Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð skrifar 18. febrúar 2025 07:01 Í forsíðufréttinni segir orðrétt. „Samtryggingin á nú að virka með þeim hætti að ekki eigi að endurkrefja stjórnmálaflokkana um það fé sem þeir hafa fengið með ólögmætum hætti.“ Þessi setning í Mogganum rifjaði upp fyrir mér eldra mál um siðlausa og ólögmæta fjármögnun stjórnmálasamtaka. Sú fjármögnun var þegar forustumaður safnaði handa Sjálfstæðisflokknum peningum sem að núvirðieru nærri 165 milljónum. Tvö fyrirtæki réttu flokknum þessar rausnarlegu upphæðir. Í viðskiftum eru þannig greiðslur oft kallaðar hagsmunafé. Þessar greiðslur voru lagðar inn á reikninga Sjálfstæðisflokksins 29. des. 2006. Nokkrum dögum áður þann 21. des. 2006 hafði Alþingi samþykkt lög sem bönnuðu svona styrki. Þau lög áttu að taka gildi 1. janúar það var tveim dögum eftir 165 milljóna gjöfina. Málið komst upp og allt varð vitlaust. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hélt fund og samþykkti að endurgreiða þetta fé, og flokksmenn sögðu stoltir „svona gerum við Sjálfstæðismenn.“ Samkvæmt reikningum ríkisendurskoðunar hefur þó verið tregt um efndir. Fyrir mörgum árum tilkynnti flokkurinn svo að hann væri hættur við að vilja endurgreiða gjafirnar. Þannig kastaði Sjálfstæðisflokkurinn syndum sínum bak við sig, - og sér þær ekki meir. Rógshernaður gegn Ingu Sæland Nú er mikið skrifað og býsnast yfir meintum svikum og þjófnaði Ingu Sæland og Flokki fólksins. Öll þau ógeðslegu skrif eru rógur öfundarfólks. Við athugun kemur ljós um hvað málið snýst. Glæpur Flokks fólksins á að vera sá að veita viðtöku fé frá Fjármálaráðuneytinu án þess að vera á skrá sem stjórnmálaflokkur. Í lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka frá 21. des. 2006 segir: 1. gr. Markmið. - „Markmið laganna er jafnframt að kveða á um almenn framlög til frambjóðenda í kjöri til embættis til forseta Íslands, til Alþingis og til sveitarstjórna og opinber fjárframlög til stjórnmálasamtaka og stórnmálastarfsemi.“ Spurt er. Er flokkur fólksins ekki stjórnmálasamtök, og iðkar hann ekki stjórnmálastarfsemi? 2. gr. skilgreiningar. Í lögum þessum hafa eftirfarandi orð og hugtök merkingu sem hér segir: 1. Stjórnmálasamtök: Flokkar eða samtök sem bjóða fram í kosningum til Alþingis eða sveitarstjórna. Spurt er. Á á að hafa einhver önnur lög um Flokk fólksins? Í sömu lögum segir um fjárframlög til stjórnmálaflokka. Stjórnmálasamtök sem hafa fengið a.m.k. einn mann kjörin á þing eða náð að lágmarki 2,5% atkvæða eiga rétt til framlaga. Fjármála- og efnahagsráðuneytið fer með framkvæmd greiðslna á því framlagi. Spurt er. Á Flokkur fólksins ekki sama rétt hér og aðrir flokkar á Alþingi? Í þessum lögum segir um skilyrði fyrir fjárstyrk: Skilyrði úthlutunar á fé úr ríkissjóði er að viðkomandi stjórnmálasamtök, eins og Flokkur fólksins er, hafi áður fullnægt upplýsingaskyldu sinni til Ríkisendurskoðunar. Upplýst er að reikningar Flokks fólksins höfðu borist Ríkisendurskoðun fyrir tilskilinn tíma. Í 7. gr. þessara laga segir um leiðbeiningarskyldu: Stjórnvald skal veita þeim sem til þess leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfsvið þess. Í 10.gr. Segir um rannsóknarskyldu. Stjórnvald skal sjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin í því Samkvæmt þessum ofanrituðum tilvitnunum hefur svokallaður meintur þjófnaður Flokks fólksins öll einkenni þess að vera í algjöru og vel skiljanlegu grandaleysi. Sé þar aftur á móti um að ræða refsivert athæfi þá bera aðrir þar stærri sök og meiri ábyrgð en Inga Sæland. Til dæmis Efnahags-ogfjármálaráðuneyti sem létu rétta henni athugasemdalaust alla þessa peninga. Ráðherra getur ekki afsakað sig með því að hafa við sömu aðstæður látið sinn eigin flokk hafa hátt á annað hundrað milljónir án þess að mega það, eins og skilja má af Morgunblaðinu þessa dagana. Höfundur er ekki félagi í Flokki fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Flokkur fólksins Styrkir til stjórnmálasamtaka Mest lesið Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Í forsíðufréttinni segir orðrétt. „Samtryggingin á nú að virka með þeim hætti að ekki eigi að endurkrefja stjórnmálaflokkana um það fé sem þeir hafa fengið með ólögmætum hætti.“ Þessi setning í Mogganum rifjaði upp fyrir mér eldra mál um siðlausa og ólögmæta fjármögnun stjórnmálasamtaka. Sú fjármögnun var þegar forustumaður safnaði handa Sjálfstæðisflokknum peningum sem að núvirðieru nærri 165 milljónum. Tvö fyrirtæki réttu flokknum þessar rausnarlegu upphæðir. Í viðskiftum eru þannig greiðslur oft kallaðar hagsmunafé. Þessar greiðslur voru lagðar inn á reikninga Sjálfstæðisflokksins 29. des. 2006. Nokkrum dögum áður þann 21. des. 2006 hafði Alþingi samþykkt lög sem bönnuðu svona styrki. Þau lög áttu að taka gildi 1. janúar það var tveim dögum eftir 165 milljóna gjöfina. Málið komst upp og allt varð vitlaust. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hélt fund og samþykkti að endurgreiða þetta fé, og flokksmenn sögðu stoltir „svona gerum við Sjálfstæðismenn.“ Samkvæmt reikningum ríkisendurskoðunar hefur þó verið tregt um efndir. Fyrir mörgum árum tilkynnti flokkurinn svo að hann væri hættur við að vilja endurgreiða gjafirnar. Þannig kastaði Sjálfstæðisflokkurinn syndum sínum bak við sig, - og sér þær ekki meir. Rógshernaður gegn Ingu Sæland Nú er mikið skrifað og býsnast yfir meintum svikum og þjófnaði Ingu Sæland og Flokki fólksins. Öll þau ógeðslegu skrif eru rógur öfundarfólks. Við athugun kemur ljós um hvað málið snýst. Glæpur Flokks fólksins á að vera sá að veita viðtöku fé frá Fjármálaráðuneytinu án þess að vera á skrá sem stjórnmálaflokkur. Í lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka frá 21. des. 2006 segir: 1. gr. Markmið. - „Markmið laganna er jafnframt að kveða á um almenn framlög til frambjóðenda í kjöri til embættis til forseta Íslands, til Alþingis og til sveitarstjórna og opinber fjárframlög til stjórnmálasamtaka og stórnmálastarfsemi.“ Spurt er. Er flokkur fólksins ekki stjórnmálasamtök, og iðkar hann ekki stjórnmálastarfsemi? 2. gr. skilgreiningar. Í lögum þessum hafa eftirfarandi orð og hugtök merkingu sem hér segir: 1. Stjórnmálasamtök: Flokkar eða samtök sem bjóða fram í kosningum til Alþingis eða sveitarstjórna. Spurt er. Á á að hafa einhver önnur lög um Flokk fólksins? Í sömu lögum segir um fjárframlög til stjórnmálaflokka. Stjórnmálasamtök sem hafa fengið a.m.k. einn mann kjörin á þing eða náð að lágmarki 2,5% atkvæða eiga rétt til framlaga. Fjármála- og efnahagsráðuneytið fer með framkvæmd greiðslna á því framlagi. Spurt er. Á Flokkur fólksins ekki sama rétt hér og aðrir flokkar á Alþingi? Í þessum lögum segir um skilyrði fyrir fjárstyrk: Skilyrði úthlutunar á fé úr ríkissjóði er að viðkomandi stjórnmálasamtök, eins og Flokkur fólksins er, hafi áður fullnægt upplýsingaskyldu sinni til Ríkisendurskoðunar. Upplýst er að reikningar Flokks fólksins höfðu borist Ríkisendurskoðun fyrir tilskilinn tíma. Í 7. gr. þessara laga segir um leiðbeiningarskyldu: Stjórnvald skal veita þeim sem til þess leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfsvið þess. Í 10.gr. Segir um rannsóknarskyldu. Stjórnvald skal sjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin í því Samkvæmt þessum ofanrituðum tilvitnunum hefur svokallaður meintur þjófnaður Flokks fólksins öll einkenni þess að vera í algjöru og vel skiljanlegu grandaleysi. Sé þar aftur á móti um að ræða refsivert athæfi þá bera aðrir þar stærri sök og meiri ábyrgð en Inga Sæland. Til dæmis Efnahags-ogfjármálaráðuneyti sem létu rétta henni athugasemdalaust alla þessa peninga. Ráðherra getur ekki afsakað sig með því að hafa við sömu aðstæður látið sinn eigin flokk hafa hátt á annað hundrað milljónir án þess að mega það, eins og skilja má af Morgunblaðinu þessa dagana. Höfundur er ekki félagi í Flokki fólksins.
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar