Rannsóknir í dag staðfestu að um lungnabólgu væri að ræða í báðum lungum, og var páfinn settur á viðeigandi meðferð í kjölfar þess.
Samkvæmt tilkynningu frá Vatíkaninu sýna rannsóknir að ástand páfans sé „flókið.“
Þrátt fyrir þetta sé páfinn léttur í lund.
Hinn 88 ára gamli Frans páfi er viðkvæmur fyrir öndunarfærasýkingum, en hluti úr lunga hans var fjarlægður þegar hann var 21 árs, og á fullorðinsárum fékk hann bólgu milli lungnablaða (e. pleurisy).
Páfinn hefur verið lagður inn á spítala nokkrum sinnum á þeim 12 árum sem hann hefur gegnt embætti. Í mars 2023 var hann 3 daga á spítala með bronkítis.
Öllum opinberum framkomum páfans fram að sunnudegi hefur verið aflýst.