„Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 18. febrúar 2025 12:33 Magnús Kjartan Eyjólfsson tónlistarmaður birti einlæga og fallega færslu á Facebook þar sem hann fer yfir liðið ár en í dag er akkúrat ár frá því að hann greindist með krabbamein. Facebook Tónlistarmaðurinn Magnús Kjartan Eyjólfsson greindist með krabbamein fyrir akkúrat ári síðan. Það sem átti að vera stutt læknisheimsókn endaði sem fimm vikna innlögn en í dag hefur hann verið í sjúkdómshléi í tæpa tíu mánuði. Magnús Kjartan hefur vakið mikla athygli sem söngvari Stuðlabandsins og komið fram víða um landið. Hann birti færslu á Facebook síðu sinni í dag í tilefni af því að ár sé liðið frá því að allt breyttist og gaf Vísi góðfúslegt leyfi til að skrifa upp úr færslunni. „Eitt ár. Í dag er eitt ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í fimm vikur. Eitt ár síðan ég fékk þær súrrealísku fréttir að ég væri með bráðaeitilfrumuhvítblæði sem „btw“ er svakalega langt orð. En það er líka eitt ár síðan ég fékk það staðfest að á Íslandi er til alveg svakalega margt hjartahlýtt og hjálpsamt fólk. Hvort sem það voru hughreystandi orð eða óumbeðnar gjörðir þá gjörsamlega rigndi þeim yfir okkur og fyrir það get ég líklegast seint fullþakkað,“ skrifar Magnús Kjartan meðal annars. Hann segist ofboðslega heppinn með fólkið sitt og finnur ekki réttu orðin til að lýsa styrknum sem Sigríður Jónsdóttir konan hans býr yfir. Sigríður kona Magnúsar hefur staðið eins og klettur við hliðina á honum síðastliðin ár.Facebook „Nánasta fjölskylda og vinir hafa sýnt hreint út sagt ótrúlegan styrk á erfiðum og krefjandi tímum og séð til þess að ég hafi getað sett allan minn kraft í að verða betri. Og Sigríður mín. Ég held að ég eigi engin orð til að lýsa þeim styrk sem hún hefur sýnt. Ég veit ekki um margar manneskjur sem gætu tekið svona álag á bakið og staðið uppréttar. Þú ert sterkasta og besta manneskja sem ég þekki og ég elska þig óendanlega.“ Síðastliðið ár hefur einkennst af hæðum og lægðum hjá Magnúsi og hans fólki. „Auðvitað hafa þetta ekki alltaf verið sólskin og sleikipinnar en eins og staðan er núna styttist í endamarkið. Ég hef verið í sjúkdómshléi síðan í apríl og byrjaði í viðhaldsmeðferð í desember svo ég vil meina að ég sé lagður af stað niður brekkuna. Mig langar í lokin á þessum pistli að þakka fyrir öll fallegu orðin og alla aðstoðina, ég myndi vilja merkja alla þá aðila í þessari færslu en ég hef bara ekki pláss. Ég vona bara að ég geti seinna meir veitt sömu aðstoð og haldið keðjunni gangandi. Munið að lífið er núna krakkar mínir. Ég elska ykkur öll,“ skrifar Magnús að lokum. Heilsa Krabbamein Tengdar fréttir Magnús Kjartan greindist með hvítblæði Magnús Kjartan Eyjólfsson, aðalsöngvari Stuðlabandsins, hefur greinst með hvítblæði. 18. febrúar 2024 20:28 Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira
Magnús Kjartan hefur vakið mikla athygli sem söngvari Stuðlabandsins og komið fram víða um landið. Hann birti færslu á Facebook síðu sinni í dag í tilefni af því að ár sé liðið frá því að allt breyttist og gaf Vísi góðfúslegt leyfi til að skrifa upp úr færslunni. „Eitt ár. Í dag er eitt ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í fimm vikur. Eitt ár síðan ég fékk þær súrrealísku fréttir að ég væri með bráðaeitilfrumuhvítblæði sem „btw“ er svakalega langt orð. En það er líka eitt ár síðan ég fékk það staðfest að á Íslandi er til alveg svakalega margt hjartahlýtt og hjálpsamt fólk. Hvort sem það voru hughreystandi orð eða óumbeðnar gjörðir þá gjörsamlega rigndi þeim yfir okkur og fyrir það get ég líklegast seint fullþakkað,“ skrifar Magnús Kjartan meðal annars. Hann segist ofboðslega heppinn með fólkið sitt og finnur ekki réttu orðin til að lýsa styrknum sem Sigríður Jónsdóttir konan hans býr yfir. Sigríður kona Magnúsar hefur staðið eins og klettur við hliðina á honum síðastliðin ár.Facebook „Nánasta fjölskylda og vinir hafa sýnt hreint út sagt ótrúlegan styrk á erfiðum og krefjandi tímum og séð til þess að ég hafi getað sett allan minn kraft í að verða betri. Og Sigríður mín. Ég held að ég eigi engin orð til að lýsa þeim styrk sem hún hefur sýnt. Ég veit ekki um margar manneskjur sem gætu tekið svona álag á bakið og staðið uppréttar. Þú ert sterkasta og besta manneskja sem ég þekki og ég elska þig óendanlega.“ Síðastliðið ár hefur einkennst af hæðum og lægðum hjá Magnúsi og hans fólki. „Auðvitað hafa þetta ekki alltaf verið sólskin og sleikipinnar en eins og staðan er núna styttist í endamarkið. Ég hef verið í sjúkdómshléi síðan í apríl og byrjaði í viðhaldsmeðferð í desember svo ég vil meina að ég sé lagður af stað niður brekkuna. Mig langar í lokin á þessum pistli að þakka fyrir öll fallegu orðin og alla aðstoðina, ég myndi vilja merkja alla þá aðila í þessari færslu en ég hef bara ekki pláss. Ég vona bara að ég geti seinna meir veitt sömu aðstoð og haldið keðjunni gangandi. Munið að lífið er núna krakkar mínir. Ég elska ykkur öll,“ skrifar Magnús að lokum.
Heilsa Krabbamein Tengdar fréttir Magnús Kjartan greindist með hvítblæði Magnús Kjartan Eyjólfsson, aðalsöngvari Stuðlabandsins, hefur greinst með hvítblæði. 18. febrúar 2024 20:28 Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira
Magnús Kjartan greindist með hvítblæði Magnús Kjartan Eyjólfsson, aðalsöngvari Stuðlabandsins, hefur greinst með hvítblæði. 18. febrúar 2024 20:28