Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 18. febrúar 2025 11:17 Nú bregður til tíðinda. Fjármálaráðherra kynnti fyrir helgi að valferli í fyrirtæki í eigu ríkisins verði nú byggt á faglegum forsendum. Þá verður sérstaklega hugað að breiðri samsetningu hvað varðar menntun, reynslu, kyn og faglegan bakgrunn. Þetta eru frábærar fréttir. Við í borginni höfum verið hjartanlega sammála þessari vegferð og nýr meirihluti mun vonandi halda áfram á þessari braut og vinna með ríkinu að faglegu ferli í þær stjórnir sem við tilnefnum í saman. Undanfarin ár hef ég farið fyrir vinnu að innleiða góða stjórnarhætti í rekstur fyrirtækja í eigu borgarinnar. Árið 2022 var samþykkt fyrsta eigandastefna borgarinnar í þverpólitískri sátt. Það eru í raun stórfréttir og sýna mikla framsýni og þor og langar mig að þakka kollegum mínum úr borgarstjórn fyrir framsýnina. Fyrir var áratuga hefð um að stjórnir innviðafyrirtæki væru pólitískt mannaðar. Slíkt fyrirkomulag dregur fram mikla áhættu fyrir fyrirtækin. Stjórnarslit og eða meirihlutaskipti geta borið að fyrirvaralaust eins og dæmin sanna á undanförnum mánuðum þar sem forsætisráðherra sleit ríkisstjórninni í október síðastliðnum og borgarstjóri sleit meirihlutanum í Reykjavík fyrr í þessum mánuði. Ef stjórnir fyrirtækja í eigu borgar og ríkis væru ekki nú að hluta mannaðar óháðum stjórnarfólki þá gæti pólitíkin skipt öllum út sem er afar vont fyrir fyrirtæki og þjónar engan vegin hagsmunum þeirra. Áhættunefndir hafa bent á þennan veikleika lengi og nú sjáum við loks alvöru breytingar í farvatninu. Góðir stjórnarhættir eru leiðarljós Rekstur innviðafyrirtækja er samofin starfssemi opinberra aðila. Í Reykjavík eru nokkur slík sem flestir þekkja og kallast B-hluta fyrirtæki. Þetta eru td. Orkuveitan ásamt dótturfélögum, Félagsbústaðir og Faxaflóahafnir. Mikilvægt er að í rekstri þessara fyrirtækja látum við góða stjórnarhætti leiða okkur áfram. Almennri eigandastefnu borgarinnar er gert að tryggja gagnsæja, faglega og skilvirka stjórnun B-hluta fyrirtækja þannig að það ríki almennt traust á stjórn og starfsemi. Þá er sérstaklega fjallað um upplýsingagjöf milli eiganda og fyrirtækis um rekstur og stefnumörkun ásamt ábyrgðarskilum milli eigenda, stjórnar og stjórnenda. Eigandastefnan er ekki úr lausu lofti gripin heldur tekur mið af leiðbeiningum OECD um stjórnarhætti fyrirtækja í opinberri eigu ásamt leiðbeiningum Viðskiptaráðs. Hlutverk, umboð og upplýsingaskylda Almenn eigandastefna borgarinnar rammar inn með skýrum hætti markmið eiganda. Þar eru nokkrir þættir sérstaklega dregnir fram, s.s að Reykjavíkurborg er formlega skilgreind sem virkur eigandi og hlutverk, umboð og ábyrgð eiganda er skilgreint og afmörkuð gagnvart borgarráði og borgarstjórn, þar á meðal valdheimildir og mörk þeirra og upplýsingagjöf. Tekið er á forsendum fyrir eignarhaldi Reykjavíkurborgar í fyrirtækjum sem eru sérstaklega skilgreindar og háðar mati af hálfu eiganda. Annað sem tekið er á er að tryggður er skýrleiki á umboði stjórna fyrirtækjanna og að megin stefnumörkun fyrirtækjanna sé háð samþykki eigenda. Þá eru einnig skýrar kröfur gerðar til skipulags og stjórnarhátta, sem tryggir gagnsæi og áreiðanleika, ásamt fagmennsku og skilvirkni í störfum stjórna og stjórnenda, s.s. afmörkun á hlutverki, umboði, ábyrgð og stjórnarháttum. Það eru því frábærar fréttir að ríkið fari nú fram með góðu fordæmi og muni héðan í frá viðhafa faglegt valferli í stjórnir fyrirtækja ríkisins. Reykjavíkurborg hefur innleit slíkt ferli að hluta til. Vegferð ríkisins hefur mikil ruðningsáhrif á sveitarfélögin sem um allt land sitja á eignarhlutum í mörgum innviðafyrirtækjum. Það er mikið framfaramál að sveitarfélög um allt land skoði nú hvernig þau vilja hátta sínu eigandahlutverki. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Nú bregður til tíðinda. Fjármálaráðherra kynnti fyrir helgi að valferli í fyrirtæki í eigu ríkisins verði nú byggt á faglegum forsendum. Þá verður sérstaklega hugað að breiðri samsetningu hvað varðar menntun, reynslu, kyn og faglegan bakgrunn. Þetta eru frábærar fréttir. Við í borginni höfum verið hjartanlega sammála þessari vegferð og nýr meirihluti mun vonandi halda áfram á þessari braut og vinna með ríkinu að faglegu ferli í þær stjórnir sem við tilnefnum í saman. Undanfarin ár hef ég farið fyrir vinnu að innleiða góða stjórnarhætti í rekstur fyrirtækja í eigu borgarinnar. Árið 2022 var samþykkt fyrsta eigandastefna borgarinnar í þverpólitískri sátt. Það eru í raun stórfréttir og sýna mikla framsýni og þor og langar mig að þakka kollegum mínum úr borgarstjórn fyrir framsýnina. Fyrir var áratuga hefð um að stjórnir innviðafyrirtæki væru pólitískt mannaðar. Slíkt fyrirkomulag dregur fram mikla áhættu fyrir fyrirtækin. Stjórnarslit og eða meirihlutaskipti geta borið að fyrirvaralaust eins og dæmin sanna á undanförnum mánuðum þar sem forsætisráðherra sleit ríkisstjórninni í október síðastliðnum og borgarstjóri sleit meirihlutanum í Reykjavík fyrr í þessum mánuði. Ef stjórnir fyrirtækja í eigu borgar og ríkis væru ekki nú að hluta mannaðar óháðum stjórnarfólki þá gæti pólitíkin skipt öllum út sem er afar vont fyrir fyrirtæki og þjónar engan vegin hagsmunum þeirra. Áhættunefndir hafa bent á þennan veikleika lengi og nú sjáum við loks alvöru breytingar í farvatninu. Góðir stjórnarhættir eru leiðarljós Rekstur innviðafyrirtækja er samofin starfssemi opinberra aðila. Í Reykjavík eru nokkur slík sem flestir þekkja og kallast B-hluta fyrirtæki. Þetta eru td. Orkuveitan ásamt dótturfélögum, Félagsbústaðir og Faxaflóahafnir. Mikilvægt er að í rekstri þessara fyrirtækja látum við góða stjórnarhætti leiða okkur áfram. Almennri eigandastefnu borgarinnar er gert að tryggja gagnsæja, faglega og skilvirka stjórnun B-hluta fyrirtækja þannig að það ríki almennt traust á stjórn og starfsemi. Þá er sérstaklega fjallað um upplýsingagjöf milli eiganda og fyrirtækis um rekstur og stefnumörkun ásamt ábyrgðarskilum milli eigenda, stjórnar og stjórnenda. Eigandastefnan er ekki úr lausu lofti gripin heldur tekur mið af leiðbeiningum OECD um stjórnarhætti fyrirtækja í opinberri eigu ásamt leiðbeiningum Viðskiptaráðs. Hlutverk, umboð og upplýsingaskylda Almenn eigandastefna borgarinnar rammar inn með skýrum hætti markmið eiganda. Þar eru nokkrir þættir sérstaklega dregnir fram, s.s að Reykjavíkurborg er formlega skilgreind sem virkur eigandi og hlutverk, umboð og ábyrgð eiganda er skilgreint og afmörkuð gagnvart borgarráði og borgarstjórn, þar á meðal valdheimildir og mörk þeirra og upplýsingagjöf. Tekið er á forsendum fyrir eignarhaldi Reykjavíkurborgar í fyrirtækjum sem eru sérstaklega skilgreindar og háðar mati af hálfu eiganda. Annað sem tekið er á er að tryggður er skýrleiki á umboði stjórna fyrirtækjanna og að megin stefnumörkun fyrirtækjanna sé háð samþykki eigenda. Þá eru einnig skýrar kröfur gerðar til skipulags og stjórnarhátta, sem tryggir gagnsæi og áreiðanleika, ásamt fagmennsku og skilvirkni í störfum stjórna og stjórnenda, s.s. afmörkun á hlutverki, umboði, ábyrgð og stjórnarháttum. Það eru því frábærar fréttir að ríkið fari nú fram með góðu fordæmi og muni héðan í frá viðhafa faglegt valferli í stjórnir fyrirtækja ríkisins. Reykjavíkurborg hefur innleit slíkt ferli að hluta til. Vegferð ríkisins hefur mikil ruðningsáhrif á sveitarfélögin sem um allt land sitja á eignarhlutum í mörgum innviðafyrirtækjum. Það er mikið framfaramál að sveitarfélög um allt land skoði nú hvernig þau vilja hátta sínu eigandahlutverki. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun