Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 27. febrúar 2025 07:03 Með nokkrum einföldum og hagkvæmum breytingum má láta heimilið líta út fyrir að vera mun dýrara en það er í raun og veru án þess að það þurfi að kosta formúu. Heimili þarf ekki að vera dýrt til að vera glæsilegt. Með réttu litavali, fallegum húsgögnum og góðu skipulagi getur hvaða heimili sem er litið út fyrir að vera vandað og ríkulegt. Gott skipulag lykilatriði Það er fátt sem gerir heimili glæsilegra en gott skipulag. Með fallegum hirslum og körfum og heldurðu hlutunum á sínum stað og skapar hreina og fágaða ásýnd. Skjáskot/Pinterest Hlutlaust litaþema Hlutlausir og náttúrulegir litatónar gefa heimilinu tímalaust yfirbragð og láta rýmið virðast stærra og bjartara. Skjáskot/Pinterest Fáir en vandaðir hlutir Betra er að fjárfesta í færri dýrum húsgögnum og innanstokksmunum, eins og sófa, borðstofuborði, hillum og ljósum. Með því að velja vörur með kostgæfni tryggirðu fágaðri stíl og glæsileika á heimilinu Getty Listaverk og myndir Stór, flott listaverk geta umbreytt rýminu án þess að kosta mikið. Þú getur búið til þitt eigið eða fundið ódýr listaverk á netinu eða Góða hirðinum og sett í stílhreinan ramma. Pinterest Loftlistar og veggklæðningar Listar og panelklæðningar á veggjum eða loftum gefa heimilinu klassískt og lúxuslegt yfirbragð. Þetta getur verið ódýr leið til að auka dýpt og gefa rýminu karakter. Það þarf þó að hafa byggingarstíl hússins í huga hvort það eigi við. Skjáskot/Pinterest Falleg lýsing Vel staðsett og vönduð ljós geta lyft öll rýminu upp. Skiptu út venjulegum loftljósum fyrir stílhreina lampa, hengiljós eða ljóskastara með hlýlegri birtu. Fallegir borðlampar og kertaljós gera stemninguna í rýminu svo miklu notalegri. Skjáskot/Pinterest Púðar og mottur Falleg efni eins og flauel, kasmír og hör á púðum, teppum, rúmfatnaði og gólfmottum gera rýmið fágaðara. Blandaðu saman mismunandi efnum til að auka dýpt, hlýleika og karakter rýmisins. Pinterest Láttu gardínur líta út fyrir að þær séu sérsniðnar Með því að hengja gardínur frá lofti niður í gólf virðist rýmið stærra og glæsilegra. Veldu efni í hlutlausum lit fyrir fágaðri ásýnd, hvort sem það er í stofu, eldhúsi eða svefnherbergi. Mundu einnig að gufa gardínurnar áður en þær eru hengdar upp. Skjáskot/Pinterest Speglar stækka rýmið Stórir speglar endurkasta ljósi og gera rýmið bjartara. Fallegur spegill umbreytir rýminu og lætur það virðast stærra en það er í raun og veru. Skjáskot/Pinterest Góður hýbílailmur Glæsileg heimili ilma alltaf vel! Fjárfestu í góðum ilmkertum, ilmstöngum eða ilmolíulampa með ilmum eins og vanillu, sedrusviði eða sítrus til að skapa lúxus-stemningu. Skjáskot/Pinterest Blóm og plöntur Fallegar plöntur og fersk blóm fegra ekki aðeins heimilið heldur hreinsa einnig loftið. Mikilvægt er að velja stílhreinan blómavasa sem passar við heildarmyndina. Skjáskot/Pinterest Hús og heimili Tíska og hönnun Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira
Gott skipulag lykilatriði Það er fátt sem gerir heimili glæsilegra en gott skipulag. Með fallegum hirslum og körfum og heldurðu hlutunum á sínum stað og skapar hreina og fágaða ásýnd. Skjáskot/Pinterest Hlutlaust litaþema Hlutlausir og náttúrulegir litatónar gefa heimilinu tímalaust yfirbragð og láta rýmið virðast stærra og bjartara. Skjáskot/Pinterest Fáir en vandaðir hlutir Betra er að fjárfesta í færri dýrum húsgögnum og innanstokksmunum, eins og sófa, borðstofuborði, hillum og ljósum. Með því að velja vörur með kostgæfni tryggirðu fágaðri stíl og glæsileika á heimilinu Getty Listaverk og myndir Stór, flott listaverk geta umbreytt rýminu án þess að kosta mikið. Þú getur búið til þitt eigið eða fundið ódýr listaverk á netinu eða Góða hirðinum og sett í stílhreinan ramma. Pinterest Loftlistar og veggklæðningar Listar og panelklæðningar á veggjum eða loftum gefa heimilinu klassískt og lúxuslegt yfirbragð. Þetta getur verið ódýr leið til að auka dýpt og gefa rýminu karakter. Það þarf þó að hafa byggingarstíl hússins í huga hvort það eigi við. Skjáskot/Pinterest Falleg lýsing Vel staðsett og vönduð ljós geta lyft öll rýminu upp. Skiptu út venjulegum loftljósum fyrir stílhreina lampa, hengiljós eða ljóskastara með hlýlegri birtu. Fallegir borðlampar og kertaljós gera stemninguna í rýminu svo miklu notalegri. Skjáskot/Pinterest Púðar og mottur Falleg efni eins og flauel, kasmír og hör á púðum, teppum, rúmfatnaði og gólfmottum gera rýmið fágaðara. Blandaðu saman mismunandi efnum til að auka dýpt, hlýleika og karakter rýmisins. Pinterest Láttu gardínur líta út fyrir að þær séu sérsniðnar Með því að hengja gardínur frá lofti niður í gólf virðist rýmið stærra og glæsilegra. Veldu efni í hlutlausum lit fyrir fágaðri ásýnd, hvort sem það er í stofu, eldhúsi eða svefnherbergi. Mundu einnig að gufa gardínurnar áður en þær eru hengdar upp. Skjáskot/Pinterest Speglar stækka rýmið Stórir speglar endurkasta ljósi og gera rýmið bjartara. Fallegur spegill umbreytir rýminu og lætur það virðast stærra en það er í raun og veru. Skjáskot/Pinterest Góður hýbílailmur Glæsileg heimili ilma alltaf vel! Fjárfestu í góðum ilmkertum, ilmstöngum eða ilmolíulampa með ilmum eins og vanillu, sedrusviði eða sítrus til að skapa lúxus-stemningu. Skjáskot/Pinterest Blóm og plöntur Fallegar plöntur og fersk blóm fegra ekki aðeins heimilið heldur hreinsa einnig loftið. Mikilvægt er að velja stílhreinan blómavasa sem passar við heildarmyndina. Skjáskot/Pinterest
Hús og heimili Tíska og hönnun Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira