Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar 18. febrúar 2025 17:32 „Við erum með mikinn metnað er snýr að því að byggja upp öfluga og flotta leikskóla og höfum þess vegna farið í kerfisbreytingar á leikskólaumhverfinu til þess eins að bæta starfsumhverfið,“ sagði bæjarstjóri Kópavogs þegar ljóst er að yfirvofandi eru verkföll í 22 leikskólum bæjarins. Kópavogsbær hefur að sögn bæjarstjóra lagt ríka áherslu á það að bæta starfsumhverfi í Kópavogi og kemur til með að gera það áfram. Og það eru orð að sönnu. Á mínum ferli sem kennari hefur starfsumhverfi leikskóla Kópavogs breyst til muna. Svokallað Kópavogsmódel hefur gefið góða raun og er vonandi komið til að vera. Mér finnst við geta verið stolt af þessum kerfisbreytingum sem gera öllum þeim sem koma að gott. Við getum staðið keik og ákveðið að byggja ofan á það sem vel hefur verið gert. Svo eitthvað sé nefnt þá hefur starfsumhverfi barna og kennara farið batnandi og með vali um gjaldfrjálsan leikskóla er fjölskyldum gefið meira frjálsræði þegar kemur að vistunartíma barna. Með því að færa starfsaðstæður leikskólakennara nær starfsumhverfi grunnskólans freistum við þess að fá til okkar fleiri kennara á leikskólastigið. En þá vantar okkur svo sannarlega til starfa. Ef við náum að auka við kennaraflota okkar sem ílengist í starfi sköpum við þær kjöraðstæður sem þarf fyrir sérhvert barn á mikilvægu mótunarskeiði þess. Tengslamyndun barna á fyrstu árum sínum er mjög mikilvæg. Það er því brýnt verkefni að lítil börn sem eyða stórum hluta vökutíma síns í leikskólanum og fjölskyldur þeirra geti treyst á öryggi og vellíðan. Öryggi barna færir þeim frekar góða tengslamyndun, en öryggi og traust milli barna og kennara tryggjum við ekki nema með hæfu starfsfólki sem stoppar lengur við. Of lágt hlutfall kennara og mikil starfsmannavelta mun alltaf hindra árangur að góðu leikskólastarfi. Í framhaldi af tengslamyndun má ég svo til með að nefna líka mikilvægi snemmtækrar íhlutunar hjá leikskólabörnum. Þar er mikilvægt hlutverk leikskólakennarans að koma auga á þau börn sem íhlutun þurfa sem fyrst svo árangur náist. Sem tengiliður farsældar fyrir minn vinnustað hefur mér fundist Kópavogur gera vel. Verið leiðandi í innleiðingu verkefnisins og lagt mikið upp úr því að fræða, handleiða og valdefla þá sem taka að sér bæði tengiliða og málastjórahlutverk. Allt gert svo farsæld barna geti verið með besta móti. Með farsæld erum við að skapa barni skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðislegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar. Með farsæld erum við líka að tryggja það að börn og foreldrar sem á þurfa að halda eiga að hafa aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Samþætt þjónusta í þágu farsældar barns er skipulögð og samfelld og hefur það markmið að skapa heildarsýn og ramma um þau þjónustukerfi sem skipta mestu máli fyrir farsæld barns. Það er mín trú og tilfinning að Kópavogur vilji vera í sérstöðu og leiðandi í leikskólamálum bæjarins. Skref sem nú þegar hafa verið tekin sýna það glöggt. En þá komum við að alvarleika málsins. Nú þegar vantar mikið upp á fjölda leikskólakennara sem vinna fyrir bæinn. Við sem fyrir erum höfum beðið ansi lengi, þolinmóð eftir úrlausn okkar mála. Það eru sömu við og langar að sjá leikskólastarfið þróast enn frekar í rétta átt Við bíðum eftir að samkomulag við okkur sé virt. Við bíðum eftir að kjör okkar séu leiðrétt. Það hefði átt að gerast fyrir löngu! Kæru bæjarfulltrúar, ég skora hér með á ykkur! Horfið til framtíðar þegar þið flýtið ykkur að leysa þetta umrædda samkomulag og leiðréttið kjör okkar sem fyrst. Hugsið til ávinnings kerfisbreytinga hingað til. Náum við að byggja ofan á þær eða verða þær að engu ef frekari flótti verður úr kennarastéttinni? Kópavogur hefur náð árangri og verið leiðandi í leikskólamálum með kerfisbreytingum sem leitt hafa af sér betra og faglegra umhverfi fyrir nemendur og starfsfólk. Nú þarf að klára samninga við kennara. Þannig, og bara þannig, náum við árangri til framtíðar og Kópavogur verður leiðandi bæjarfélag í leikskólamálum landsins, búum að og byggjum upp flotta og öfluga leikskóla. Það er metnaður og vilji okkar allra. Höfundur er leikskólakennari og sérkennslustjóri í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Leikskólar Kópavogur Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
„Við erum með mikinn metnað er snýr að því að byggja upp öfluga og flotta leikskóla og höfum þess vegna farið í kerfisbreytingar á leikskólaumhverfinu til þess eins að bæta starfsumhverfið,“ sagði bæjarstjóri Kópavogs þegar ljóst er að yfirvofandi eru verkföll í 22 leikskólum bæjarins. Kópavogsbær hefur að sögn bæjarstjóra lagt ríka áherslu á það að bæta starfsumhverfi í Kópavogi og kemur til með að gera það áfram. Og það eru orð að sönnu. Á mínum ferli sem kennari hefur starfsumhverfi leikskóla Kópavogs breyst til muna. Svokallað Kópavogsmódel hefur gefið góða raun og er vonandi komið til að vera. Mér finnst við geta verið stolt af þessum kerfisbreytingum sem gera öllum þeim sem koma að gott. Við getum staðið keik og ákveðið að byggja ofan á það sem vel hefur verið gert. Svo eitthvað sé nefnt þá hefur starfsumhverfi barna og kennara farið batnandi og með vali um gjaldfrjálsan leikskóla er fjölskyldum gefið meira frjálsræði þegar kemur að vistunartíma barna. Með því að færa starfsaðstæður leikskólakennara nær starfsumhverfi grunnskólans freistum við þess að fá til okkar fleiri kennara á leikskólastigið. En þá vantar okkur svo sannarlega til starfa. Ef við náum að auka við kennaraflota okkar sem ílengist í starfi sköpum við þær kjöraðstæður sem þarf fyrir sérhvert barn á mikilvægu mótunarskeiði þess. Tengslamyndun barna á fyrstu árum sínum er mjög mikilvæg. Það er því brýnt verkefni að lítil börn sem eyða stórum hluta vökutíma síns í leikskólanum og fjölskyldur þeirra geti treyst á öryggi og vellíðan. Öryggi barna færir þeim frekar góða tengslamyndun, en öryggi og traust milli barna og kennara tryggjum við ekki nema með hæfu starfsfólki sem stoppar lengur við. Of lágt hlutfall kennara og mikil starfsmannavelta mun alltaf hindra árangur að góðu leikskólastarfi. Í framhaldi af tengslamyndun má ég svo til með að nefna líka mikilvægi snemmtækrar íhlutunar hjá leikskólabörnum. Þar er mikilvægt hlutverk leikskólakennarans að koma auga á þau börn sem íhlutun þurfa sem fyrst svo árangur náist. Sem tengiliður farsældar fyrir minn vinnustað hefur mér fundist Kópavogur gera vel. Verið leiðandi í innleiðingu verkefnisins og lagt mikið upp úr því að fræða, handleiða og valdefla þá sem taka að sér bæði tengiliða og málastjórahlutverk. Allt gert svo farsæld barna geti verið með besta móti. Með farsæld erum við að skapa barni skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðislegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar. Með farsæld erum við líka að tryggja það að börn og foreldrar sem á þurfa að halda eiga að hafa aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Samþætt þjónusta í þágu farsældar barns er skipulögð og samfelld og hefur það markmið að skapa heildarsýn og ramma um þau þjónustukerfi sem skipta mestu máli fyrir farsæld barns. Það er mín trú og tilfinning að Kópavogur vilji vera í sérstöðu og leiðandi í leikskólamálum bæjarins. Skref sem nú þegar hafa verið tekin sýna það glöggt. En þá komum við að alvarleika málsins. Nú þegar vantar mikið upp á fjölda leikskólakennara sem vinna fyrir bæinn. Við sem fyrir erum höfum beðið ansi lengi, þolinmóð eftir úrlausn okkar mála. Það eru sömu við og langar að sjá leikskólastarfið þróast enn frekar í rétta átt Við bíðum eftir að samkomulag við okkur sé virt. Við bíðum eftir að kjör okkar séu leiðrétt. Það hefði átt að gerast fyrir löngu! Kæru bæjarfulltrúar, ég skora hér með á ykkur! Horfið til framtíðar þegar þið flýtið ykkur að leysa þetta umrædda samkomulag og leiðréttið kjör okkar sem fyrst. Hugsið til ávinnings kerfisbreytinga hingað til. Náum við að byggja ofan á þær eða verða þær að engu ef frekari flótti verður úr kennarastéttinni? Kópavogur hefur náð árangri og verið leiðandi í leikskólamálum með kerfisbreytingum sem leitt hafa af sér betra og faglegra umhverfi fyrir nemendur og starfsfólk. Nú þarf að klára samninga við kennara. Þannig, og bara þannig, náum við árangri til framtíðar og Kópavogur verður leiðandi bæjarfélag í leikskólamálum landsins, búum að og byggjum upp flotta og öfluga leikskóla. Það er metnaður og vilji okkar allra. Höfundur er leikskólakennari og sérkennslustjóri í Kópavogi
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun