styrmir meðal annars. „Ég veit ekki til þess að ég hafi rætt við Styrmi þegar ég tók ákvörðunina, ég er 35 ára gamall og geri það sem mig langar til. Ég veit ekki hvort hann eigi við að faðir minn eða annar hafi tekið ákvörðun um hvar ég spila fótbolta,“ sagði Gylfi við 433.is og bætti við: „Ég veit ekki alveg hvað hann meinar, kannski hans tilfinning. Hingað til hef ég ráðið ferðinni á mínum ferli og ég valdi Víking af því að mig langaði þangað. Það kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta.“ Lagði sig ekki allan fram gegn ÍA Valsmenn voru afar óánægðir með frammistöðu Gylfa í leiknum við ÍA á laugardag, í Lengjubikarnum, og sjálfur viðurkennir Gylfi að hafa þar ekki lagt sig hundrað prósent fram. Hann vildi fara frá Val og segist hafa verið búinn að tjá Valsmönnum það 4. febrúar að hann vildi fara frá félaginu. Það að reyna ekki á sig gegn ÍA virðist því hafa verið örþrifaráð til að knýja fram vistaskiptin. „Ég hef reynt að leggja mig 100 prósent á hverri einustu æfingu og hverjum einasta leik, þangað til kannski á móti ÍA. Þar var þetta komið í algjör leiðindi, ég veit það alveg sjálfur að eftir á að hyggja hefði ég átt að tækla þetta öðruvísi,“ segir Gylfi. „Þetta var orðið mjög súrt, komið í rangan farveg. Ég hefði átt að gera hlutina öðruvísi, þetta var bara ákvörðun sem ég tók og þetta endaði eins og þetta endaði. Auðvelda ákvörðunin hefði verið að vera áfram í Val og ekki rugga bátnum og fara í gegnum þetta allt sem hefur verið í gangi síðustu daga, ég var tilbúin að gera það. Ég held að ég geti haldið áfram að bæta mig og komast í betra standi,“ segir Gylfi sem vill meina að endir hans hjá Val hefði aldrei þurft að verða með þeim leiðindum sem nú hafa orðið. „Það er fullt af hlutum sem ég vil ekki fara út í, þetta er búið. Það er leiðinlegt hvernig þetta endaði, þetta hefði átt að fara öðruvísi. Ég og þeir held ég að myndum gera þetta öðruvísi,“ segir Gylfi.
Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Breiðablik Tengdar fréttir Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Gylfi Þór Sigurðsson mun ekki geta spilað með Víkingi í Sambandsdeild Evrópu á yfirstandandi leiktíð. Víkingur mætir Panathinaikos í síðari umspilsleik liðanna á fimmtudag. 18. febrúar 2025 13:37 Víkingur staðfestir komu Gylfa Víkingur tilkynnti nú rétt fyrir hádegi að Gylfi Þór Sigurðsson væri búinn að semja við félagið. 18. febrúar 2025 11:56 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Stjórn knattspyrnudeildar Vals hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna sölu Gylfa Þórs Sigurðssonar frá félaginu til stuðningsmanna liðsins. Ekki hafi staðið til að selja Gylfa en það hafi breyst eftir leik Vals og ÍA um helgina. 18. febrúar 2025 11:54 Valur samþykkti tilboð í Gylfa Valur hefur samþykkt tvö tilboð í Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann liðsins, frá bæði Breiðabliki og Víkingi sem berjast um undirskrift hans. 18. febrúar 2025 08:35 Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Á milli þess sem að Víkingar einbeita sér að einvíginu við Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta þá lögðu þeir í gærkvöld fram tilboð í Gylfa Þór Sigurðsson, markahæsta landsliðsmann Íslands frá upphafi. Tilboðið er þó lægra en það sem Víkingar gerðu eftir síðasta tímabil. 15. febrúar 2025 09:08 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Gylfi Þór Sigurðsson mun ekki geta spilað með Víkingi í Sambandsdeild Evrópu á yfirstandandi leiktíð. Víkingur mætir Panathinaikos í síðari umspilsleik liðanna á fimmtudag. 18. febrúar 2025 13:37
Víkingur staðfestir komu Gylfa Víkingur tilkynnti nú rétt fyrir hádegi að Gylfi Þór Sigurðsson væri búinn að semja við félagið. 18. febrúar 2025 11:56
Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Stjórn knattspyrnudeildar Vals hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna sölu Gylfa Þórs Sigurðssonar frá félaginu til stuðningsmanna liðsins. Ekki hafi staðið til að selja Gylfa en það hafi breyst eftir leik Vals og ÍA um helgina. 18. febrúar 2025 11:54
Valur samþykkti tilboð í Gylfa Valur hefur samþykkt tvö tilboð í Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann liðsins, frá bæði Breiðabliki og Víkingi sem berjast um undirskrift hans. 18. febrúar 2025 08:35
Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Á milli þess sem að Víkingar einbeita sér að einvíginu við Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta þá lögðu þeir í gærkvöld fram tilboð í Gylfa Þór Sigurðsson, markahæsta landsliðsmann Íslands frá upphafi. Tilboðið er þó lægra en það sem Víkingar gerðu eftir síðasta tímabil. 15. febrúar 2025 09:08