Myndbönd sem fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum skömmu eftir atvikið sýna flugvélina liggja á hvolfi á snævi þakinni flugbrautinni. Ríkisútvarp Kanada greinir frá því að eitt þeirra sem flutt var á sjúkrahús með alvarlega áverka hafi verið barn.
Samkvæmt yfirlýsingu frá Pearson-flugvelli var flugvélin sem flaug undir merkjum Delta Air Lines að lenda eftir áætlunarflug frá Minneapolis.
John Nelson, einn farþeganna, birti færslu á Facebook skömmu eftir brotlendinguna með myndbandi.
„Vélin okkar brotlenti. Hún er á hvolfi. Flestir virðast vera í lagi. Við erum að fara fyrir borð,“ skrifar hann samkvæmt Guardian.
Ekkert liggur fyrir um tildrög slyssins en flugmálayfirvöld í Kanada segjast fylgjast vel með og að það verði rannsakað.