„Eins og að setja fótboltamann í bann að sumri til“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. febrúar 2025 07:01 Jannik Sinner gerði samkomulag við lyfjaeftirlitið sem Liam Broady er lítt hrifinn af. getty Breski tenniskappinn Liam Broady segir keppnisbann Jannik Sinner hafa verið útfært þannig að það hefði sem minnst áhrif á feril hans, og líkir því við að setja leikmann í ensku úrvalsdeildinni í bann að sumri til. Broady er svekktur með niðurstöðu dómstóla og veltir því fyrir sér hvort hann hefði fengið sömu meðferð. Jannik Sinner gerði í síðustu viku samkomulag við alþjóða lyfjaeftirlitið (WADA), um að taka út þriggja mánaða bann, eftir að hafi fallið á lyfjaprófi í mars á síðasta ári. Bannið tók gildi 9. febrúar og lýkur þann 4. maí næstkomandi. „Ég held að mikil áhersla hafi verið lögð á að bannið myndi hafa sem minnst áhrif á feril hans. Banninu lýkur daginn fyrir opna meistaramótið í Róm, sem er stærsta mótið í hans heimalandi, og fullkomið fyrir hann að fá að keppa þar rétt fyrir opna franska meistaramótið [sem hefst 19. maí],“ sagði Liam Broady. „Ég held að hann tapi ekki sinni stigum eða falli niður um sæti á heimslistanum. Þetta er mjög undarlegt bann.“ „Ég var að tala við fólk sem líkti þessu við ensku úrvalsdeildina. Þetta er eins og að setja fótboltamann í bann að sumri til.“ Didn’t realise you could reach a settlement regarding a doping ban… Interesting. Back in time for French Open I guess? 👀— Liam Broady (@Liambroady) February 15, 2025 Broady sagðist einnig hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar WADA gerði samkomulag við Sinner, í stað þess að halda áfram að sækjast eftir tveggja ára refsinu eins og upphaflega stóð til. Það var gert eftir að sjálfstæður dómstóll úrskurðaði að Sinner hafi ekki innbyrt ólöglega efnið viljandi, það hafi smitast í gegnum krem sem nuddari hans notaði. „Það virðist vera gert upp á milli manna. Ég er ekki að segja að hann hafi gert þetta viljandi. En ef þetta hefði gerst við einhvern annan, hefðum við fengið sömu meðferð? Væri okkur veittur sams konar skilningur?“ bætti Broady við en hann situr í 766. sæti heimslistans. Tennis Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Sjá meira
Jannik Sinner gerði í síðustu viku samkomulag við alþjóða lyfjaeftirlitið (WADA), um að taka út þriggja mánaða bann, eftir að hafi fallið á lyfjaprófi í mars á síðasta ári. Bannið tók gildi 9. febrúar og lýkur þann 4. maí næstkomandi. „Ég held að mikil áhersla hafi verið lögð á að bannið myndi hafa sem minnst áhrif á feril hans. Banninu lýkur daginn fyrir opna meistaramótið í Róm, sem er stærsta mótið í hans heimalandi, og fullkomið fyrir hann að fá að keppa þar rétt fyrir opna franska meistaramótið [sem hefst 19. maí],“ sagði Liam Broady. „Ég held að hann tapi ekki sinni stigum eða falli niður um sæti á heimslistanum. Þetta er mjög undarlegt bann.“ „Ég var að tala við fólk sem líkti þessu við ensku úrvalsdeildina. Þetta er eins og að setja fótboltamann í bann að sumri til.“ Didn’t realise you could reach a settlement regarding a doping ban… Interesting. Back in time for French Open I guess? 👀— Liam Broady (@Liambroady) February 15, 2025 Broady sagðist einnig hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar WADA gerði samkomulag við Sinner, í stað þess að halda áfram að sækjast eftir tveggja ára refsinu eins og upphaflega stóð til. Það var gert eftir að sjálfstæður dómstóll úrskurðaði að Sinner hafi ekki innbyrt ólöglega efnið viljandi, það hafi smitast í gegnum krem sem nuddari hans notaði. „Það virðist vera gert upp á milli manna. Ég er ekki að segja að hann hafi gert þetta viljandi. En ef þetta hefði gerst við einhvern annan, hefðum við fengið sömu meðferð? Væri okkur veittur sams konar skilningur?“ bætti Broady við en hann situr í 766. sæti heimslistans.
Tennis Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Sjá meira